Færslur: prófkjör

Sjónvarpsfrétt
Stefnir í spennandi slagi um efstu sæti á listum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjáflstæðisflokksins, býður sig fram í fyrsta sæti í Norðvesturkjördæmi gegn Haraldi Benediktssyni núverandi oddvita. Þá tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, oddvitasæti Samfylkingarinnar í Kraganum af Guðmundi Andra Thorssyni. Fimm sækjast eftir fyrsta sætinu hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi.
10.03.2021 - 22:19
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Á miðnætti hefst forval Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðausturkjördæmi og lýkur því á miðnætti á mánudaginn, 15. febrúar. 12 frambjóðendur sækjast eftir sæti á listanum en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, sem hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi frá upphafi gefur ekki kost á sér.
Róbert Marshall vill leiða VG í Suðurlandskjördæmi
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, tekur þátt í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi, þar sem hann býðst til að taka oddvitasætið á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Sjálfstæðismenn boða prófkjör í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ákváðu á aðalfundi kjördæmaráðs í gær að efna til prófkjörs laugardaginn 29. maí. Þetta er fyrsta prófkjör sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar í haust.
Spegillinn
Allir undirbúa framboð - mislangt komnir
Þessa dagana hugsa sinn gang þeir sem sækjast eftir því að komast á framboðslista þegar kosið verður til Alþingis í haust. Hjá ýmsum flokkum er verið að kalla eftir þátttakendum í prófkjör eða forval og tilnefningum til uppstillingarnefnda. Menn svara því kalli með tilkynningum sem detta inn hjá fjölmiðlum og félögunum. Annars staðar eru menn lítt komnir af stað, horfa til vorsins og hvort og hvenær kófinu linnir. Það er líka svo að mismunandi háttur getur verið á eftir kjördæmum.
Ósammála um stöðu kvenna innan flokksins
Ágreiningur ríkir um það innan Sjálfstæðisflokksins hvort una skuli niðurstöðum prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Jarþrúður Ásmundsdóttir sem situr í Landssambandi Sjálfstæðiskvenna og Sigríður Á. Andersen, þingmaður flokksins, eru ekki sammála. Jarþrúður segir að reynslumiklum konum sé bolað burt af þingi, Sigríður segist ekki hafa orðið vör við að það halli á konur innan flokksins. Málefnin hafi ráðið úrslitum í nýafstöðnum prófkjörum.
Sigríður Ingibjörg sækist eftir 1. sæti
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, gefur kost á sér í flokksvali flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust.
22.08.2016 - 11:11
Símon Birgisson í prófkjör
Símon Birgisson gefur kost á sér í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
19.08.2016 - 15:02
Margrét Tryggvadóttir býður sig fram
Margrét Tryggvadóttir býður sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.
19.08.2016 - 13:19
Guðmundur Franklín Jónsson í prófkjör
Fyrrverandi formaður Hægri Grænna, Guðmundur Franklín Jónsson hefur gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
19.08.2016 - 12:24
Sema Erla Serdar í prófkjör
Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
19.08.2016 - 11:15
Hildur Sverrisdóttir í prófkjör
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar.
19.08.2016 - 09:43
Bjóða sig áfram til forystu hjá VG
Forystufólk hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi ætlar að bjóða sig fram aftur. Lilja Rafney, sem skipar fyrsta sæti flokksins í kjördæminu , býður sig fram á ný til forystu. Hólmarinn Lárus Ástmar Hannesson, varaþingmaður, sækist eftir 1. - 2. sæti.
04.08.2016 - 19:41
  •