Færslur: QAnon

Myndskeið
Greiða í kvöld atkvæði um að víkja Greene frá störfum
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir í kvöld atkvæði um að meina þingkonu Repúblikana nefndarstörf vegna hatursfullra ummæla og samsæriskenninga. Demókratar vilja reka hana af þingi.
04.02.2021 - 22:35
Örskýring
Hvað er QAnon og hvaðan kemur þessi samsæriskenning?
Ef þú þekkir einhvern sem er sannfærður um að tilgangurinn með forsetatíð Donalds Trump hafi verið að frelsa mannkynið úr viðjum spilltra embættismanna og að víðtækt kosningasvindl sé ástæðan fyrir því að hann tapaði í kosningunum í nóvember, þá er líklegt að viðkomandi trúi samsæriskenningum sem kenndar eru við QAnon. 
04.02.2021 - 13:42
Viðtal
Hættulegri hópar grípa gæsina þegar QAnon er úthýst
Afleiðingarnar geta verið alvarlegar þegar samskiptamiðlar loka á breiðan hóp fólks sem hefur áhuga á samsæriskenningum, segir Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður. Hópurinn tvístrist og geti leitað í opinn faðm hættulegri öfgahópa.
25.01.2021 - 13:26
Upplausn í herbúðum QAnon eftir embættistöku Bidens
Þeir sem fylgja samsæriskenningunni QAnon trúðu vart sínum eigin augum sínum í gær þegar Joe Biden sór embættiseið sinn í Washington án nokkurra vandkvæða. Ekkert djúpríki var leyst upp, Donald Trump var hvergi sjáanlegur og enginn Demókrati var handtekinn fyrir að vera djöflatrúar eða barnaníðingur.
21.01.2021 - 20:10
Twitter lokar 70 þúsund aðgöngum tengdum QAnon
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter tilkynntu í gær að yfir 70 þúsund aðgöngum tengdum samsæriskenningahópnum QAnon hefði verið lokað.
Samfélagið
Ekki eintómir karlar með álpappírshatta
Kannanir sýna að stór hluti Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningu um að djöfladýrkendur og barnaníðingar hafi náð undirtökum á stjórnkerfinu. Kenningin er tengd hópi sem kallast QAnon og voru meðlimir hans áberandi í árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum í vikunni.
10.01.2021 - 13:00
QAnon verður úthýst af Facebook og Instagram
Facebook og Instagram tilkynntu í gærkvöld að lokað verði á alla notendur sem tengjast samsæriskenningahópnum QAnon. Þannig vilja miðlarnir reyna að koma í veg fyrir að þeir verði nýttir til þess að blekkja eða rugla kjósendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
07.10.2020 - 04:29