Færslur: Portúgal

Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
COVID-19: Lissabon lokuð með öllu
Ferðir inn og út úr Lissabon, höfuðborg Portúgals, og nágrenni borgarinnar verða bannaðar með öllu næstu daga vegna þess hversu hratt smitum hefur fjölgað á svæðinu.
17.06.2021 - 18:58
Von der Leyen hefst handa við útdeilingu fjármagns
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefst handa í dag við að samþykkja áætlanir þeirra ríkja sem sótt hafa um endurreisnarstyrki og lán úr voldugum björgunarpakka sambandsins.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Svart og lyktarlaust kókaín haldlagt á Spáni
Þrír voru handteknir á Spáni í tengslum við tilraun til að smygla yfir átta hundruð kílóum af kókaíni til annarra Evrópuríkja. Kókaínið var litað svart og látið líta út eins og kolamola. Jafnframt var búið að eyða lyktinni af eiturlyfjunum svo það færi framhjá leitarhundum.
03.06.2021 - 05:35
Portúgalskir landamæraverðir dæmdir fyrir manndráp
Þrír portúgalskir landamæraverðir voru í gær dæmdir í sjö til níu ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni að bana í fyrra. Verðirnir misþyrmdu Úkraínumanninum Ihor Homenyuk í varðhaldi.
11.05.2021 - 03:04
Portúgal sendir hermenn til Mósambík
Portúgal ætlar að senda sextíu hermenn til Mósambík. Augusto Santos Silva, utanríkisráðherra Portúgals, greindi frá þessu í gærkvöld. Hann sagði að undirbúningur væri hafinn og að hermennirnir yrðu sendir á næstu vikum.
30.03.2021 - 10:14
Heilbrigðiskerfið í Portúgal að sligast
Sjúkrahús í Portúgal eru yfirfull vegna fjölgunar Covid 19 smita og er opinbera heilbrigðiskerfið að sligast undan álaginu. Dæmi eru um að flytja hafi þurft alvarlega veika sjúklinga frá meginlandinu til að tryggja að þeir fái læknisþjónustu. Á sama tíma eru ónotuð rúm á einkasjúkrahúsum.
01.02.2021 - 20:37
de Sousa endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, var endurkjörinn í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þegar búið var að telja 98 prósent atkvæða hafði de Sousa, sem er frjálslyndur miðjumaður úr flokki Sósíaldemókrata, fengið 61,6 prósent þeirra. Þar sem hann hlaut hreinan meirihluta atkvæða þarf ekki að kjósa á milli tveggja efstu. Sósíalistinn Ana Gomes var í öðru sæti með 12,2 prósent og þjóðernissinninn Andre Ventura í því þriðja, með 11,9 prósent.
24.01.2021 - 23:20
Skólum lokað í Portúgal
Stjórnvöld í Portúgal tilkynntu í dag að öllum leikskólum, grunn- og framhaldsskólum ásamt háskólum yrði lokað í að minnsta kosti fimmtán daga frá og með morgundeginum. Dauðsföllum vegna COVID-19 faraldursins hefur fjölgað hratt þar í landi að undanförnu.
21.01.2021 - 16:05
Ungur Færeyingur ein auðugasta rafíþróttastjarna heims
Ein auðugasta rafíþróttastjarna heims er 27 ára gamall Færeyingur, Johan Sundstein að nafni, en hann er betur þekktur í rafíþróttaheiminum undir heitinu N0tail.
17.01.2021 - 14:19
Forseti Portúgals með COVID-19
Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, hefur greinst með kórónuveirusmit og hefur frestað öllum opinberum athöfnum sínum. Tilkynning þessa efnis barst frá forsetaskrifstofunni í dag.
12.01.2021 - 00:20
Slaka á sóttvarnaraðgerðum um jólin
Yfirvöld í Portúgal hafa tilkynnt um tímabundnar afléttingar sóttvarnaraðgerða vegna COVID-19 yfir jólahátíðina svo fólk geti heimsótt ástvini. Aftur verður hert á aðgerðum eftir jól til að koma í veg fyrir fjölmennan gleðskap um áramótin.
