Færslur: rafmagnslínur

Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Mesta framkvæmdaár RARIK senn á enda
Stærstur hluti þeirra þeirra lína sem biluðu þegar um 140 staurar brotnuðu í illviðrinu eru komnir í jörð. Viðgerðir á dreifikerfi RARIK eftir ofviðrið 10. desember í fyrra stóðu langt fram eftir þessu ári. Veðrið olli jafnframt meiri truflunum á dreifingu orku en næstu þrjú ár á undan samanlagt.
11.12.2020 - 13:14
Myndskeið
Eitt ár frá óveðrinu mikla: Afhjúpaði veikleika
Eitt ár er í dag frá einhverju versta veðri hér á landi í áratugi. Ráðist hefur verið í fjölmargar framkvæmdir til þess að styrkja innviði sem brugðust í óveðrinu. Upplýsingafulltrúi Landsnets vonar að fyrirtækið sé betur í stakk búið til þess að takast á við álíka hamfarir í dag en fyrirtækið var þegar veðrið skall á. Hún segir að veðrið hafi afhjúpað veikleika í raforkukerfinu.
10.12.2020 - 22:25
Kröflulína 3 ekki tilbúin fyrr en í vor
Talsverðar tafir hafa orðið á framkvæmdum við Kröflulínu þrjú, nýja háspennulínu frá Kröflu austur í Fljótsdal, í kórónuveirufaraldrinum. Línan sem átti að vera tilbúin fyrir jól verður ekki tekin í notkun fyrr en í vor.
10.11.2020 - 12:04
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Myndskeið
Endurnýja dreifikerfið fyrir 1,6 milljarða á árinu
RARIK ætlar að endurnýja dreifikerfi sitt fyrir 1,6 milljarða á árinu. Rúmlega 300 kílómetrar af raflínum verða lagðir í jörðu. Sex hundruð milljónir verða nýttar í verkefni sem hefur verið flýtt meðal annars vegna óveðursins í desember og brothættra byggða í Skaftárhreppi.
02.06.2020 - 12:01
Meta hvaða leið skuli fara með Blöndulínu 3
Hjá Landsneti er nú unnið að því að meta hvaða leið skuli fara við lagningu Blöndulínu 3, nýrrar háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar. Þessi vinna fylgir nýju mati á umhverfisáhrifum þar sem haft er samráð við landeigendur og fleiri sem eiga hagsmuna að gæta.
09.03.2020 - 14:58
Samsláttur á línum olli rafmagnsleysi nyrðra
Rafmagn fór af Húnavallalínu um klukkan hálf tíu í morgun og olli rafmagnsleysi á Húnavöllum og Svínadal að vestanverðu. Rafmagn komst aftur þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í ellefu. 
14.01.2020 - 11:07
Rafmagn komið á flesta bæi
Rafmagn er komið á að nýju í Miðdölum og á Skógarströnd en þar fór rafmagn af á ellefta tímanum í gær. Einn er enn án rafmagns á Svalbarðsströnd í Eyjafirði en þar fór rafmagn af á tólfta tímanum.
14.01.2020 - 09:25
Landsnet varar við álagi á flutningskerfið vegna veðurs
Landsnet gerir ráð fyrir að veðrið muni hafa áhrif á flutningskerfi rafmagns vegna vinds og ísingar, þar sem „enn ein lægðin nálgast landið,“ eins og segir í tilkynningu Landsnets.
13.01.2020 - 15:34
Gera ráð fyrir að setja straum á Dalvíkurlínu í dag
Enn er gert ráð fyrir að Dalvíkurlína fari í rekstur á nýjan leik eftir viðgerð í dag. Viðgerðin sóttist vel í gær þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Tugir stæða eyðilögðust á línunni í óveðrinu í síðustu viku og rafmagnslaust varð víða á Tröllaskaga vegna þess.
18.12.2019 - 11:33
Sjúkrahúsið á Akureyri gengur á varaafli
Sjúkrahúsið á Akureyri gengur nú á varaafli og hefur gert síðan óveðrið skall á fyrir um viku síðan. Bilun í búnaði varð til þess að ekki var hægt að tengjast aftur við landsnetið. Rafmagnslaust var á sjúkrahúsinu í 22 mínútur.