Færslur: Rafmagnslaust

Rafmagnslaust í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal
RARIK tilkynnti um rafmagnsbilun í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal. Bilunin varð klukkan 11:20 þegar rofnaði. Unnið er að því að finna orsök bilunarinnar og er fólk beðið um að hafa samband við svæðisvakt RARIK á Norðurlandi í síma 528-9690 ef það hefur einhverjar upplýsingar eða hefur orðið vart við eitthvað sem kynni að skýra bilunina.
02.07.2021 - 12:45
Varnarbúnaður virkaði vitlaust og truflaði viðgerðir
Bilun í háspennubúnaði á tveimur stöðum í Grindavík olli rafmagnsleysi í Grindavík og nágrenni í gær sem varði í sjö klukkustundir, og sums staðar lengur. Egill Þorsteinn Sigmundsson, sviðstjóri rafmagnssviðs HS Veitna, segir að varnarbúnaður, svokölluð mismunastraumsvörn, sem sló út rafmagni í Grindavík og Svartsengi hafi virkað vitlaust og að það hafi gert HS veitum erfitt fyrir að greina bilunina.
06.03.2021 - 09:40
Rafmagnslaust á tíu sveitabæjum og ekki hægt að mjólka
Rafmagnslaust er á um sveitabæjum í Fitjárdal í Húnaþingi vestra. Bændur geta ekki mjólkað og það getur skaðað skepnurnar. Bóndinn í Ytri-Valdarási segist verða að geta mjólkað fyrir hádegi svo að kýrnar fái ekki júgurbólgu.
15.02.2021 - 09:11
Rafmagnslaust á Vopnafirði í nótt - Nota varaafl
Bilun í Vopnafjarðarlínu sló út rafmagni í öllum Vopnafirði um hálffjögurleytið í nótt. Klukkutíma síðar voru allir íbúar komnir með rafmagn framleitt með varaafli sem enn er notast við. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik má búast við að varaafl verði keyrt fram eftir degi, þar til Landsnet hefur fundið orsök bilunarinnar og gert við línuna.
14.02.2021 - 12:55