Færslur: rafmagnsleysi

Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í kvöld og er keyrt á varaafli og smærri virkjunum í kerfinu jafnt á sunnanverðum Vestfjörðum sem norðanverðum. Unnið er að leit, greiningu og viðgerðum.
11.01.2020 - 23:52
Rafmagnslaust við norðanverðan Eyjafjörð
Rafmagnslaust varð á Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Grenivík um klukkan hálf fjögur í dag. Rafmagn komst á aftur á Ólafsfirði upp úr klukkan fjögur og á Siglufirði um klukkan hálf fimm. Skömmu fyrir sjö var komið á rafmagn aftur á þessum slóðum aftur. Hins vegar varð rafmagnslaust í Svarfaðardal. Þar er gert ráð fyrir að rafmagn komist á aftur ekki síðar en um klukkan hálf sjö.
10.01.2020 - 16:16
Vestfirðir keyrðir á varaafli
Geiradalslína sem liggur á milli Geiradals og Glerárskóga leysti út rétt fyrir klukkan þrjú. Við það fór rafmagn af öllum Vestfjörðum. Rafmagn komst fljótlega á aftur en íbúar á Hólmavík, í Reykhólasveit og hluta Barðastrandar urðu að bíða ögn lengur en aðrir. Rafmagnskerfið á Vestfjörðum er nú keyrt á varaafli.
10.01.2020 - 15:08
Selta veldur rafmagnstruflunum
Bilun kom upp í rafmagnsdreifingu Rarik í Reynishverfi í Mýrdal í hádeginu. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik orsakaðist bilunin af seltu í stæðu og datt rafmagn út í nokkrar mínútur. Rafmagn var tekið af Mýrdalnum í nokkrar mínútur nú á fjórða tímanum til þess að hreinsa seltuna. Allir notendur eiga nú að vera komnir með rafmagn.
08.01.2020 - 17:05
Dalvíkingar stinga jólaseríum í samband
Atvinnulíf er að komast í samt horf aftur í Dalvíkurbyggð eftir um viku rafmagnsleysi. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk í gær. Hægt og rólega er slökkt á varaaflsvélum og íbúarnir stinga jólaseríunum í samband.
19.12.2019 - 13:54
Sjúkrahúsið á Akureyri gengur á varaafli
Sjúkrahúsið á Akureyri gengur nú á varaafli og hefur gert síðan óveðrið skall á fyrir um viku síðan. Bilun í búnaði varð til þess að ekki var hægt að tengjast aftur við landsnetið. Rafmagnslaust var á sjúkrahúsinu í 22 mínútur.
RARIK boðar truflanir vegna viðgerða
Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan. RARIK hefur boðað rafmagnsleysi og truflanir vegna viðgerða á raflínum í dag.
17.12.2019 - 14:17
Rafmagnslaust á Vestfjörðum
Bilun er í spenni í Guðlaugsvík í Hrútafirði og rafmagnslaust er frá Guðlaugsvík að Broddanesi í Kollafirði. Nokkrir bæir eru án rafmagns. Varaaflskeyrslu á Vestfjörðum lauk í gær.
17.12.2019 - 14:04
Áfram unnið að viðgerðum
Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan. Rafmagnslaust er í Vestur-Húnavatnssýslu, leitað er að bilunum.
17.12.2019 - 12:42
Aftur rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu
Rafmagnslaust er nú á svæðinu frá Hvammstanga að Vigdísarstöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka í Húnaþingi, samkvæmt tilkynningu frá RARIK. Verið er að leita að bilunum í Vestur-Húnavatnssýslu og búið er að koma rafmagni á Miðfjörð og Hrútafjörð frá Hrútatungu að Reykjaskóla og á Heggstaðanesi.
17.12.2019 - 10:14
„Vorum í tæpa viku án ljóss og hita“
Rafmagnslaust var á bænum Ketu á Skaga frá hádegi á þriðjudag til klukkan fimm í gær. Þar býr fjögurra manna fjölskylda sem var orðin ansi þreytt á ástandinu.
16.12.2019 - 16:51
Afhendingaröryggi ekki tryggt með lagningu jarðstrengja
Lengdatakmarkanir jarðstrengja á hæstu spenntustigum flutningskerfa raforku leiðir af sér að notkun svo stuttra jarðstrengskafla mun ekki hafa veruleg áhrif á afhendingaröryggi, raforkuverð, umhverfiskostnað eða byggðaþróun.
16.12.2019 - 12:36
Rafmagn komið í Hrútafirði en farið í Blöndudal
Rafmagn er komið á aftur alstaðar sem því var slegið út á meðan verið var að hreinsa seltu af spennivirkinu í Hrútatungu og tengja það aftur við dreifikerfið. Hins vegar varð bilun nokkru austar á tíunda tímanum í gærkvöld og rafmagn fór af Langadal, Blöndudal og Svartárdal, og er unnið að bilanaleit og viðgerðum.
