Færslur: Póst- og fjarskiptastofnun

Segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt sig þrýstingi
Samgönguráðherra segir það eiga eftir að koma í ljós hvort hann beiti heimild í nýju lagafrumvarpi til að banna hér fjarskiptabúnað frá löndum utan NATO eða EES. Hann segist sjálfur ekki hafa verið undir þrýstingi frá Bandarískum yfirvöldum um að sneiða hjá búnaði kínverska fyrirtækisins Huawei.
Myndskeið
Mikill þrýstingur á símfyrirtæki frá BNA vegna Huawei
Fulltrúar bandaríska sendiráðsins hér á landi hafa beitt sér gegn því að íslensk fjarskiptafyrirtæki kaupi tækjabúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei, segja forsvarsmenn íslensku félaganna. Engir öryggisgallar hafa fundist í tækjunum að sögn sérfræðinga.
17.07.2020 - 20:04
Telur PFS þurfa að endurskoða reglur eftir kvörtun Mílu
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) hefur fallist á kröfu Mílu, dótturfélags Símans, og breytt ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að hluta. Stofnunin hafði úrskurðað að Míla hafi ekki farið að reglum þegar fyrirtækið lagði fjarskiptalagnir í húsnæði í Hafnarfirði án þess að gefa öðrum kost á að samnýta framkvæmdina. 
Fréttaskýring
Huawei kemur líklega að uppbyggingu 5G á Íslandi
Öryggisógnir tengdar uppbyggingu 5G háhraðanetsins hafa mikið verið til umræðu í Evrópu, þá sérstaklega meintar ógnir tengdar aðkomu kínverska fjarskiptarisans Huawei. Íslensk stjórnvöld hafa lítið skipt sér af þessu en nú hefur orðið breyting þar á. Nýr starfshópur á að skoða hvernig tryggja megi að uppbygging nýs fjarskiptanets hér verði örugg. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar sér ekki fyrir sér að tekið verði fyrir aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi.
04.02.2020 - 16:39
Ekkert fjarskiptamastur virðist hafa skemmst í veðrinu
Ekkert þeirra þúsund fjarskiptamannvirkja á landinu virðist hafa skemmst í óveðrinu. Fjarskipti duttu út á hluta Vestfjarða, Norðurlandi og hluta Austurlands, vegna langvarandi rafmagsleysis á stöðunum. Enn er rafmagnslaust á hluta Norðvestur- og Norðausturlands og fjarskipti stopul.
Myndskeið
Segir gagnrýni á Tetra-kerfið ósanngjarna
Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að gera þurfi stórátak í að koma upp varaaflstöðvum til að koma í veg fyrir viðlíka truflun á fjarskiptasambandi og varð í óveðrinu í síðustu viku. Hann segir gagnrýni á tetra-kerfi almannavarna ósanngjarna.
Fordæmalaus truflun á fjarskiptasambandi
Fjarskiptasamband hefur rofnað víða um land í illviðrinu. Þorleifur Jónasson, hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segist aldrei hafa séð jafnmikla truflun á fjarskiptum. Bæði farsímasamband og tetrakerfi almannavarna hefur raskast. Áhrifanna gætir allt frá norðanverðum Vestfjörðum, um Norðurland allt og um Austfirði. Þetta hafi truflað störf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila.
Míla í hart við GR: Blekkingar og rangfærslur
Míla hyggst leggja fram formlega kvörtun til Neytendastofu vegna þess sem fyrirtækið kallar vísvitandi rangfærslur og blekkingar Gagnaveitu Reykjavíkur (GR).
Aftenging ljósleiðarans skerði rétt neytenda
Gagnaveita Reykjavíkur (GR) safnar upplýsingum um þau heimili þar sem búið er að aftengja ljósleiðarainntak fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ákvað nýverið að Míla, helsta samkeppni GR á ljósleiðaramarkaði, hafi brotið reglur með því að tilkynna ekki brotalamir og að hafa aftengt inntak annarra fyrirtækja.
Fóru gegn sátt við Samkeppniseftirlitið
Íslandspóstur aflaði ekki samþykkis Samkeppniseftirlitsins fyrir því að færa rekstur ePósts, dótturfélags fyrirtækisins, inn í Íslandspóst, áður en sameining félaganna kom til framkvæmda. Það braut gegn sátt Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins frá 2017, segir í niðurstöðum eftirlitsnefndar um sáttina. Nefndin gerir annars ekki athugasemdir við sameininguna og sér ekki ástæðu til aðgerða að svo stöddu. 
Íslandspóstur fær alþjónustuframlag
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Íslandspóst um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna erlendra póstsendinga en vísaði frá umsókn vegna þriggja annarra atriða.
Telur tilmæli um netöryggi íþyngjandi
Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC sem rekur íslenska höfuðlénið .is, segist hafa áhyggjur af því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fylgi tilmælum Póst- og fjarskiptastofnunar og breyti frumvarpi um netöryggi sem nefndin hefur til umfjöllunar. Hann telur tilmælin hafa í för með sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart fyrirtæki sínu og öllum netnotendum á Íslandi.
„Það er ekki verið að hlera eitt eða neitt“
Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segir mikilvægt að netöryggissveit stofnunarinnar fái heimildir í lögum sem tryggi að hún geti sinnt eftirliti sínu og tryggt netöryggi á Íslandi. Frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Fréttaskýring
Telur netöryggissveit fá of miklar heimildir
ISNIC, rekstraraðili íslenska höfuðlénsins .is, telur frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um netöryggismál ganga allt of langt og veita netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar allt of víðtækar heimildir til þess að fylgjast með netumferð á Íslandi.