Færslur: R Kelly

Þetta helst
Ferill og fall R Kelly
Bandaríski tónlistarmaðurinn og stórstjarnan R Kelly var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Það má færa rök fyrir því að þessi þrjátíu ára dómur sé nánast ljóðrænn að því leytinu til að Kelly virðist hafa fengið að stunda níðingsskap sinn svo til óáreittur í einmitt þrjátíu ár, allan sinn farsæla tónlistarferil. Þetta helst skoðaði mál R Kelly.
01.07.2022 - 14:56
R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi
Bandaríski söngvarinn R. Kelly hefur verið dæmdur til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa stýrt kynferðisglæpahring þar sem bæði konur og börn voru misnotuð kynferðislega.
29.06.2022 - 19:53
R. Kelly gæti átt yfir höfði sér áratuga fangelsi
Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly gæti átt yfir höfði sér áratuga fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring í áraraðir. Kelly, sem var sakfelldur fyrir níu mánuðum, verður leiddur fyrir dómara í dag. Þá verður loks kveðinn upp dómur en dómsuppkvaðningu hefur verið frestað nokkrum sinnum.
R. Kelly kærður fyrir kynferðisofbeldi
Söngvarinn R. Kelly hefur verið kærður af konunni Faith A. Rogers fyrir kynferðisofbeldi, frelsissviptingu og að smita hana af kynsjúkdómi þegar hún var 19 ára að aldri. Þetta er nýjasta ásökunin af mörgum, á hendur söngvaranum, sem er sagður halda ungum blökkukonum í eins konar kynlífsánauð.
22.05.2018 - 19:03