Færslur: Portúgal

Þorp rýmd vegna skógarelda í Portúgal
Yfir þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við að ráða niðurlögum skógarelda á þremur stöðum í fjalllendi Castelo Branco í Portúgal, um 200 kílómetra norður af höfuðborginni Lissabon. Lokað hefur verið fyrir umferð um nokkra þjóðvegi vegna eldanna og nokkur þorp hafa verið rýmd í varúðarskyni.
21.07.2019 - 10:40
Portúgal vann Þjóðadeildina
Í kvöld áttust Hollendingar og Portúgalir við í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og lauk leiknum með sigri þeirra síðarnefndu þökk sé marki Gonçalo Guedes. Evrópumeistarar Portúgala eru fyrsta þjóðin sem sigrar keppnina.
09.06.2019 - 20:34
Þak fauk af íþróttahúsi í fellibyl í Portúgal
Yfir 300.000 manns hafa verið án rafmagns í Portúgal eftir að fellibylurinn Leslie fór þar yfir í nótt. 28 manns hlutu minni háttar áverka í fellibylnum, að því er AFP fréttastofan greinir frá.
14.10.2018 - 17:10
Þúsundir án rafmagns eftir fellibyl í Portúgal
Leifar fellibylsins Leslie skullu á Portúgal í nótt. Hundruð trjáa rifnuðu upp í rokinu og yfir 15 þúsund heimili eru án rafmagns að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Vindstyrkur hefur náð nærri fimmtíu metrum á sekúndu síðan hann náði landi.
14.10.2018 - 09:29
Öflugur fellibylur nálgast Portúgal
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út í Portúgal þar sem fellibylurinn Leslie nálgast landið. Talið er að hann sé öflugasti fellibylur sem kemur á land þar frá 1842. Yfirvöld hafa ráðlagt fólki sem býr við ströndina að vera innandyra.
13.10.2018 - 18:08
Átta látin í skógareldum í Kaliforníu
Átta hafa farist í miklum skógareldum í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þá loga enn skógareldar í Portúgal og hafa sex manns verið flutt á sjúkrahús.
05.08.2018 - 19:06
Súpa smá hveljur við komuna í hitann
Þrír, hið minnsta, hafa látist vegna hitabylgju á Spáni og skógareldar loga í Portúgal. Fararstjóri segir að Íslendingar súpi smá hveljur þegar þeir lenda á Spáni og finna hitann.
04.08.2018 - 19:33
Erlent · Innlent · Spánn · Portúgal · Óveður · veður
Hitabylgjan nær líklega hámarki í dag
Búist er við að hitabylgja í Suður-Evrópu nái hámarki í dag og að hiti verði jafnvel 46 gráður. Mestur hefur hitinn verið í Portúgal og á Spáni. Í morgun mældist hitinn rúmar fimmtíu gráður á svölum hjá Íslendingi sem býr í miðhluta Portúgal. Það er þó eðli máls samkvæmt ekki opinber mæling.
04.08.2018 - 13:15
Þorp rýmt í Portúgal vegna skógarelds
Íbúar þorpsins Monchique í norðvesturhluta Algarve í Portúgal voru fluttir á brott í dag í varúðarskyni vegna skógarelda sem komu upp í nágrenninu. Yfir fjögur hundruð slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna eldanna. Notaðar voru þyrlur og flugvélar auk yfir eitt hundrað farartækja til að hefta útbreiðslu þeirra. Þorpið stendur í hæsta hluta Algarve, þangað sem ferðafólk fjölmennir yfir sumarið.
03.08.2018 - 18:39
Erlent · Evrópa · Veður · Portúgal
Allt að 48 stiga hita spáð í Suður-Evrópu
Varað er við veðri á Spáni og í Portúgal fram á sunnudag, þar sem hiti gæti farið yfir 48 gráður og ástandið orðið lífshættulegt. Íslendingur, búsettur í Andalúsíu, segir hitann skelfilegan.
02.08.2018 - 19:45
Erlent · Portúgal · Spánn · Evrópa · veður · Óveður
Átta fórust í eldi í Portúgal
Minnst átta létu lífið og tugir slösuðust í miklum eldi í félagsmiðstoð í bænum Vila Nova da Rainha í norðurhluta Portúgal í gærkvöld. Miðstöðvarkútur mun hafa sprungið, eldur læst sig í þak hússins og breiðst hratt út. Skelfing greip um sig meðal gesta félagsmiðstöðvarinnar sem sátu þar að spilum og fótboltaáhorfi þegar sprengingin varð að sögn bæjarstjóra nágrannabæjarins Tondela, José António Jesus. Minnst 35 slösuðust í eldinum, þar af sex alvarlega.
15.01.2018 - 04:41
Nýtt hjarta grætt í Sobral
Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, sem vann hug og hjörtu evrópskra sjónvarpsáhorfenda í Eurovision söngvakeppninni í vor, gekkst undir hjartaígræðslu í gær. Líðan hans að lokinni aðgerðinni er góð að sögn lækna. Sobral er 27 ára gamall en hefur glímt við hjartagalla í mörg ár.
09.12.2017 - 22:14
Nærri 40 látnir vegna elda á Spáni og Portúgal
Minnst 36 eru látnir af völdum mikilla skógarelda sem geisað í norður- og miðhluta Portúgals undanfarinn sólarhring. Eldar loga einnig víða á Spáni þar sem þrír hafa látið lífið af völdum þeirra.
