Færslur: prófkjör

Þórdís Kolbrún leiðir samkvæmt fyrstu tölum
Fyrstu tölur hafa verið birtar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Samkvæmt þeim er Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir með sterka forystu í baráttunni um oddvitasætið í kjördæminu.
Myndskeið
Bjartsýn á lokaspretti prófkjörs
Mun meiri kjörsókn er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú en í síðasta prófkjöri í kjördæminu. Búist er við lokatölum á þriðja tímanum í nótt. Bæði oddvitaefnin kveðast bjartsýn á góð úrslit.
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
Karlar í forystu fyrir norðan en konur fyrir sunnan
Fleiri konur skipa oddvitasæti fyrir þingkosningarnar í haust en fyrir fjórum árum. Körlum er frekar treyst til að leiða lista á norðanverðu landinu en konum sunnan heiða.
15.06.2021 - 12:19
Sigþrúður: Hefði viljað sjá fleiri konur á listanum
Sigþrúður Ármann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hafnaði í sjötta sæti. Hún segist fyrst og fremst vera þakklát eftir gærdaginn en hefði viljað sjá hlut kvenna betri í prófkjörinu.
Arnar Þór ætlar að þiggja fimmta sætið
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sóttist eftir 2.-3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti. Arnar Þór hyggst þiggja sætið en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum.
Nýjustu tölur: Bryndís Haraldsdóttir í öðru sæti
Nýjustu tölur liggja fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en þær voru birtar nú klukkan níu. Nú hafa verið talin 2984 atkvæði og leiðir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, listann með 2441 atkvæði í fyrsta sæti. Ekki sóttust fleiri eftir fyrsta sætinu.
12.06.2021 - 21:15
Þingmenn í efstu fjórum sætum
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru birtar nú klukkan sjö. Þegar talin hafa verið 1.419 atkvæði leiðir Bjarni Benediktsson formaður flokksins listann með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti.
Tæp 6.000 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Rúmlega 5.800 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem tveir ráðherrar berjast um forystusætið. Kosningu lýkur klukkan sex í kvöld en kjörsókn er nú þegar orðin næstum sjötíu prósentum meiri en hún var í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík árið 2016. Í prófkjörinu þar áður tóku hins vegar um 7.500 manns þátt.
05.06.2021 - 15:54
„Ömurlegt að draga prófkjörsbaráttu inn í þingsal“
Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi utanríkisráðherra á Alþingi í dag fyrir samráðsleysi og fyrir að nota nýgerðan fríverslunarsamning við Bretland í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
04.06.2021 - 19:25
Guðlaugur kvartar undan Áslaugu til yfirkjörstjórnar
Umboðsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að framboð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hafi brotið prófkjörsreglur flokksins og hefur sent formlega kvörtun til yfirkjörstjórnar. Bæði berjast þau um oddvitasæti flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
03.06.2021 - 17:31
Guðrún og Njáll leiða D-lista í S- og NA-kjördæmi
Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri fékk flest atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, bar sigur úr býtum í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi.
Formaður FEB í Reykjavík í framboð
Ingibjörg Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), gefur kost á sér í 4. - 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður 4. og 5. júní.
Sigríður sækist eftir öðru sæti í Reykjavík
Sigríður Á. Andersen, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, býður sig fram 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
Hildur sækist eftir 3. til 4. sæti í Reykjavík
Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Diljá Mist stefnir á þriðja sæti í Reykjavík
Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. og 5. júní næstkomandi. 
Guðlaugur Þór vill halda efsta sætinu í Reykjavík
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist áfram eftir efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. til 5. júní næstkomandi samkvæmt ákvörðun Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 
Óheiðarlegar og ólýðræðislegar leikreglur í prófkjöri
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG sem tapaði oddvitasæti sínu í Norðvesturkjördæmi segir leikreglurnar sem viðhafðar voru í prófkjörinu hvorki hafa verið heiðarlegar né lýðræðislegar. Hún ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún taki annað sætið. Hún tapaði fyrir Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði.
Taparar í oddvitaslag hafa ekki staðið í stafni
Stjórnmálafræðingur segir að meiri samkeppni sé um efstu sæti á lista VG fyrir þessar Alþingiskosningar því flokkurinn sé orðinn valdaflokkur og forystuflokkur í ríkisstjórn sem nýtur mikils fylgis. Fjórir þingmenn flokksins hafa beðið ósigur í slag um oddvitasæti á lista flokksins í fjórum mismunandi kjördæmum, þar á meðal þingflokksformaður flokksins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. 
Þingmenn lúta í lægra haldi fyrir nýjum frambjóðendum
Í gær urðu ljós úrslit í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í báðum prófkjörum lutu þingmenn í lægra haldi fyrir frambjóðendum utan þings.
Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Níu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí næstkomandi, þrjár konur og sex karlar. Kjörnefnd flokksins í kjördæminu úrskurðaði öll þau framboð gild sem bárust áður en framboðsfrestur rann út.
Píratar - úrslit í prófkjöri í fjórum kjördæmum
Kosningu lauk í prófkjöri Pírata í fjórum kjördæmum í dag. Fimm af sjö efstu í prófkjöri Pírata á fjórum kjördæmum eru sitjandi alþingismenn. Fyrrverangi þingmaður VG náði öruggu sæti miðað við úrslit síðustu kosningar en ekki fyrrverandi borgarfulltrúi. 
13.03.2021 - 17:32
Sjónvarpsfrétt
Stefnir í spennandi slagi um efstu sæti á listum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjáflstæðisflokksins, býður sig fram í fyrsta sæti í Norðvesturkjördæmi gegn Haraldi Benediktssyni núverandi oddvita. Þá tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, oddvitasæti Samfylkingarinnar í Kraganum af Guðmundi Andra Thorssyni. Fimm sækjast eftir fyrsta sætinu hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi.
10.03.2021 - 22:19
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Á miðnætti hefst forval Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðausturkjördæmi og lýkur því á miðnætti á mánudaginn, 15. febrúar. 12 frambjóðendur sækjast eftir sæti á listanum en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, sem hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi frá upphafi gefur ekki kost á sér.