Færslur: Rafbílavæðing

Ekkert mál að ferðast um landið á rafbíl
Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir vel hægt að ferðast hringinn í kringum landið á rafbíl. Rafbílaeigandi sem ók frá Selfossi til Akureyrar segir ekkert mál að ferðast um landið á rafbíl.
29.06.2021 - 14:59
Drægni rafbíla er minnst á Íslandi
Lágt meðalhitastig hér á landi veldur því að hvergi á OECD-svæðinu er drægni rafbíla minna, að því er kemur fram í Fréttablaðinu. Ástæðan er sú að í kulda er rafhitun notuð í meira mæli.
„Íslendingar virðast taka vel í þessa nýju tækni"
Framkvæmdarstjóri Orkuseturs segir að allt bendi til þess að markmið stjórnvalda um 40 prósenta hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa árið 2030 náist án vandkvæða. Hröð rafbílavæðing skipti það höfuðmáli.
04.06.2021 - 11:32
Íslendingar ná markmiði um endurnýjanlega orku
Árið 2020 voru 11,4% allra orkugjafa í samgöngum á Íslandi orðnir endurnýjanlegir. Þetta er í samræmi við markmið sem stjórnvöld settu sér fyrir tíu árum um að minnst 10% orkugjafa yrðu endurnýjanlegir.
Hlutfall nýskráðra nýorkubíla næsthæst á Íslandi
Hlutfall nýskráðra nýorkubíla hér á landi var 45% árið 2020. Þar með er Ísland með næstmesta hlutdeild þegar kemur að kaupum slíkra bíla, næst á eftir Noregi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Trading Platforms gerði um sölu endurhlaðanlegra bíla um allan heim. 
25.05.2021 - 14:12
Augu fólks að opnast fyrir uppbyggingu vega á hálendinu
Með því að byggja upp hálendisvegi gætu fleiri skoðað og notið hálendisins. Jafnframt kæmi það í veg fyrir utanvegaakstur, skemmdir á bílum og rykmengun. Stofnvegir á hálendinu eru fjórir; Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldidalur, samtals 480 kílómetrar.
Hreinir rafbílar 23,2% nýskráðra það sem af er ári
Nýskráningar bifreiða á Íslandi fyrstu tvo mánuði ársins eru 1.133 en á sama fyrir ári voru skráðir 1.403 nýir bílar. Í janúar voru skráðir 579 nýir bílar og 554 í febrúar. Samdráttur í nýskráningum milli ára er því um 19,2%. 
Spegillinn
Sér ekki fyrir sér rafhlöðuknúna júmbóþotu
Framkvæmdastjóri NýOrku segist hvorki sjá fyrir sér júmbóþotu fljúga um á rafhlöðum né heldur að frystitogarar verði knúnir áfram með rafhlöðum í framtíðinni. Eftirspurn eftir vetni sé þó að aukast og fyrirspurnir berist frá útlöndum um möguleika á útflutningi á vetni.
03.02.2021 - 09:15
Afnámi ívilnunar við kaup tengiltvinnbíla frestað
Alþingi hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í dag.
17.12.2020 - 05:38
Segir rafbílavæðingu tvöfalda raforkunotkun heimsins
Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla segir að ef rafbílavæða eigi bílaflota heimsins tvöfaldist raforkunotkun á heimsvísu. Nauðsyn sé að auka raforkuframleiðslu með grænum aðferðum til að anna aukinni eftirspurn.
01.12.2020 - 23:55
Leggja til að borgin rukki fyrir rafbílahleðslur
Til skoðunar er að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu rafbíla á hleðslustöðvum sem Reykjavíkurborg rekur í miðborginni. Ekki liggur fyrir hversu mikið það myndi kosta, en ástæðan er meðal annars sú að hingað til hefur borgin verið að bjóða gjaldfría þjónustu sem þarf að greiða fyrir hjá ýmsum fyrirtækjum.
29.10.2020 - 13:41
„Gaman að sjá að Tesla hefur mikla trú á markaðnum hér“
Raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla mun í næstu viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði. Stöðin er tæp­lega 70% afl­meiri en aðrar hlöður sem settar hafa verið upp hér á landi. Um 900 Teslur eru nú á Íslandi.
28.10.2020 - 13:55
300 megawött til að ná Paríasarsamkomulaginu
Til að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð er áætlað að tveir af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir árið 2030. Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðaleyðsla rafbíla er um 20 kílöwött á hverja ekna 100 kílómetra.
