Færslur: rafmagnslína

Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Meta hvaða leið skuli fara með Blöndulínu 3
Hjá Landsneti er nú unnið að því að meta hvaða leið skuli fara við lagningu Blöndulínu 3, nýrrar háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar. Þessi vinna fylgir nýju mati á umhverfisáhrifum þar sem haft er samráð við landeigendur og fleiri sem eiga hagsmuna að gæta.
09.03.2020 - 14:58
RARIK boðar truflanir vegna viðgerða
Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan. RARIK hefur boðað rafmagnsleysi og truflanir vegna viðgerða á raflínum í dag.
17.12.2019 - 14:17
Áfram unnið að viðgerðum
Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan. Rafmagnslaust er í Vestur-Húnavatnssýslu, leitað er að bilunum.
17.12.2019 - 12:42
Verið að skella skuldinni á aðra
Framkvæmdastjóri Landverndar segir að orkufyrirtækin séu að skella skuldinni á einhverja aðra en þá sem eigi hana. Ábyrgðin sé hjá fyrirtækjunum sem séu í ríkiseign. Hún segir hins vegar að vel megi skoða breytingar á leyfisveitingakerfinu vegna lagningar raflína.
16.12.2019 - 17:00
Silfrið
„Við sáum alveg fyrir að það myndi ýmislegt gerast“
„Okkar ábyrgð er gríðarlega mikil og í lögum eigum við að tryggja öllum almenningi jafnt aðgengi að rafmagni. Vegna þess að við komumst ekki nógu hratt í framkvæmdir þá eigum við í vandræðum með að uppfylla okkar kröfur. Við verðum að komast í að framkvæma til þess að geta uppfyllt okkar skyldur,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
15.12.2019 - 14:57
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.
Kröflulína fjögur tilbúin innan mánaðar
Nú styttist í að prófanir hefjist á raflínum til og frá Þeistareykjavirkjun. Nær öll möstur í Kröflulínu 4 hafa nú verið reist og búið er að reisa meirihluta mastra í Þeistareykjalínu 1. Spennu verður hleypt á Kröflulínu 1 í næsta mánuði.
18.08.2017 - 14:27
Undirbúa lagasetningu vegna Bakka
Stjórnarráðið er að leita leiða til að komast hjá þeim vandamálum sem upp koma ef lagning háspennulína frá Þeistareykjavirkjun tefst eða verður bönnuð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
10.09.2016 - 03:54
Nær sjötug rafmagnslína tekin niður
Gamla rafmagnslínan á milli Hellu og Hvolsvallar er nú að hverfa. Nýr jarðstrengur tók við hlutverki línunnar fyrir mánuði. Það kostar rúmar 500 milljónir króna að leggja jarðstrenginn og taka niður gömlu línuna, segja talsmenn Landsnets, sem stendur að verkinu.
08.10.2015 - 18:32