05.12.2020 - 17:44
Vísbendinga leitað um Madeleine McCann
Lögregla leitar nú á svæði nærri Hannover í Þýskalandi að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann í Portúgal fyrir þrettán árum. Saksóknarar í Þýskalandi greindu fjölmiðlum frá þessu í morgun.
28.07.2020 - 11:04
Myndskeið
Hafa náð tökum á eldum í Portúgal
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á kjarr- og skógareldum sem hafa brunnið síðustu níu daga um miðbik Portúgals. Þeir loga í þremur héruðum og hafa valdið því að fjöldi fólks hefur flúið. Flestum hefur verið leyft að snúa aftur heim. 21 árs slökkviliðsmaður lést á laugardagskvöld og að minnsta kosti sex hafa slasast vegna eldanna.
27.07.2020 - 12:48
Miklir skógareldar í Portúgal
Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð og stór svæði verið rýmd. Stífir og hlýir vindar torvelda starf þeirra rúmlega 700 slökkviliðsmanna sem staðið hafa vaktina frá því að fyrstu eldarnir kviknuðu í Oleiros-héraði 18. júlí. Þaðan hafa þeir breiðst út til tveggja aðliggjandi héraða.
27.07.2020 - 04:20
Var Brückner valdur að hvarfi þriggja barna?
Christian Brückner, sem er grunaður um að vera valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, er nú til rannsóknar í tengslum við hvarf tveggja annarra barna. Fimm ára stúlku í Þýskalandi og sex ára drengs í Portúgal. 
06.06.2020 - 11:24
Hillir undir að 13 ára martröð ljúki
Þrettán ár eru nú liðin frá því að breska stúlkan Madeleine McCann hvarf þegar hún dvaldi á sumarleyfisstað í Portúgal ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún var aðeins þriggja ára og ekkert hefur spurst til hennar síðan.
05.06.2020 - 17:04
Grunaður um að tengjast hvarfi annarrar stúlku
Þýska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt bresku stúlkuna Madeleine McCann í Portúgal árið 2007 hafi átt aðild að hvarfi fimm ára stúlku í Þýskalandi átta árum síðar.  
05.06.2020 - 16:58
Telja að Madeleine McCann sé látin
Yfirvöld í Þýskalandi telja að breska stúlkan Madeleine McCann, sem hvarf í Portúgal árið 2007, sé látin og segjast rannsaka málið sem morð. Grunur beinist að þýskum manni, dæmdum kynferðisbrotamanni og barnaníðingi, sem er í fangelsi í heimalandi sínu.   
04.06.2020 - 11:42
Portúgal ætlar að loka á ferðamenn sem koma frá Spáni
Antionio Costa, forsætisráðherra Portúgal, tilkynnti í kvöld að loka ætti landamærunum að Spáni fyrir ferðamönnum í að minnsta kosti mánuð til þess að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
15.03.2020 - 21:15
Myndskeið
Gekk af velli vegna kynþáttaníðs
Moussa Marega, leikmaður Porto í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, gekk af velli í miðjum leik liðs síns gegn Vitoria Guimaraes í gærkvöld. Marega varð fyrir kynþáttaníði frá áhorfendum, sem öskruðu eins og apar á hann.
17.02.2020 - 04:22
Viðtal
Segir Íslendinga „ruglaða“ fyrir stærð Hörpu
Portúgalski tónlistarmaðurinn og sigurvegari Eurovision 2017, Salvador Sobral, heldur tónleika í Hörpu annað kvöld. Hann segir húsið risastórt en hlakkar mikið til að koma fram á tónleikunum.
Stórsigur Sósíalista í Portúgal
Sósíalistaflokkurinn, undir forystu forsætisráðherrans António Costa, fór með sigur af hólmi í þingkosningum í Portúgal í dag. Þegar talningu lauk höfðu Sósíalistar fengið nær 37 prósent atkvæða en helstu keppinautar þeirra, Sósíaldemókratar, tæp 28 prósent.
07.10.2019 - 05:24