17.10.2017 - 00:48
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · Portúgal
Portúgal logar enn
Um 4.000 slökkviliðsmenn berjast við hundruð skógar- og gróðurelda í Portúgal, þar sem talað er um að nýtt „met“ hafi verið slegið í fjölda nýrra elda á einum degi. Staðfest er að eldar kviknuðu á 268 stöðum í landinu á laugardag og er það mesti fjöldi sem vitað er til að kviknað hafi á einum sólarhring fyrr eða síðar, að sögn talskonu almannavarna, Patriciu Gaspar. Fyrra metið hljóðaði upp á 220 aðskilda elda á einum sólarhring - og það var sett á föstudaginn.
14.08.2017 - 07:05
Enn brennur Portúgal
Ríflega 2.600 slökkviliðsmenn börðust við 62 skógar- og gróðurelda í Portúgal á fimmtudag. Klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma, 23 á staðartíma, hafði tekist að hemja 51 þeirra að hluta eða öllu leyti en 11 brunnu enn stjórnlaust. Hlé hefur verið á gróðureldum í Portúgal síðustu daga en enn ein hitabylgjan hefur nú blásið í glæðurnar á ný. Almannavarnir Portúgals vara við því að aðstæður verði sérlega hagstæðar fyrir gróðurelda fram yfir helgi; þurrkur, stífur vindur og hiti allt að 39 stigum.
11.08.2017 - 01:30
Miklir eldar blossa upp að nýju í Portúgal
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín um miðbik Portúgals, þar sem feikilegir skógareldar ógna nú byggð og loka vegum, rúmum mánuði eftir að 64 fórust í miklum eldum á svipuðum slóðum. Heitast brenna eldarnir í Serta í Castelo Branco-héraði, þar sem um fjórðungur allra portúgalskra slökkviliðsmanna reynir nú að hemja þá, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar.
27.07.2017 - 05:32
Kynlíf skiptir konur yfir fimmtugu máli
Mannréttindadómstóll Evrópu telur að portúgalskir dómstólar hafi gerst sekir um fordóma og karlrembu þegar bætur til konu, sem hafði orðið fyrir taugaskaða í læknisaðgerð, voru lækkaðar á hærra dómsstigi. Eftir aðgerðina gat konan ekki notið kynlífs. Var vísað til þess í forsendum portúgalska dómsins að kynlíf skipti konu, sem orðin var fimmtug og móðir tveggja barna, ekki svo miklu.
26.07.2017 - 11:31
Eurovision 2018 verður í Lissabon
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður í Lissabon næsta vor. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. Verður það í 63. sinn sem keppnin er haldin. Portúgal bar sigur úr býtum í Kænugarði í ár með laginu Amar Pelos Dois en þar til nú hefur verið óvíst hvar í landinu keppnin verður næst. Í ár vann Portúgal í keppninni í fyrsta sinn.
25.07.2017 - 17:30
Átján lögreglumenn ákærðir
Saksóknarar í Portúgal ákærðu í dag átján lögreglumenn fyrir að hafa handtekið og pyntað sex unga menn af afrískum uppruna í febrúar fyrir tveimur árum. Allir unnu lögreglumennirnir á sömu lögreglustöðinni í bænum Alfragide norðvestan við höfuðborgina Lissabon.
11.07.2017 - 22:43
Tökum náð á skógareldum í Portúgal
Slökkviliðsmönnum hefur tekist að ná tökum á stærstu kjarr- og skógareldum sem brunnið hafa í í miðhluta Portúgals frá því um síðustu helgi. Þeir hafa orðið yfir sextíu manns að bana. Yfirmaður í almannavörnum landsins greindi frá þessu í dag. Hann varaði jafnframt við því að eldarnir kynnu að loga áfram á nokkrum stöðum enn um sinn.
22.06.2017 - 08:47
Leituðu skjóls í vatnstanki og lifðu af
Tólf sluppu lifandi frá skógareldunum sem hafa kostað 63 hið minnsta lífið með því að leita skjóls í vatnstanki. 95 ára hreyfihömluð kona var meðal þeirra sem komst lífs af.
19.06.2017 - 11:57
Þjóðarsorg í Portúgal
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Portúgal vegna mikilla skógarelda. Eldarnir eru þeir skæðustu í seinni tíð og hafa 63 látist og yfir 50 slasast. Óttast er að fleiri hafi sakað þar sem yfirvöld hafa ekki náð sambandi við fólk á öllum þeim svæðum þar sem eldarnir loga.
18.06.2017 - 14:34
Nær 60 látin í skógareldum í Portúgal
Stjórnvöld í Portúgal hafa nú staðfest að 57 séu látnir í miklum skógareldum sem komu upp í Pedrogao Grande gær. Flestir hafa látið í bílum sínum á leið frá svæðinu. Vitað er um 59 særða, þar á meðal eru nokkrir slökkviliðsmenn. Eldarnir breiddust út á ógnarhraða.
18.06.2017 - 10:29
Á fimmta tug látin í skógareldum í Portúgal
Portúgölsk yfirvöld hafa staðfest að 43 séu látnir og 59 slasaðir í miklum skógareldum sem komu upp í gær. Flestir hinna látnu dóu í bílum sínum á flótta undan eldinum. Um 600 slökkviliðsmenn berjast við eldinn sem kom upp í Pedrogao Grande í miðju landinu. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir.
18.06.2017 - 08:40
Börn tekin í dýrlingatölu
Hálf milljón messugesta komu til að fylgjast með Frans páfa þegar hann tók tvö börn, hin blessuðu Francisko Marto og Jacintu Marto, í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar í Portúgal í dag. Hundrað ár eru í dag síðan þrjú börn, sem gættu fjár, sögðu að María mey hefði birst þeim í grennd við bæinn Fatimu.
13.05.2017 - 14:27