Færslur: Prentiðn

Prentmet Oddi kaupir þrotabú Ásprents
Prentsmiðjan Prentmet Oddi hefur fest kaup á eignum úr þrotabúi Ásprents sem tekið var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun mánaðarins. Búið er að ráða sex starfsmenn í fullt starf en alls störfuðu 20 manns hjá Ásprent.
24.02.2021 - 13:45
„Slæmt að fagið detti upp fyrir“
Í Prentsmiðjunni Odda er nú verið að búa síðustu harðspjalda bækurnar til prentunar. Til stendur að hætta að prenta harðspjalda bækur í byrjun næsta árs og selja sérhæfðar vélar sem nýttar eru við framleiðsluna úr landi. Forlagið, sem lengi prentaði sínar bækur hjá Odda, samdi í ár við finnsku prentsmiðjuna Bookwell, það gera raunar flestir útgefendur á Íslandi í dag. Listin að binda harðspjalda bækur virðist því vera að deyja út hér á landi. 
10.11.2017 - 17:05