Færslur: Quentin Tarantino

Gagnrýni
Tarantino streitist á móti breyttum tímum
„Tímarnir eru að breytast og Tarantino virðist meðtaka það en hálfstreitast á móti og er Once Upon a Time vitnisburður um það,“ segir kvikmyndarýnir Tengivagnsins um níundu kvikmynd leikstjórans sem gerist í Hollywood ársins 1969.
Ekki dæmigerður Tarantino en ber einkenni hans
Nýjasta kvikmynd Quentins Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, verður frumsýnd á Íslandi í vikunni. Hún fjallar um atburði sem gerðust fyrir sléttum fimmtíu árum. Arnmundur Ernst Bachman segir myndina ekki beint í anda Tarantino þó í henni séu sterk höfundareinkenni.
Fyrsta stiklan úr nýju Tarantino-myndinni
Í dag var frumsýnd fyrsta stiklan úr Once Upon a Time in Hollywood, nýjustu kvikmynd bandaríska leikstjórans Quentins Tarantinos sem gerist í Hollywood árið 1969 þegar Manson-morðin voru framin.
Tarantino: „Ein mesta eftirsjá lífs míns“
Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa hafa séð eftir því alla tíð síðan að hafa látið Umu Thurman keyra bláan blæjubíl við tökur á myndinni Kill Bill, en ekki látið áhættuleikara eftir aksturinn.
06.02.2018 - 18:11
Bíóást: „Svalasta mynd allra tíma“
„Myndin þótti alltof ofbeldisfull, sagan er ekki sögð í tímaröð og persónurnar eiga í mjög löngum skrýtnum samtölum,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar um Reservoir Dogs en RÚV sýnir þessa fyrstu mynd Quentins Tarantinos klukkan 21:55 á laugardagskvöldið.
02.02.2018 - 16:20
DiCaprio í mynd Tarantino um Charles Manson
Leonardo DiCaprio fer með hlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino sem fjallar um glæpamanninn alræmda Charles Manson. DiCaprio fer þó ekki með hlutverk Mansons heldur mun hann leika atvinnulausan og miðaldra leikara. Myndin er fyrsta mynd Tarantino eftir að hann sleit samstarfi við framleiðslufyrirtæki Harvey Weinsteins.