Færslur: Raforka

Rússar hætta raforkusölu til Finnlands
Rússneska orkufyrirtækið RAO Nordic hættir að selja rafmagn til Finnlands í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins, samkvæmt frétt Reuters. RAO Nordic er dótturfyrirtæki rússneska ríkisorkufyrirtækisins Inter RAO. Ástæðan sem gefin er upp er sú, að fyrirtækinu hafi ekki borist umsamdar greiðslur fyrir raforkuna.
14.05.2022 - 03:14
Viðtal
Flókið að sækja endurnýjanlegu orkuna sem allir vilja
Með aukinni umhverfisvitund stóreykst krafan um endurnýjanlega orku. Sama umhyggja fyrir umhverfinu gerir það sífellt flóknara að afla slíkrar orku. Forstjóri Landsvirkjunar segir að eina leiðin til að takast á við loftslagsmálin sé að virkja og stórauka framboð á endurnýjanlegri raforku.
10.05.2022 - 15:12
Opnir fundir Landsnets vegna Blöndulínu 3
Landsnet stendur fyrir opnum fundum á þremur stöðum á landinu þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3 sem verður milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Yfirmaður undirbúningsnefndar Landsnets segir að mikill áhugi sé á verkefninu.
30.03.2022 - 12:02
Vind- og sólarorka 10% allrar raforku
Um 10% af allri raforku sem notuð var í heiminum í fyrra voru framleidd með vind- og sólarorkugjöfum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Um 38% voru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Kolabrennsla hefur einnig aukist verulega.
30.03.2022 - 04:49
Viðtal
Tækifæri glatist vegna skorts á raforku
Tækifæri í nýsköpun hafa glatast vegna raforkuskorts, segir fulltrúi í starfshópi á vegum umhverfisráðherra. Ekki hafi verið lagt mat á hversu mikið tekjutap þetta er fyrir þjóðarbúið. „Þannig að við erum að verða af ákveðinni verðmætasköpun um allt landið,“ segir Sigríður. 
08.03.2022 - 22:56
Viðtal
Íslenskri náttúru yrði fórnað með 125% meiri orkuöflun
Framkvæmdastjóri Landverndar andmælir því sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps umhverfisráðherra, að eigi að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040 og halda áfram að auka framleiðslu, verði að afla 125% meiri raforku. „Þetta er spurning um hvaða ákvarðanir við tökum. Með þessari ákvörðun, ef þetta verður úr, þá erum við að taka ákvörðum um að fórna íslenskri náttúru,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Sjónvarpsfrétt
125% meiri orku þarf fyrir orkuskiptin skv. skýrslu
Afla þyrfti yfir tvöfalt meiri raforku en nú er gert til að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og til þess að unnt sé að auka framleiðni. Þetta er niðurstaða starfshóps umhverfisráðherra. Ráðherra segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort reisa eigi stórar vatnsaflsvirkjanir. 
08.03.2022 - 21:29
Metfjöldi skipti um raforkusala
Formaður Neytendasamtakanna segir einsýnt að N1 rafmagn eigi að greiða oftekið gjald fyrir þrautavararafmagn fyrir allan tímann en ekki aðeins eftir 1. nóvember. Miklu fleiri skiptu um orkusala nú í janúar í en nokkrum stökum mánuði í fyrra.
02.02.2022 - 22:20
Landsnet: Orkuafhending gæti skerst í meðalári
Aukist raforkunotkun álíka mikið og opinberar spár ætla eru líkur á að strax á næsta ári þurfi að draga úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári. Vatnsskortur hefur leitt af sér skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda undanfarið og byggist það á samningum þess efnis.
Landsnet kynnir nýja leið fyrir Blöndulínu 3
Landsnet hefur nú kynnt nýja leið fyrir Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar er meðal annars fallið frá línulögn um Vatnsskarð og umdeilda leið um Efribyggð í Skagafirði sem mjög var gagnrýnd af landeigendum.
Sjónvarpsfrétt
Reyna að útvega raforku til íbúa á köldum svæðum
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir mikilvægt að vernda heimili og lítil fyrirtæki og tryggja að þau geti tekið þátt í orkuskiptum. Stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir að samfélög á köldum svæðum þurfi að grípa til olíukyndingar vegna skorts á raforku.  
