Færslur: Púertó Ríkó

Minnst ellefu drukknuðu skammt frá Púertó Ríkó
Minnst ellefu manns fórust þegar bát þeirra hvolfdi skammt undan ströndum Púertó Ríkó síðdegis á fimmtudag. Ekki er vitað hversu mörg voru um borð, en bandaríska strandgæslan bjargaði rúmlega þrjátíu úr sjónum; 20 körlum og ellefu konum, og hefur fundið ellefu lík til þessa.
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.
Isaias færist í aukana
Hitabeltisstormurinn Isaias sækir nú í sig veðrið efir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar á Flórída búa sig nú undir að hitabeltisstormurinn Isaias skelli á ríkinu. Veðurfræðingar óttast að hann nái aftur styrk fellibyls áður en hann nær landi.
02.08.2020 - 07:45
Jarðskjálfti skekur Púertó Ríkó
Jarðskjálfti 5,9 að stærð varð í Karíbahafi rétt sunnan við Púertó Ríkó í dag með tilheyrandi tjóni. Um fimm hundruð skjálftar hafa orðið við Púertó Ríkó síðan 28. desember síðastliðinn, en landið er enn að jafna sig á fellibylnum Maríu sem skall á 2017, segir í umfjöllun CNN.
11.01.2020 - 17:19
Myndskeið
Rafmagnslaust í Púertó Ríkó eftir jarðskjálfta
Rafmagnslaust er í Púertó Ríkó eftir að jarðskjálfti af stærðinni sex komma fjórir reið þar yfir síðla nætur. Símsamband rofnaði einnig að miklu leyti. Gripið hefur verið til öryggisráðstafana af þeim sökum.
07.01.2020 - 13:38
Skjálftahrina við Púertó Ríkó
Jarðskjálfti af stærðinni 6,5 varð nærri Puerto Rico í morgun. Þetta var öflugasti skjálftinn í hrinu sem staðið hefur í tíu daga.
07.01.2020 - 09:39
Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta í Púertó Ríkó
Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,8 varð undnan suðurströnd Púertó Ríkó í gær. Að auki eyðilögðust náttúruminjar á vinsælum ferðamannastað á eyjunni.
07.01.2020 - 03:32
Neyðarástand í Púertó Ríkó vegna Dorian
Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Púertó Ríkó vegna fellibylsins Dorian sem nú er yfir eyjunni. Þetta er fyrsti fellibylurinn í ríkinu síðan María olli þar miklum usla fyrir tveimur árum.
29.08.2019 - 01:22
María varð nærri 3000 að bana
Yfirvöld í Púertó Ríkó segja nærri þrjú þúsund hafa látið lífið af völdum fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna í september í fyrra. Það eru nærri fimmtíufalt fleiri en áður var talið. 
29.08.2018 - 04:42
Talið að fellibylurinn María hafi banað 1.427
Stjórnvöld á Púertó Ríkó hafa viðurkennt, óformlega þó enn sem komið er, að fellibylurinn María, sem gekk yfir eyjuna í september 2017, hafi orðið 1.427 manns að bana, en ekki 64 eins og haldið hefur verið fram til skamms tíma. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnvalda til bandaríska þingsins, þar sem farið er fram á 139 milljarða Bandaríkjadala til uppbyggingarstarfs á eyjunni.
10.08.2018 - 04:11
Á fimmta þúsund lést af völdum Maríu
Samkvæmt útreikningum vísindamanna við Harvard háskóla í Bandaríkjunum létu yfir 4.600 manns lífið í Púertó Ríkó vegna fellibylsins Maríu í september í fyrra. Það eru sjötíu-falt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna.
30.05.2018 - 01:58
Púertó Ríkó rafmagnslaus með öllu
Eyríkið Púertó Ríkó er rafmagnslaust og verður það að líkindum áfram næsta sólarhringinn og jafnvel lengur. Um 3.4 milljónir manna búa á Púertó Ríkó, sem varð illa úti í hamförunum sem fylgdu fellibylnum Maríu í september síðastliðnum. Þá fór rafmagn af stórum hluta eyjunnar, sumstaðar hefur enn ekki tekist að koma rafmagni á að fullu og rafmagnstruflanir hafa verið viðvarandi víðast hvar allar götur síðan.
