Færslur: Raf- og hljóðbækur

VIÐTAL
Var hljóðvillt sem barn en hefur lesið inn 500 bækur
Þórunn Hjartardóttir hefur lesið inn heilar 500 bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands. Enginn hefur lesið viðlíka fjölda bóka inn á upptökur hér á landi. Sem barn átti hún erfitt með að greina á milli hljóða og þurfti að fá aðstoð talmeinafræðings.
01.12.2020 - 16:04
Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
Segir sölu Forlagsins hafa komið öllum í opna skjöldu
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir kaup sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, hafa komið rithöfundum í opna skjöldu enda hafi útgáfuréttur á íslenskum verkum fylgt með. Hún segir ekki tímabært að sambandið bregðist opinberlega við. Stjórnin fundi um málið í fyrramálið.
Sextíu og tvö aðildarsöfn í Rafbókasafninu
Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu en þar má finna rúmlega 3.000 rafbækur og 600 hljóðbækur, flestar á ensku í formi rafbóka.
Fréttaskýring
Hljóðbækur: Skortur þrátt fyrir kampavínstölur
Viðskiptavinir nýs Rafbókasafns á netinu virðast sólgnir í rafbækur, sérstaklega hljóðbækur. Þeir verða þó að láta sér enskar bækur duga. Íslenskar rafbækur safnsins eru örfáar. Hljóðbókasafn Íslands gefur út yfir 200 hljóðbækur á ári hverju en þær eru ekki ætlaðar almenningi. Formaður stjórnar félags bókaútgefenda segir hljóðbókina ekki hafa náð sér á strik hér á landi og telur umsvif Hljóðbókasafns Íslands eiga á því einhverja sök. 
22.08.2017 - 17:38