Færslur: Raforka

Orkan fikrar sig lengra inn á raforkumarkað
Orkufyrirtækið Orkan hefur samið um kaup á 34 prósenta hlut í nýsköpunar- og raforkusölufyrirtækinu Straumlind ehf. 
19.09.2022 - 18:26
Slökkt á síðasta virka kjarnaofni Zaporizhzhia-versins
Úkraínustjórn tilkynnti í nótt að slökkt hefði verið á sjötta kjarnaofni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia . Með því leggst af öll raforkuframleiðsla í þessu stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkisorkufyrirtækisins Energoatom og að undirbúningur sé hafinn að kælingu ofnsins.
Segja ástandið við Zaporizhzhia sífellt ótryggara
Ástandið í og við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu verður æ ótryggara að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á staðnum. Kjarnorkuslys gæti verið yfirvofandi.
Pólverjar hyggjast auka orkukaup af Úkraínumönnum
Pólverjar ætla að auka umtalsvert orkukaup af úkraínskum kjarnorkuverum. Þetta sagði forsætisráðherra Póllands meðan á heimsókn hans til Kyiv, höfuðborgar Úkraínu, stóð.
Mikil eftirspurn erlendis frá eftir íslenskri raforku
Erlend fyrirtæki óska í auknum mæli eftir að koma hingað með starfsemi sína vegna hagstæðs orkuverðs. Eftirspurnin er langt umfram það sem virkjanir landsins geta framleitt. Landsvirkjun segir knýjandi þörf á að auka raforkuframleiðslu. 
09.09.2022 - 10:31
Frakkar gætu þurft að grípa til orkuskömmtunar í vetur
Forsætisráðherra Frakklands varar fyrirtæki í landinu við því að mögulega verði gripið til orkuskömmtunar á komandi vetri. Hjá því megi komast með samvinnu. Þá sé brýnt að kjarnorkuver landsins haldi fullum afköstum.
Gasbirgðir Þýskalands aukast hraðar en vonir stóðu til
Þjóðverjum hefur gengið betur að birgja sig upp af gasi en stjórnvöld bjuggust við. Það er talið veita þessu stærsta hagkerfi Evrópu andrými inn í komandi vetur. Kanslari Austurríkis segir að Rússlandsforseti eigi ekki að stjórna orkuverði í Evrópu.
Rússar taldir hyggjast tengja kjarnorkuver við Krím
Rússneskar hersveitir sem hafa kjarnorkuver í úkraínsku borginni Zaporizhzhia á sínu valdi hyggjast tengja það orkukerfi Krímskaga. Forstjóri úkraínska orkufyrirtækisins Energoatom segir Rússa valda tjóni á verinu með því að beina orkunni annað.
Úkraínumenn stefna að aukinni orkusölu til Evrópuríkja
Úkraínumenn stefna að aukinni sölu á raforku til ríkja Evrópusambandsins. Úkraínuforseti segir það brýnt í ljósi þess að draga mun úr orkusölu frá Rússlandi sem valdi orkuskorti innan ríkja sambandsins.
Sjónvarpsfrétt
Vonast til að varmadælur spari 60-80% orku á Bakkafirði
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hafnartanganum á Bakkafirði þar sem verið er að bora fyrir varmadælum í jörð. Dælunum fylgir töluverður orkusparnaður sem mun hafa áhrif á bæði heimili og fyrirtæki á svæðinu.
08.07.2022 - 10:52
Morgunútvarpið
Loka fyrir rafmagn ef fólk finnur sér ekki raforkusala
Fólk sem hefur ekki valið sér raforkusala má búast við að lokað verði fyrir rafmagnið á næstu dögum.
27.06.2022 - 08:15
Allt að fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir í orkuskiptin
Virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á næstu 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Þá er miðað við sviðsmynd Samorku, um að notkun stórnotenda raforku, stóriðju og annars orkusækins iðnaðar haldi áfram að aukast eins og verið hefur. Kárahnjúkavirkjanirnar yrðu aðeins þrjár, ef gert er ráð fyrir núverandi tækni og að orkuþörf almenns markaðar og stórnotenda breytist ekki. Íslendingar standa frammi fyrir erfiðum spurningum um orkuframleiðslu á næstu árum.
Rússar hætta raforkusölu til Finnlands
Rússneska orkufyrirtækið RAO Nordic hættir að selja rafmagn til Finnlands í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins, samkvæmt frétt Reuters. RAO Nordic er dótturfyrirtæki rússneska ríkisorkufyrirtækisins Inter RAO. Ástæðan sem gefin er upp er sú, að fyrirtækinu hafi ekki borist umsamdar greiðslur fyrir raforkuna.
