Færslur: Rafael Grossi

Slökkt á síðasta virka kjarnaofni Zaporizhzhia-versins
Úkraínustjórn tilkynnti í nótt að slökkt hefði verið á sjötta kjarnaofni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia . Með því leggst af öll raforkuframleiðsla í þessu stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkisorkufyrirtækisins Energoatom og að undirbúningur sé hafinn að kælingu ofnsins.
Segja ástandið við Zaporizhzhia sífellt ótryggara
Ástandið í og við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu verður æ ótryggara að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á staðnum. Kjarnorkuslys gæti verið yfirvofandi.
Bygging kjarnorkuversins hafi orðið fyrir hnjaski
Sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segja greinilegt að byggingin, sem hýsir kjarnorkuverið í Zaporizhzia í Úkraínu, hafi orðið fyrir hnjaski í átökunum sem þar hafa geysað undanfarnar vikur. Þeir segja öryggi byggingarinnar hafa verið spillt margsinnis og enn séu aðstæður þar ótraustar.
Vilja varanlega viðveru eftirlitsfólks í Zaporizhzhia
Eftirlitssveit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar ætlar að sækjast eftir áframhaldandi viðveru við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu að loknum eftirlitsleiðangrinum sem nú stendur yfir. Fjórtán sérfræðingar stofnunarinnar eru á leið að kjarnorkuverinu, sem hefur verið á valdi rússneska hersins síðan á fyrstu vikum stríðsins.
Eftirlitsteymi á leið að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia
Eftirlitsteymi frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni hefur lagt af stað að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í suður Úkraínu. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, sagði sex mánaða undirbúning að baki og mikið væri í húfi.
Fulltrúar kjarnorkumálastofnunar halda til Zaporizhzhia
Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er á leið til Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu ásamt eftirlitsteymi. Hann greindi frá þessu í morgun og sagði hópinn komast að verinu síðar í vikunni.
Zelensky varar áfram við ógnum kjarnorkuslyss
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti varar enn við því að meiriháttar kjarnorkuslys geti orðið í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu. Slíkt óhapp gæti skapað alvarlega ógn fyrir alla Evrópu. Þetta áréttaði forestinn í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld.
Ræddu um mikilvægi öryggis umhverfis Zaporizhzhia
Varnarmálaráðherra Rússlands og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddu í dag um stöðu öryggismála umhverfis úkraínska Zaporizhzhia kjarnorkuverið. Harðir bardagar hafa staðið vikum saman allt umhverfis verið og sprengjugnýrinn er nánast stanslaus.
Fjöldi ríkja krefst þess að Rússar sleppi kjarnorkuveri
Fjöldi ríkja krefst þess að Rússar afhendi Úkraínumönnum Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuver Evrópu, að nýju. Hætta á stórslysi tengdu verinu vex dag frá degi að mati Dmytro Orlov borgarstjórans í Energodar, þar sem verið stendur.