Sendu raforkuframleiðendum neyðarkall
Raforkuframleiðendum hér á landi barst í vikunni neyðarkall frá Orkustofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, vegna yfirvofandi orkuskorts og mögulegri afhendingu raforku frá fyrsta febrúar til fyrsta júní.
20.01.2022 - 06:37
Sjónvarpsfrétt
Tryggja þarf að raforka fari raunverulega í orkuskiptin
Orkumálastjóri segir að tryggja verði að framtíðar raforka fari raunverulega í orkuskipti. Nú fái hæstbjóðandi raforkuna en tryggja þarf að almenningur fái notið hennar og til þess þurfi að breyta regluverkinu.
17.01.2022 - 19:26
Viðtal
Með orkusparnaði þurfi ekki að virkja 50% meira
Ekki er nauðsynlegt að virkja fimmtíu prósentum meira en nú til að ljúka orkuskiptum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Landverndar sem andmælir virkjunaráformum Landsvirkjunar. Þá verði fólk að sætta sig við færri utanlandsferðir.
Viðtöl
Innviðaráðherra telur nauðsynlegt að virkja meira
Innviðaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar segja að reisa þurfi nýjar virkjanir til að ljúka orkuskiptum á landi, lofti og sjó. Landsvirkjun telur að auka þurfi orkuöflun um fimmtíu prósent svo unnt verði að ná markinu.
Varar við hættu á orkuskorti verði ekkert að gert
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar varar við því að orkuskortur kunni að vera yfirvofandi verði ekkert að gert. Efirspurn eftir raforku verði meiri en framboðið sem leiði af sér að fyrirtæki fái ekki þá orku sem þau telja sig þurfa, orkuskipti gangi hægar og raforkuverð hækki meira enn ella væri.
Raforkunotkun í desember minni en fyrir 5 árum
Með tilkomu LED-pera og sparneytnari heimilistækja er raforkunotkun í desember ekki eins mikil og áður. Toppurinn í orkunotkun hefur færst frá aðfangadegi yfir á Þorláksmessu.
19.12.2021 - 18:30
Vill halda umræðunni um orkumál úr skotgröfunum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir skerðingar á sölu á raforku til ákveðinna notenda alvarlegt mál og þvert á aðgerðaáætlun Íslands í orkumálum og orkustefnuna.
11.12.2021 - 12:04
Óásættanlegt að milljarðar glatist á hverju ári
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir óviðunandi að milljarðar króna glatist á hverju ári þar sem flutningskerfi raforku sé ekki nægilega öflugt. Hann telur mikilvægt að einfalda þá ferla sem gilda um lagningu raforkulína.
08.12.2021 - 22:10
Sjónvarpsfrétt
Skerðingin hefur mikil áhrif á gagnaverin
Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerða raforkuafhendingu til stórnotenda hefur mikil áhrif á rekstur gagnavera. Nokkur þeirra hafa þegar þurft að skerða þjónustu vegna þessa.
07.12.2021 - 22:00
Sjónvarpsfrétt
Rafmagn fyrir 100.000 heimili í súginn árlega
Árlega fellur til ónýtt raforka sem samsvarar afkastagetu Kröfluvirkjunar vegna annmarka flutningskerfisins og það var fyrirsjáanlegt að Landsvirkjun þurfi nú að skerða afhendingu raforku til stórnotenda. Framkvæmdastjóri hjá Landsneti áætlar að á hverju ári tapist tíu milljarðar vegna ónægrar flutningsgetu raforku.
07.12.2021 - 19:38
Eins og að setja ofnana á fullt og opna gluggana
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að menn verði að vera samstíga um framhaldið í raforkumálum með ólíka hagsmuni að leiðarljósi, það er náttúruverndina og þeirra sem þurfi á orkunni að halda. Það sé ekki hægt að eyða fleiri árum eða kjörtímabilum í að rífast um hlutina.
07.12.2021 - 17:22
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Spegillinn
Gætum þurft að flytja inn dýrt rafeldsneyti
Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu segir mikilvægt að hefja strax undirbúning að framleiðslu rafeldsneytis. Ef það verði ekki gert gæti Ísland þurft að flytja inn dýrt rafeldsneyti. Hægt sé að nýta vindafl við framleiðsluna og framleiða allt að fimm þúsund megavött með vindorku.
09.11.2021 - 11:23