09.09.2020 - 17:00
Hætta vonandi að slást með köplum og leiðslum
„Þetta er mikil réttarbót og vonandi hætta menn nú að slást með köplum og leiðslum,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, um breytingar á lögum um fjöleignarhús sem samþykktar voru í vikunni og eiga að liðka fyrir rafbílavæðingu.
11.06.2020 - 13:20
Þurfa ekki samþykki annarra íbúa fyrir hleðslubúnaðinum
Íbúar fjölbýlishúsa þurfa ekki samþykki annarra eigenda hússins til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla.
11.06.2020 - 07:57
Metfjöldi rafbíla skráður hér á landi í janúar
Aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í janúar, á meðan skráning á dísil- og bensínbílum dregst saman. Framkvæmdastjóri Orkuseturs telur að rafbílaeign eigi eftir að aukast mikið á þessu ári og þá styttist í sölu á notuðum rafbílum.
03.02.2020 - 14:07
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur veitt styrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið fyrir 227 milljónir króna. Samtals ná styrkirnir til 43 hleðslustöðva og eru nýju stöðvarnar talsvert öflugri en hinar fyrri.
11.11.2019 - 16:00
Tíu ár í bann við nýjum bensín- og díselbílum
Aðeins eru rúm tíu ár þar til nýir bensín- og dísilbílar verða bannaðir. Ákvörðun fólks um hvernig bíl það kaupir hefur áhrif á alla þjóðina, segir framkvæmdastjóri Orkuseturs og vísar til skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Áfram verði að byggja upp innviði til að auðvelda orkuskipti í samgöngum.
25.05.2019 - 19:00
Tuttugu sinnum fleiri rafbílar nú en árið 2015
Tuttugu sinnum fleiri raf- og tvinnbílar eru á götum landsins nú en fyrir fjórum árum. Hlutfall bílanna af heildarbílaflota landsmanna fer sífellt stækkandi og er nú um þrjú prósent. Stór hluti þingmanna á raf- eða tvinnbíl.
21.05.2019 - 20:53
Tesla fundaði með OR um hraðhleðslustöðvar
Tesla, bandaríski bíla- og tækniframleiðandinn, hefur átt í samræðum við Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um að eiga í samstarfi með hraðhleðslustöðvar hér á landi fyrir rafbíla. Hleðslustöðvar Teslu hlaða hraðar en aðrar hraðhleðslustöðvar.
Sala rafbíla heldur velli þrátt fyrir samdrátt
Sala nýrra bíla dregst nokkuð saman milli ára, hún var um sextán prósentum minni í ár en í fyrra. Sala rafmagnsbíla heldur hins vegar velli og ef svokallaðir tengiltvinnbílar eru taldir með eykst sala á rafmagnsknúnum bílum milli ára. Í fyrra var slegið met í skráningum nýrra fólksbíla, enda uppsöfnuð þörf talsverð að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Forstöðumaður greiningardeildar Arionbanka býst við meiri stöðugleika í greininni en verið hefur undanfarin ár.
30.12.2018 - 18:52
„Slást með köplum og leiðslum“ út af rafbílum
Skeggöld og skálmöld er í uppsiglingu í fjölbýlishúsum vegna rafbílavæðingarinnar að mati formanns Húseigendafélagsins. Hann segir að orð um rafbílavæðingu séu fögur en innihaldslítil ef ekki sé farið að huga að innviðum. Stjórnvöld bregðist of seint við þróuninni.
13.11.2018 - 22:26
Fréttaskýring
Ekki tilbúin undir raf­bíla­væðinguna
Það virðast allir sammála um að tíminn sé loksins kominn – það á að rafbílavæða landið. Hljómar gáfulega - að nota innlendan orkugjafa í stað mengandi, innflutts jarðefnaeldsneytis og stuðla að því að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum.
13.11.2018 - 20:00
Ódýrara að reka rafbíl
Ríkisstjórnin stefnir að því að banna nýskráningu bíla sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu eftir árið 2030. Núllið talaði við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
13.09.2018 - 13:11
Tesla flýr tollastríð og framleiðir í Kína
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur komist að samkomulagi við borgaryfirvöld í Sjanghæ í Kína um að setja þar á stofn verksmiðju og framleiða 500.000 rafbíla á ári.
10.07.2018 - 15:05