Færslur: Raf- og hljóðbækur

Spegillinn
Íslensk bókasöfn lána aðallega út hljóðbækur á ensku
Hljóð- og rafbækur sem íslensk bókasöfn lána út eru flestar á ensku því ekki hafa náðst samningar við íslenska bókaútgefendur. Björk Hólm Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna segir að það sé hæpið að berjast fyrir því að íslensk börn lesi meira þegar aðgengi þeirra að hljóð- og rafbókum sé heft. Samtökin hafa nú beðið menntamálaráðherra um aðstoð.
VIÐTAL
Var hljóðvillt sem barn en hefur lesið inn 500 bækur
Þórunn Hjartardóttir hefur lesið inn heilar 500 bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands. Enginn hefur lesið viðlíka fjölda bóka inn á upptökur hér á landi. Sem barn átti hún erfitt með að greina á milli hljóða og þurfti að fá aðstoð talmeinafræðings.
01.12.2020 - 16:04
Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
Segir sölu Forlagsins hafa komið öllum í opna skjöldu
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir kaup sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, hafa komið rithöfundum í opna skjöldu enda hafi útgáfuréttur á íslenskum verkum fylgt með. Hún segir ekki tímabært að sambandið bregðist opinberlega við. Stjórnin fundi um málið í fyrramálið.
Sextíu og tvö aðildarsöfn í Rafbókasafninu
Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu en þar má finna rúmlega 3.000 rafbækur og 600 hljóðbækur, flestar á ensku í formi rafbóka.
Fréttaskýring
Hljóðbækur: Skortur þrátt fyrir kampavínstölur
Viðskiptavinir nýs Rafbókasafns á netinu virðast sólgnir í rafbækur, sérstaklega hljóðbækur. Þeir verða þó að láta sér enskar bækur duga. Íslenskar rafbækur safnsins eru örfáar. Hljóðbókasafn Íslands gefur út yfir 200 hljóðbækur á ári hverju en þær eru ekki ætlaðar almenningi. Formaður stjórnar félags bókaútgefenda segir hljóðbókina ekki hafa náð sér á strik hér á landi og telur umsvif Hljóðbókasafns Íslands eiga á því einhverja sök. 
22.08.2017 - 17:38