Færslur: Rafhlaupahjól

Yfirlæknir furðar sig á rafskútunotkun barna
Maður slasaðist á höfði þegar hann datt af rafskútu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Slysum hefur fjölgað hratt undanfarin misseri en hátt í tveir á dag leituðu til bráðamóttöku í fyrrasumar vegna rafskútuslysa.
22.05.2021 - 17:45
Myndskeið
Líkja ástandinu við villta vestrið og óttast stórslys
Íbúar í efri byggðum Kópavogs eru uggandi yfir ógætilegum akstri ungmenna á léttum bifhjólum á göngustígum í hverfinu. Foreldri lýsir ástandinu eins og villta vestrinu og að nauðsynlegt sé að bregðast við áður en illa fer.
Talsvert um ógætilegan vespuakstur unglinga
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist töluvert margar tilkynningar um ógætilegan akstur unglinga á vespum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar.
28.07.2020 - 16:20
52 þúsund hafa sótt Hopp-appið
52 þúsund manns hafa skráð sig inn í smáforrit rafhlaupahjólaleigunnar Hopp. Tæp níutíu prósent þeirra hafa skráð sig inn í forritið með íslensku símanúmeri. Hopp hóf rekstur í fyrrahaust og hefur notendum fjölgað jafnt og þétt. Hjólunum hefur verið ekið samtals hátt í 500 þúsund kílómetra. 
13.07.2020 - 07:00