16.12.2019 - 05:24
Silfrið
„Við sáum alveg fyrir að það myndi ýmislegt gerast“
„Okkar ábyrgð er gríðarlega mikil og í lögum eigum við að tryggja öllum almenningi jafnt aðgengi að rafmagni. Vegna þess að við komumst ekki nógu hratt í framkvæmdir þá eigum við í vandræðum með að uppfylla okkar kröfur. Við verðum að komast í að framkvæma til þess að geta uppfyllt okkar skyldur,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
15.12.2019 - 14:57
Rafmagn komið á í Húnaþingi vestra
Rafmagnslaust varð í Húnaþingi vestra rétt fyrir klukkan átta í morgun eftir að bilun varð í landskerfinu í Hrútatungu. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik ættu allir notendur að vera komnir aftur með rafmagn. Hægt sé að rekja bilunina til afleiðinga óveðursins í vikunni.
15.12.2019 - 08:59
Spegillinn
Svarfaðardalur: „Það þarf að spyrja ýmissa spurninga“
Varaaflsstöðvar eru komnar á flest ef ekki öll kúabú í Svarfaðardal en enn sér ekki fyrir endann á rafmagnsleysinu. Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri. Margir bæir hafa misst allt samband við umheiminn. Björgunarsveitir hafa unnið að því að flytja varaaflsstöðvar á kúabú og bændur hafa hjálpast að við að mjólka. Á sumum bæjum er hitað með rafmagni og því orðið kalt í húsum. 
12.12.2019 - 19:33
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.
Rafstöðvar rjúka út eins og heitar lummur
Rafstöðvar rjúka út á Norðurlandi. „Annað hvert símtal í dag hefur verið um rafstöðvar,“ segir sölustjóri Þórs hf. á Akureyri. Rafmagnsleysi og flökt undanfarna tvo daga hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og ollið tjóni víða.
12.12.2019 - 13:38
Enn straumlaust í Norðurfirði og þak fauk af
Á Vestfjörðum er alls staðar komið á rafmagn – utan Árneshrepps á Ströndum. Vestfjarðarlína er komin í rekstur á ný en Breiðadalslína 1 á norðanverðum Vestfjörðum er enn biluð og varaaflstöð í Bolungarvík því keyrð áfram. Í Árneshreppi hefur verið straumlaust í tvo daga og er það enn.
12.12.2019 - 12:57
„Mikið borðað af skyri síðustu daga“
Margir bæir í Grýtubakkahreppi eru enn rafmagnslausir þó rafmagn sé komið á Grenivík. Á jörðinni Fagrabæ liggja raflínur niðri. Þeir bændur sem fréttastofa náði tali af taka stöðunni þó með stóískri ró.
12.12.2019 - 11:23
Fimm­tíu manns í fjölda­hjálp­ar­stöðinni á Dalvík
Um fimm­tíu manna hópur dvaldi í fjölda­hjálp­ar­stöð í grunn­skól­an­um á Dal­vík í nótt. Þar er fólki boðið upp á mat og kaffi.
12.12.2019 - 09:55
Reyna að tengja varðskipið Þór við Dalvík sem varaafl
Það er enn rafmagnslaust á Ólafsfirði, Dalvík og Siglufirði. Þar tókst að byggja upp raforkukerfið í gærkvöldi en það hrundi í nótt og nú er verið að koma því af stað á ný. Varðskipið Þór er nú á leið til Dalvíkur en reyna á að tengja það landi nota sem varaaflstöð fyrir bæjarfélagið.
12.12.2019 - 08:56
Enn víða rafmagnslaust á Norðurlandi
Enn er víða rafmagnslaust eftir óveðrið sem gekk yfir landið síðustu tvo daga. Rafmagnslaust er á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og rafmagn er enn skammtað á Sauðárkróki. Hvammstangi, Laugarbakki, Miðfjörður og Vatnsfjörður og reyndar öll Vestur-Húnavatnssýsla er enn án rafmagns, nema sjúkrahúsið á Hvammstanga, því starfsmönnum Rarik tókst að koma rafmagni þangað eftir miklum krókaleiðum og með ærinni fyrirhöfn.
12.12.2019 - 07:30
Spegillinn
Rafmagnsleysið nú á sér engin fordæmi
Framkvæmdastjóri hjá Landsneti segir að rafmagnsleysið sem fylgdi veðrinu í gær og í dag eigi sér engin fordæmi. Það sé mjög víðfeðmt og elstu menn muni ekki eftir öðru eins ástandi.
11.12.2019 - 17:06
Rafmagn komið á að nýju á Austurlandi
Rafmagn er nú komið aftur á stóran hluta Austurlands samkvæmt, upplýsingum frá Lögreglunni á Austurlandi. Veður er þó enn slæmt á þessum slóðum og er fólk hvatt til að halda sig innandyra meðan það gengur yfir.
11.12.2019 - 15:01