19.04.2018 - 03:04
Telja fellibylinn Maríu hafa banað yfir 1.000
Landstjóri Púertó Ríkó hefur fyrirskipað ítarlega rannsókn á mannfalli af völdum fellibylsins Maríu í september síðastliðnum. Með þessu bregst landstjórinn, Ricardo Roselló, við háværri og viðvarandi gagnrýni á fyrri samantekt á afleiðingum hamfaranna. Samkvæmt opinberum tölum fórust samtals 64 manneskjur á Púertó Ríkó þegar María fór þar hamförum hinn 20. september. Rannsóknir tveggja óháðra aðila benda til þess að margfalt fleiri, jafnvel yfir 1.000 manns, hafi farist af völdum fellibylsins.
19.12.2017 - 02:46
Íbúum Púertó Ríkó fækkar um 14% næstu tvö árin
Reiknað er með að íbúum á Púertó Ríkó fækki um 14 prósent á næstu tveimur árum og þeir verði orðnir 2,9 milljónir í árslok 2019. Ástæðan er mun hraðari fólksfækkun en ella vegna fellibylsins Maríu og eyðileggingarinnar af hans völdum. Þetta er niðurstaða skýrslu rannsóknarstofnunar í málefnum Púertó Ríkó við Hunter College í New York. Þar kemur fram að á bilinu 114.000 - 213.000 muni að líkindum yfirgefa eyjuna á ári næstu tvö árin beinlínis „vegna fellibylsins Maríu.“
07.11.2017 - 04:08
Syngja til stuðnings Púertó Ríkó
Lin-Manuel Miranda, höfundur söngleiksins Hamilton, leiðir söng í nýju fjáröflunarlagi sem gefið hefur verið út til styrktar Púertó Rico sem er illa farin eftir fellibylinn Maríu sem fór yfir eyjuna fyrir rúmum hálfum mánuði. Tugir létu lífið í óveðrinu.
07.10.2017 - 11:11
Púertó Ríkó
70.000 sagt að flýja strax vegna flóðahættu
Um eða yfir 70.000 Púertó-Ríkönum hefur verið gert að rýma heimili sín og forða sér hið snarasta eftir að sprunga myndaðist í stíflu svo flæða tók í gegn. Tekist hefur að hemja lekann og stýra honum að nokkru leyti en óttast er að stíflugarðurinn geti gefið sig þá og þegar, vegna mikilla vatnavaxta. Úrkoman í fjalllendinu umhverfis stífluna síðan fellibylurinn María færði sig á haf út síðdegis á miðvikudag mældist 400 millimetrar.
23.09.2017 - 00:25
Minnst 15 létust á Dóminíku vegna Maríu
Minnst 15 létu lífið þegar fellibylurinn María böðlaðist á karíbahafsríkinu Dóminíku á mánudag. 20 til viðbótar er enn saknað. Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminiku, greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali og segir það ganga kraftaverki næst að fleiri skuli ekki hafa farist í hamförunum. María var fimmta stigs fellibylur þegar hún skall á Dóminiku, þar sem 72.000 manns búa. Skerrit, sem flaug yfir eyjuna í gær til að skoða afleiðingarnar, sagði eyðilegginguna skelfilega.
22.09.2017 - 03:41
Flóð og útgöngubann í kjölfar fellibyls
Fellibylurinn María þokast nú frá ströndum Púertó Ríkó eftir að hafa valdið þar gríðarlegri eyðileggingu. Fregnir af manntjóni hafa ekki borist enn sem komið er, en símasamband, fjarskipti og samgöngur eru meira og minna í lamasessi svo fréttir berast hægt og illa. Og þær fréttir sem þó berast eru ekki góðar. Varað er við miklum og hættulegum flóðum og útgöngubann er í gildi.
21.09.2017 - 02:21
Ekkert rafmagn á Púertó Ríkó
Karíbahafseyjan Púertó Ríkó eru nú öll án rafmagns af völdum fellibyljarins Maríu. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Á Púertó Ríkó búa þrjár og hálf milljónir manna. Abner Gómez, yfirmaður almannavarna á eynni, segir að María hafi eyðilagt „sem sem á vegi hennar varð" og að engir viðskiptavinir orkufyrirtækis hins opinbera hafi nú aðgang að rafmagni.
20.09.2017 - 17:49