Færslur: Purdue Pharma

Purdue Pharma tekið til gjaldþrotaskipta
Bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta í tengslum við samkomulag sem náðist um skaðabótagreiðslur í síðustu viku. Fyrirtækið segist í yfirlýsingu vonast til þess að samkomulagið verði til þess að tíu milljarðar bandaríkjadala nýtist til að taka á ópíóíðafaraldri í Bandaríkjunum.
16.09.2019 - 13:33
Listþvo menningarstofnanir siðlausa peninga?
Á undanförnum dögum hafa fjölmargar lista- og menningarstofnanir afþakkað styrki og slitið tengsl sín við góðgerðasjóð Sackler-fjölskyldunnar, eins helsta einstaka styrktaraðila mennta- og menningarstofna beggja vegna Atlantshafsins síðastliðinn áratug.
„Undralyfið“ sem olli ópíóíðafaraldrinum
Verkjalyfið Oxycontin er talið bera mikla ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum sem hófst í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og hefur síðan breiðst út um heiminn, meðal annars til Íslands. Lyfið var auglýst grimmt og á misvísandi hátt, en fjölskyldan sem setti það á markað er í dag meðal þeirra ríkustu í Bandaríkjunum.
BNA: Verkjalyf drepa 15.000 á ári
Sterk verkjalyf, þar á meðal svonefnd ópíöt, eru orðin algjör plága vestan hafs, þau draga 15 þúsund Bandaríkjamenn til dauða á ári hverju, þrisvar sinnum fleiri en um aldamótin. Milljónir manna eru háðar lyfseðilsskyldum verkjalyfjum.
02.12.2012 - 00:12