Færslur: prófkjör
Heimir Örn oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri
Heimir Örn Árnason er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann hlaut 388 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fór í dag. Greidd atkvæði í prófkjörinu voru 737, þar af voru 717 atkvæði gild. 20 atkvæði voru auð eða ógild.
27.03.2022 - 00:50
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og mun leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor í stað Eyþórs Arnalds, sem ekki bauð sig fram að nýju. Hún lenti i fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í borginni, sem fram fór um helgina. Hildur hlaut 2.603 atkvæði í 1. sætið, eða 47 prósent greiddra atkvæða.
20.03.2022 - 03:15
Bragi nýr oddviti Sjálfstæðisflokks í Árborg
Bragi Bjarnason mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Þegar öll 1.432 atkvæðin sem greidd voru í prófkjörinu höfðu verið talin reyndist Bragi hafa fengi 575 atkvæði í 1. sætið. Fjóla St. Kristinsdóttir lenti í öðru sæti með 671 atkvæði í 1. og 2. sæti.
19.03.2022 - 23:36
Ásdís verður oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fór í dag. Hún hlaut 1.881 akvæði í efsta sæti en 2.521 tók þátt í kjörinu.
12.03.2022 - 23:08
Ingvar Pétur efstur í Rangárþingi ytra
Ingvar Pétur Guðbjörnsson blaðamaður verður oddviti sjálfstæðismanna í Rangarþingi ytra eftir prófkjör flokksins í dag. Hann hlaut 219 atkvæði í fyrsta sæti. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gaf kost á sér en hlaut ekki brautargengi í efsta sætið.
12.03.2022 - 22:56
Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki og Pírötum í dag
Prófkjör fara fram hjá Sjálfstæðisflokki og Pírötum í dag, fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí. Framboðslistar Sjálfstæðisflokks í Kópavogi, Múlaþingi, Grindavík og Rangárþingi ytra og Pírata í Hafnarfirði, verða ljósir að þeim loknum.
12.03.2022 - 10:32
Rósa áfram oddviti Sjálfstæðisfólks í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Rósa er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hún hlaut 904 atkvæði í 1. sætið. Orri Björnsson lenti í öðru sæti með 384 atkvæði í 1. - 2. sæti, en Kristinn Andersen í því þriðja með 404 atkvæði í 1. - 3. sæti.
05.03.2022 - 22:55
Prófkjör hjá Pírötum hefst í dag
Prófkjör Pírata í Reykjavík og Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor hófst klukkan 15 í dag. Kosning stendur fram á næsta laugardag, 26. febrúar.
19.02.2022 - 15:01
Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík hefst í dag
Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík hefst í dag og stendur yfir til klukkan þrjú síðdegis á morgun sunnudaginn 13. febrúar. Valið verður í sex efstu sætin á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor.
12.02.2022 - 07:32
Samfylkingin metur framboð Guðmundar Inga ógilt
Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ákveðið að ógilda framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar formanns Afstöðu, félags fanga í forvali sem hefst í fyrramálið. Þriggja manna úrskurðarnefnd um ákvarðanir kjörstjórnar staðfesti það í kvöld.
12.02.2022 - 01:41
Opið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hefur ákveðið að haldið verði opið prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars og hafa allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna sem búsettir eru í borginni rétt til þátttöku.
10.02.2022 - 19:32
Vantar samstarfsflokk og Framsókn kæmi vel til greina
Sjálfstæðisflokkinn í borginni vantar flokk til að vinna með í meirihluta, að sögn oddvitans Eyþórs Arnalds. Hann segir að gangi Framsóknarflokknum vel í borgarstjórnarkosningum næsta vor komi hann til greina sem slíkur. Sjálfur ætlar Eyþór að óbreyttu að bjóða fram krafta sína til að leiða lista Sjálfsstæðismanna.
17.10.2021 - 14:45
Prófkjör Guðlaugs Þórs kostaði 11,5 milljónir
Kostnaður við prófkjör Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, þar sem hann sóttist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nam um 11,5 milljónum.
10.09.2021 - 11:16
Haraldur liggur undir feldi eftir úrslitin um helgina
Haraldur Benediktsson liggur undir feldi og veltir fyrir sér áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Hann varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
21.06.2021 - 10:23
Alls ekki óþægilegt að hafa Harald á lista
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir að leiða listann, segist standa við orð sín um að það sé ekki gott fyrir nýjan oddvita að hafa gamlan oddvita í aftursætinu en ætlar þó ekki að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en hann hefur rætt við kjörnefnd og forystu flokksins.
20.06.2021 - 12:11
Þórdís hafði betur í Norðvestur - Haraldur annar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi með 1.347 atkvæði í fyrsta sætið. Haraldur Benediktsson sem var oddviti flokksins í kosningunum 2017 lenti í öðru sæti..
20.06.2021 - 01:58
Haraldur upp um sæti í nýjustu tölum
Fyrstu og aðrar tölur hafa verið birtar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Samkvæmt þeim er Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir með forystu í baráttunni um oddvitasætið í kjördæminu.
19.06.2021 - 21:29
Bjartsýn á lokaspretti prófkjörs
Mun meiri kjörsókn er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú en í síðasta prófkjöri í kjördæminu. Búist er við lokatölum á þriðja tímanum í nótt. Bæði oddvitaefnin kveðast bjartsýn á góð úrslit.
19.06.2021 - 19:50
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
19.06.2021 - 12:34
Karlar í forystu fyrir norðan en konur fyrir sunnan
Fleiri konur skipa oddvitasæti fyrir þingkosningarnar í haust en fyrir fjórum árum. Körlum er frekar treyst til að leiða lista á norðanverðu landinu en konum sunnan heiða.
15.06.2021 - 12:19
Sigþrúður: Hefði viljað sjá fleiri konur á listanum
Sigþrúður Ármann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hafnaði í sjötta sæti. Hún segist fyrst og fremst vera þakklát eftir gærdaginn en hefði viljað sjá hlut kvenna betri í prófkjörinu.
13.06.2021 - 19:13
Arnar Þór ætlar að þiggja fimmta sætið
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sóttist eftir 2.-3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti.
Arnar Þór hyggst þiggja sætið en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum.
13.06.2021 - 18:09
Nýjustu tölur: Bryndís Haraldsdóttir í öðru sæti
Nýjustu tölur liggja fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en þær voru birtar nú klukkan níu. Nú hafa verið talin 2984 atkvæði og leiðir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, listann með 2441 atkvæði í fyrsta sæti. Ekki sóttust fleiri eftir fyrsta sætinu.
12.06.2021 - 21:15
Þingmenn í efstu fjórum sætum
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru birtar nú klukkan sjö. Þegar talin hafa verið 1.419 atkvæði leiðir Bjarni Benediktsson formaður flokksins listann með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti.
12.06.2021 - 19:06
Tæp 6.000 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Rúmlega 5.800 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem tveir ráðherrar berjast um forystusætið. Kosningu lýkur klukkan sex í kvöld en kjörsókn er nú þegar orðin næstum sjötíu prósentum meiri en hún var í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík árið 2016. Í prófkjörinu þar áður tóku hins vegar um 7.500 manns þátt.
05.06.2021 - 15:54