Færslur: Portúgal

Sagði af sér embætti eftir andlát ófrískrar konu
Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgals, sagði af sér embætti í gær. Afsögn ráðherrans var tilkynnt nokkrum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá andláti ófrískrar konu sem hafði verið vísað frá fæðingardeild vegna manneklu.
Risaeðla grafin upp í portúgölskum bakgarði
Fornleifafræðingar, steingervingafræðingar og aðrir vísindamenn vinna nú hörðum höndum í portúgölskum bakgarði við að grafa upp líkamsleifar einhverrar stærstu risaeðlu sem fundist hefur í Evrópu. Óvenjulegt þykir að finna jafn heillega beinagrind risaeðlu.
27.08.2022 - 05:00
Hamfaraþurrkar í Evrópu
Ekkert lát er á þurrkum á meginlandi Evrópu og í Bretlandi, þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti mánuðum saman og hver hitabylgjan rakið aðra frá því í maí. Fylgst er með þurrkum og afleiðingum þeirra um allan heim í Evrópsku þurrka-athugunarstöðinni, sem fellur undir vísindaáætlun sambandsins.
23.08.2022 - 05:43
Komu böndum á mikinn skógareld í Valencia á Spáni
Slökkviliði á Spáni hefur tekist að koma böndum á mikinn skógareld sem logað hefur norðvestur af Valenciaborg dögum saman, hefta frekari útbreiðslu hans og slökkva að miklu leyti. Yfirvöld í héraðinu hafa því aflétt tilskipun um rýmingu fjölda húsa.
22.08.2022 - 02:23
Miklir skógareldar loga enn á Íberíuskaganum
Hundruð slökkviliðsmanna leggja nótt við dag í baráttunni við ógnarmikla skógarelda sem enn brenna á Spáni og í Portúgal. Um 300 slökkviliðsmenn unnu að því alla aðfaranótt þriðjudags að koma einhverjum böndum á stóran skógareld í nágrenni borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og álíka margir tóku við keflinu þegar dagur reis.
17.08.2022 - 01:34
Stefnir í metár gróðurelda í Evrópu
Yfir 600.000 hektara landsvæði hefur orðið gróðureldum að bráð í Evrópu það sem af er ári. Spánn hefur orðið verst úti, þar sem yfir 240 þúsund hektarar af gróðurlendi hafa brunnið.
15.08.2022 - 14:47
Myndskeið
Tíu þúsund hafa flúið vegna gróðurelda í Frakklandi
Yfir sjö þúsund hektarar af skóglendi eru eyðilagðir vegna skæðra gróðurelda sem loga nærri Bordeux, í Suðvestur-Frakklandi.
11.08.2022 - 10:58
Eldar loga víða um brennheita og skraufþurra Evrópu
Ógnarmikil hitabylgja hefur kostað fjölda mannslífa í Evrópu, hert enn á þurrkum og valdið fjölmörgum skógar- og gróðureldum víða í álfunni síðustu daga. Talsvert hefur dregið úr hitanum á Bretlandi, Frakklandi, en norðar og austar hitnaði enn á miðvikudag og sums staðar mun hitna enn meira í dag. Slökkvilið berst enn við fjölda skógarelda á Íberíuskaga, Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi og víðar.
21.07.2022 - 04:38
Sjónvarpsfrétt
„Hitabylgjur verða æ algengari næstu áratugi“
Gróðureldar loga nú víða á stór-Lundúnasvæðinu og methiti mældist í Bretlandi í dag. Framkvæmdastjóri alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar segir að það sé kjósenda og stjórnmálamanna víða um heim að ákveða hver næstu skref gegn loftslagsbreytingum verði. Hitabylgjur sem þessar verði æ algengari næstu áratugi næstu fjörtíu árin hið minnsta.
19.07.2022 - 19:43
Enn barist við gróðurelda í Suðvestur-Evrópu
Slökkviliðsmenn í suðvestanverðri Evrópu vinna myrkranna á milli við að halda gróðureldum í skefjum. Staðan er sérstaklega þung í Frakklandi, Portúgal og á Spáni, þar sem þúsundir hektara af gróðurlendi hafa orðið eldi að bráð.
18.07.2022 - 05:43
Gróðureldar og hitasvækja á meginlandi Evrópu
Þúsundir manna í Portúgal, Frakklandi og á Spáni hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. Erfitt hefur reynst að hemja útbreiðslu eldanna í hitabylgjunni sem gengur yfir hluta meginlands Evrópu. Hiti hefur sumsstaðar náð 45 gráðum.
16.07.2022 - 01:55
Brennandi hiti á Íberíuskaga
Hiti er kominn yfir fjörutíu stig víðs vegar um Spán og Portúgal. Hann er mestur á suðurhluta Íberíuskaga en færist norður á bóginn. Gróðureldar loga víða á skaganum. Búist er við að hiti nái allt að fjörutíu stigum á nokkrum stöðum í Frakklandi, og í Bretlandi er útlit fyrir að hitamet falli um næstu helgi.
