Færslur: prófkjör

Heimir Örn oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri
Heimir Örn Árnason er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann hlaut 388 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fór í dag. Greidd atkvæði í prófkjörinu voru 737, þar af voru 717 atkvæði gild. 20 atkvæði voru auð eða ógild.
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og mun leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor í stað Eyþórs Arnalds, sem ekki bauð sig fram að nýju. Hún lenti i fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í borginni, sem fram fór um helgina. Hildur hlaut 2.603 atkvæði í 1. sætið, eða 47 prósent greiddra atkvæða.
Bragi nýr oddviti Sjálfstæðisflokks í Árborg
Bragi Bjarnason mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Þegar öll 1.432 atkvæðin sem greidd voru í prófkjörinu höfðu verið talin reyndist Bragi hafa fengi 575 atkvæði í 1. sætið. Fjóla St. Kristinsdóttir lenti í öðru sæti með 671 atkvæði í 1. og 2. sæti.
Ásdís verður oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fór í dag. Hún hlaut 1.881 akvæði í efsta sæti en 2.521 tók þátt í kjörinu.
Ingvar Pétur efstur í Rangárþingi ytra
Ingvar Pétur Guðbjörnsson blaðamaður verður oddviti sjálfstæðismanna í Rangarþingi ytra eftir prófkjör flokksins í dag. Hann hlaut 219 atkvæði í fyrsta sæti. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gaf kost á sér en hlaut ekki brautargengi í efsta sætið.
Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki og Pírötum í dag
Prófkjör fara fram hjá Sjálfstæðisflokki og Pírötum í dag, fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí. Framboðslistar Sjálfstæðisflokks í Kópavogi, Múlaþingi, Grindavík og Rangárþingi ytra og Pírata í Hafnarfirði, verða ljósir að þeim loknum.
Rósa áfram oddviti Sjálfstæðisfólks í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Rósa er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hún hlaut 904 atkvæði í 1. sætið. Orri Björnsson lenti í öðru sæti með 384 atkvæði í 1. - 2. sæti, en Kristinn Andersen í því þriðja með 404 atkvæði í 1. - 3. sæti.
Prófkjör hjá Pírötum hefst í dag
Prófkjör Pírata í Reykjavík og Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor hófst klukkan 15 í dag. Kosning stendur fram á næsta laugardag, 26. febrúar.
Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík hefst í dag
Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík hefst í dag og stendur yfir til klukkan þrjú síðdegis á morgun sunnudaginn 13. febrúar. Valið verður í sex efstu sætin á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor.
Samfylkingin metur framboð Guðmundar Inga ógilt
Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ákveðið að ógilda framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar formanns Afstöðu, félags fanga í forvali sem hefst í fyrramálið. Þriggja manna úrskurðarnefnd um ákvarðanir kjörstjórnar staðfesti það í kvöld.
Opið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hefur ákveðið að haldið verði opið prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars og hafa allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna sem búsettir eru í borginni rétt til þátttöku.
10.02.2022 - 19:32
Silfrið
Vantar samstarfsflokk og Framsókn kæmi vel til greina
Sjálfstæðisflokkinn í borginni vantar flokk til að vinna með í meirihluta, að sögn oddvitans Eyþórs Arnalds. Hann segir að gangi Framsóknarflokknum vel í borgarstjórnarkosningum næsta vor komi hann til greina sem slíkur. Sjálfur ætlar Eyþór að óbreyttu að bjóða fram krafta sína til að leiða lista Sjálfsstæðismanna. 
Prófkjör Guðlaugs Þórs kostaði 11,5 milljónir
Kostnaður við prófkjör Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, þar sem hann sóttist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nam um 11,5 milljónum.
Haraldur liggur undir feldi eftir úrslitin um helgina
Haraldur Benediktsson liggur undir feldi og veltir fyrir sér áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Hann varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. ­­
21.06.2021 - 10:23
Alls ekki óþægilegt að hafa Harald á lista
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir að leiða listann, segist standa við orð sín um að það sé ekki gott fyrir nýjan oddvita að hafa gamlan oddvita í aftursætinu en ætlar þó ekki að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en hann hefur rætt við kjörnefnd og forystu flokksins.
Þórdís hafði betur í Norðvestur - Haraldur annar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi  með 1.347 atkvæði í fyrsta sætið. Haraldur Benediktsson sem var oddviti flokksins í kosningunum 2017 lenti í öðru sæti..
Haraldur upp um sæti í nýjustu tölum
Fyrstu og aðrar tölur hafa verið birtar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Samkvæmt þeim er Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir með forystu í baráttunni um oddvitasætið í kjördæminu.
Myndskeið
Bjartsýn á lokaspretti prófkjörs
Mun meiri kjörsókn er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú en í síðasta prófkjöri í kjördæminu. Búist er við lokatölum á þriðja tímanum í nótt. Bæði oddvitaefnin kveðast bjartsýn á góð úrslit.
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
Karlar í forystu fyrir norðan en konur fyrir sunnan
Fleiri konur skipa oddvitasæti fyrir þingkosningarnar í haust en fyrir fjórum árum. Körlum er frekar treyst til að leiða lista á norðanverðu landinu en konum sunnan heiða.
15.06.2021 - 12:19
Sigþrúður: Hefði viljað sjá fleiri konur á listanum
Sigþrúður Ármann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hafnaði í sjötta sæti. Hún segist fyrst og fremst vera þakklát eftir gærdaginn en hefði viljað sjá hlut kvenna betri í prófkjörinu.
Arnar Þór ætlar að þiggja fimmta sætið
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sóttist eftir 2.-3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti. Arnar Þór hyggst þiggja sætið en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum.
Nýjustu tölur: Bryndís Haraldsdóttir í öðru sæti
Nýjustu tölur liggja fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en þær voru birtar nú klukkan níu. Nú hafa verið talin 2984 atkvæði og leiðir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, listann með 2441 atkvæði í fyrsta sæti. Ekki sóttust fleiri eftir fyrsta sætinu.
12.06.2021 - 21:15
Þingmenn í efstu fjórum sætum
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru birtar nú klukkan sjö. Þegar talin hafa verið 1.419 atkvæði leiðir Bjarni Benediktsson formaður flokksins listann með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti.
Tæp 6.000 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Rúmlega 5.800 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem tveir ráðherrar berjast um forystusætið. Kosningu lýkur klukkan sex í kvöld en kjörsókn er nú þegar orðin næstum sjötíu prósentum meiri en hún var í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík árið 2016. Í prófkjörinu þar áður tóku hins vegar um 7.500 manns þátt.
05.06.2021 - 15:54

Mest lesið