Færslur: Póstur

Kína: Allar erlendar póstsendingar skulu sótthreinsaðar
Póstþjónustan í Kína skipar starfsmönnum að sótthreinsa allar sendingar sem berast frá útlöndum og hvetur almenning til að draga úr vörupöntunum erlendis frá.
Yfirfull Póstbox á höfuðborgarsvæðinu
Póstbox á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hver komin að þolmörkum og dæmi eru um að sendingar hafi verið á nokkurra daga bið til að komast í þau. Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Póstinum segir viðtökurnar hafa komið á óvart.
10.12.2020 - 10:16
Rukka aukið sendingargjald frá og með 3. júní
Frá og með 3. júní bætist sendingargjald við sendingar sem koma með Póstinum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu og er því ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu.
17.05.2019 - 15:32
Viðtal
Ekkert pósthús lengur í Pósthússtræti
Tímamót urðu í Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar skellt var í lás á pósthúsinu í síðasta sinn. Pósthús hefur verið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis í meira en öld, frá árinu 1916. Enn lengur hefur verið pósthús við götuna því að frá 1872 var pósthús í timburhúsi þar sem nú er Hótel Borg.
27.12.2018 - 19:40
Flytja pósthúsið úr Pósthússtræti
Engin póstþjónusta verður í pósthúsinu við Pósthússtræti eftir 27. desember næstkomandi. Pósthúsið þar sameinast pósthúsinu við Eiðistorg sem verður einnig lokað en nýtt sameinað pósthús verður opnað daginn eftir, 28. desember, í húsnæði Hótel Sögu við Hagatorg.
22.12.2018 - 08:05
Danski pósturinn í djúpum vanda
Halli á rekstri danska póstsins eykst verulega samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Mjög róttækra aðgerða er þörf til að koma rekstrinum á réttan kjöl og forráðamenn póstsins hafa farið fram á 40 milljarða íslenskra króna til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir. 
22.07.2017 - 12:51
Danir reyna að bjarga Postnord
Danskir stjórnmálamenn leggja nú nótt við dag að reyna að finna leiðir til að bjarga póstþjónustunni í landinu. Postnord, sameiginlegt fyrirtæki Dana og Svía, tapaði meir en tuttugu milljörðum íslenskra króna í fyrra. Hagnaður er í Svíþjóð en Svíar neita að borga fyrir tapreksturinn í Danmörku.
23.02.2017 - 20:52
Postnord í miklum erfiðleikum
Postnord, sameiginlegt póstfyrirtæki Dana og Svía, á nú í verulegum rekstrarerfiðleikum. Segja má að danski hluti fyrirtækisins, gamli danski konunglegi pósturinn, sé gjaldþrota.
22.02.2017 - 22:27