12.07.2022 - 16:01
Erlent · Evrópa · Veður · Spánn · Portúgal · Frakkland · Bretland · hitabylgja
„Best að halda sig inni í þessum hita“
Hita­bylgj­a geisar nú í vesturhluta Evrópu. Mikill hiti hefur verið á Spáni og í Portúgal undanfarið og hitinn þar hefur farið í 47 gráður. Þá er spáð miklum hita í Frakklandi og Bretlandi næstu daga. 
12.07.2022 - 13:48
Þúsundir berjast við yfir 250 skógarelda í Portúgal
Fleiri þúsund slökkviliðsmenn berjast enn við mikla skógarelda sem loga á fleiri en 250 stöðum í Portúgal. Heimamenn á hamfarasvæðunum, fjölmiðlar, slökkviliðs- og stjórnmálamenn eru sagðir lýsa ástandinu sem „hreinu helvíti“. Mikil hitabylgja ríður yfir Íberíuskagann, önnur hitabylgjan á miklu þurrkasumri. Spáð er áframhaldandi hita og þurrki næstu daga.
12.07.2022 - 05:31
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Portúgal · Spánn · Skógareldar · Þurrkar · hitabylgja
Hitamet gætu fallið á Spáni
42,4 gráðu hiti mældist í Sevilla í dag. Mikill hiti hefur verið á Spáni og í Portúgal síðustu daga. Samkvæmt Veðurstofu Spánar er hitinn óvenju hár. 
11.07.2022 - 18:42
Erlent · Evrópa · Veður · Spánn · Portúgal · Frakkland · Bretland · hitabylgja
Minnst 29 slösuðust í miklum skógareldum í Portúgal
Rúmlega 3.000 slökkviliðsmenn hafa barist við mikla skógar- og gróðurelda í Portúgal í dag, bæði á jörðu og úr lofti, þar sem yfir tugir sérútbúinna flugvéla og þyrlna voru notaðar við slökkvistörfin. AP fréttastofan greinir frá því að minnst 29 manns hafi slasast í eldunum og þurft að leita sér læknisaðstoðar; tólf slökkviliðsmenn og sautján almennir borgarar.
10.07.2022 - 23:44
Mikill hiti og skæðir þurrkar í Portúgal
Mikill hiti og skæðir þurrkar hafa geisað í Portúgal síðustu vikur og geisa enn. Portúgalska veðurstofan greinir frá því að síðastliðinn maímánuður hafi verið sá heitasti í 92 ár og að mjög alvarlegir þurrkar ríki á nokkurn veginn öllu landinu. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti veðurstofunnar.
12.06.2022 - 00:50
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
Ekki tilefni til aðgerða vegna apabólu
Sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af apabólu hérlendis, enn sem komið er. Fylgjast þurfi vel með stöðunni enda veiran ný í okkar heimshluta. Hún er skyld bólusótt og algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Lítið er vitað um hversu skæð veiran kunni að vera.
20.05.2022 - 11:31
Ástralir og fleiri rannsaka tilfelli apabólu
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Ástralíu rannsaka nú hvort apabóla hafi komið upp þar í löndum. Staðfest er að smit hafa komið upp í Bandaríkjunum, á Spáni, Bretlandi og í Portúgal og Kanadamenn eru enn að rannsaka hvort vísbendingar um þrettán smit þar í landi eigi við rök að styðjast.
20.05.2022 - 06:48
Apabólutilfelli í Portúgal og á Spáni
Um það bil fjörutíu tilfelli af því sem talið er vera apabóluveira hafa greinst á Spáni og í Portúgal. Bretar greindu frá sjö tilfellum veikinnar í síðasta mánuði.
19.05.2022 - 00:30
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Náttúra · Tækni og vísindi · apabóla · Spánn · Portúgal · Bretland · Veirur · Madrid · Lissabon · apar · nagdýr · Kongó · dropasmit · bólusótt
Sjónvarpsfrétt
Hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn á hvarfi McCann
Þýskur afbrotamaður hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar í Portúgal á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann. Fimmtán ár eru liðin frá hvarfi hennar.
22.04.2022 - 18:52
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Þýskur maður ákærður vegna hvarfs Madeleine McCann
Karlmaður hefur verið ákærður í Þýskalandi að beiðni portúgalskra yfirvalda í tengslum við hvarf Madeleine McCann. Hún var þriggja ára þegar hún hvarf, 3. maí 2007, á ferðalagi með foreldrum sínum í Praia da Luz.
21.04.2022 - 22:28
Handtaka vegna rannsóknar á sprengingunni í Beirút
Portúgali var handtekinn í Suður-Ameríkuríkinu Síle í gær en alþjóðalögreglan Interpol hafði leitað hans vegna rannsóknar á sprengingunni miklu í Beirút, höfuðborg Líbanon, árið 2020.