14.05.2022 - 03:14
Viðtal
Flókið að sækja endurnýjanlegu orkuna sem allir vilja
Með aukinni umhverfisvitund stóreykst krafan um endurnýjanlega orku. Sama umhyggja fyrir umhverfinu gerir það sífellt flóknara að afla slíkrar orku. Forstjóri Landsvirkjunar segir að eina leiðin til að takast á við loftslagsmálin sé að virkja og stórauka framboð á endurnýjanlegri raforku.
10.05.2022 - 15:12
Opnir fundir Landsnets vegna Blöndulínu 3
Landsnet stendur fyrir opnum fundum á þremur stöðum á landinu þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3 sem verður milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Yfirmaður undirbúningsnefndar Landsnets segir að mikill áhugi sé á verkefninu.
30.03.2022 - 12:02
Vind- og sólarorka 10% allrar raforku
Um 10% af allri raforku sem notuð var í heiminum í fyrra voru framleidd með vind- og sólarorkugjöfum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Um 38% voru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Kolabrennsla hefur einnig aukist verulega.
30.03.2022 - 04:49
Viðtal
Tækifæri glatist vegna skorts á raforku
Tækifæri í nýsköpun hafa glatast vegna raforkuskorts, segir fulltrúi í starfshópi á vegum umhverfisráðherra. Ekki hafi verið lagt mat á hversu mikið tekjutap þetta er fyrir þjóðarbúið. „Þannig að við erum að verða af ákveðinni verðmætasköpun um allt landið,“ segir Sigríður. 
08.03.2022 - 22:56
Viðtal
Íslenskri náttúru yrði fórnað með 125% meiri orkuöflun
Framkvæmdastjóri Landverndar andmælir því sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps umhverfisráðherra, að eigi að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040 og halda áfram að auka framleiðslu, verði að afla 125% meiri raforku. „Þetta er spurning um hvaða ákvarðanir við tökum. Með þessari ákvörðun, ef þetta verður úr, þá erum við að taka ákvörðum um að fórna íslenskri náttúru,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Sjónvarpsfrétt
125% meiri orku þarf fyrir orkuskiptin skv. skýrslu
Afla þyrfti yfir tvöfalt meiri raforku en nú er gert til að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og til þess að unnt sé að auka framleiðni. Þetta er niðurstaða starfshóps umhverfisráðherra. Ráðherra segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort reisa eigi stórar vatnsaflsvirkjanir. 
08.03.2022 - 21:29
Metfjöldi skipti um raforkusala
Formaður Neytendasamtakanna segir einsýnt að N1 rafmagn eigi að greiða oftekið gjald fyrir þrautavararafmagn fyrir allan tímann en ekki aðeins eftir 1. nóvember. Miklu fleiri skiptu um orkusala nú í janúar í en nokkrum stökum mánuði í fyrra.
02.02.2022 - 22:20
Landsnet: Orkuafhending gæti skerst í meðalári
Aukist raforkunotkun álíka mikið og opinberar spár ætla eru líkur á að strax á næsta ári þurfi að draga úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári. Vatnsskortur hefur leitt af sér skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda undanfarið og byggist það á samningum þess efnis.
Landsnet kynnir nýja leið fyrir Blöndulínu 3
Landsnet hefur nú kynnt nýja leið fyrir Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar er meðal annars fallið frá línulögn um Vatnsskarð og umdeilda leið um Efribyggð í Skagafirði sem mjög var gagnrýnd af landeigendum.
Sjónvarpsfrétt
Reyna að útvega raforku til íbúa á köldum svæðum
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir mikilvægt að vernda heimili og lítil fyrirtæki og tryggja að þau geti tekið þátt í orkuskiptum. Stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir að samfélög á köldum svæðum þurfi að grípa til olíukyndingar vegna skorts á raforku.  
Sendu raforkuframleiðendum neyðarkall
Raforkuframleiðendum hér á landi barst í vikunni neyðarkall frá Orkustofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, vegna yfirvofandi orkuskorts og mögulegri afhendingu raforku frá fyrsta febrúar til fyrsta júní.
20.01.2022 - 06:37
Sjónvarpsfrétt
Tryggja þarf að raforka fari raunverulega í orkuskiptin
Orkumálastjóri segir að tryggja verði að framtíðar raforka fari raunverulega í orkuskipti. Nú fái hæstbjóðandi raforkuna en tryggja þarf að almenningur fái notið hennar og til þess þurfi að breyta regluverkinu.
17.01.2022 - 19:26