Færslur: Portúgal

Vísbendinga leitað um Madeleine McCann
Lögregla leitar nú á svæði nærri Hannover í Þýskalandi að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann í Portúgal fyrir þrettán árum. Saksóknarar í Þýskalandi greindu fjölmiðlum frá þessu í morgun.
28.07.2020 - 11:04
Myndskeið
Hafa náð tökum á eldum í Portúgal
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á kjarr- og skógareldum sem hafa brunnið síðustu níu daga um miðbik Portúgals. Þeir loga í þremur héruðum og hafa valdið því að fjöldi fólks hefur flúið. Flestum hefur verið leyft að snúa aftur heim. 21 árs slökkviliðsmaður lést á laugardagskvöld og að minnsta kosti sex hafa slasast vegna eldanna.
27.07.2020 - 12:48
Miklir skógareldar í Portúgal
Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð og stór svæði verið rýmd. Stífir og hlýir vindar torvelda starf þeirra rúmlega 700 slökkviliðsmanna sem staðið hafa vaktina frá því að fyrstu eldarnir kviknuðu í Oleiros-héraði 18. júlí. Þaðan hafa þeir breiðst út til tveggja aðliggjandi héraða.
27.07.2020 - 04:20
Var Brückner valdur að hvarfi þriggja barna?
Christian Brückner, sem er grunaður um að vera valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, er nú til rannsóknar í tengslum við hvarf tveggja annarra barna. Fimm ára stúlku í Þýskalandi og sex ára drengs í Portúgal. 
06.06.2020 - 11:24
Hillir undir að 13 ára martröð ljúki
Þrettán ár eru nú liðin frá því að breska stúlkan Madeleine McCann hvarf þegar hún dvaldi á sumarleyfisstað í Portúgal ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún var aðeins þriggja ára og ekkert hefur spurst til hennar síðan.
05.06.2020 - 17:04
Grunaður um að tengjast hvarfi annarrar stúlku
Þýska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt bresku stúlkuna Madeleine McCann í Portúgal árið 2007 hafi átt aðild að hvarfi fimm ára stúlku í Þýskalandi átta árum síðar.  
05.06.2020 - 16:58
Telja að Madeleine McCann sé látin
Yfirvöld í Þýskalandi telja að breska stúlkan Madeleine McCann, sem hvarf í Portúgal árið 2007, sé látin og segjast rannsaka málið sem morð. Grunur beinist að þýskum manni, dæmdum kynferðisbrotamanni og barnaníðingi, sem er í fangelsi í heimalandi sínu.   
04.06.2020 - 11:42
Portúgal ætlar að loka á ferðamenn sem koma frá Spáni
Antionio Costa, forsætisráðherra Portúgal, tilkynnti í kvöld að loka ætti landamærunum að Spáni fyrir ferðamönnum í að minnsta kosti mánuð til þess að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
15.03.2020 - 21:15
Myndskeið
Gekk af velli vegna kynþáttaníðs
Moussa Marega, leikmaður Porto í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, gekk af velli í miðjum leik liðs síns gegn Vitoria Guimaraes í gærkvöld. Marega varð fyrir kynþáttaníði frá áhorfendum, sem öskruðu eins og apar á hann.
17.02.2020 - 04:22
Viðtal
Segir Íslendinga „ruglaða“ fyrir stærð Hörpu
Portúgalski tónlistarmaðurinn og sigurvegari Eurovision 2017, Salvador Sobral, heldur tónleika í Hörpu annað kvöld. Hann segir húsið risastórt en hlakkar mikið til að koma fram á tónleikunum.
Stórsigur Sósíalista í Portúgal
Sósíalistaflokkurinn, undir forystu forsætisráðherrans António Costa, fór með sigur af hólmi í þingkosningum í Portúgal í dag. Þegar talningu lauk höfðu Sósíalistar fengið nær 37 prósent atkvæða en helstu keppinautar þeirra, Sósíaldemókratar, tæp 28 prósent.
07.10.2019 - 05:24
Kosið í Portúgal í dag
Þingkosningar fara fram í Portúgal í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíalistaflokkurinn, undir forystu forsætisráðherrans António Costa, muni fara með sigur af hólmi og halda áfram um stjórnartaumana, annað kjörtímabilið í röð. Vinsældir stjórnarflokksins má rekja til aukins hagvaxtar og vaxandi velmegunar á kjörtímabilinu sem er að ljúka, í kjölfar nokkurra efnahagsþrenginga árin þar á undan.
06.10.2019 - 06:57
Sósíalistar sigurstranglegir í Portúgal
Flest bendir til þess að Antonio Costa forsætisráðherra og Sósíalistaflokkur hans verði við völd á næsta kjörtímabili í Portúgal. Þingkosningar verða þar á sunnudag.
04.10.2019 - 17:34
Her og lögregla dreifa eldsneyti í Portúgal
Portúgölskum lögreglumönnum og hermönnum hefur verið falið að dreifa bensíni og olíu í verkfalli olíubílstjóra. Þeir lögðu niður störf í gær vegna lélegra launa og ófullnægjandi vinnuskilyrða.
13.08.2019 - 15:53
Bensínskömmtun í Portúgal
Eldsneyti á bifreiðar er skammtað í Portúgal vegna verkfalls eldsneytisflutningamanna. Sumar bensínstöðvar landsins eru búnar með allt eldsneyti.
12.08.2019 - 10:33
Yfirvofandi eldsneytisskortur í Portúgal
Eldsneytisbirgðir fjölda portúgalskra bensínstöðva kláruðust í dag þegar ökumenn flykktust þangað til að fylla á bensíntanka og ná í eldsneyti áður en verkfall olíubílstjóra hefst á miðnætti að staðartíma.
11.08.2019 - 15:04
Myndskeið
Enn loga skógareldar í Portúgal
Yfir tólf hundruð slökkviliðsmenn berjast enn við skógarelda í miðhluta Portúgal. Að sögn almannavarna varð þeim nokkuð ágengt í nótt, ekki síst eftir að tók að rigna. Tekist hefur að hefta útbreiðsluna til svæða sem erfitt er að komast að.
23.07.2019 - 13:38
Óheftir gróðureldar loga í Portúgal
Tugir hafa slasast í gróðureldum sem hafa brunnið í miðhluta Portúgals síðan á laugardag. Óhagstæð veðurskilyrði valda því að ekkert fæst við þá ráðið. Íbúar nokkurra þorpa hafa orðið að flýja undan eldunum.
22.07.2019 - 08:41
Myndskeið
Minnst sex látnir í hitabylgju í Bandaríkjunum
Minnst sex hafa látist af völdum hitabylgju sem gengur yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa hundruð slökkviliðsmanna í Portúgal barist við skógarelda. Nokkrir slösuðust í eldunum, þar af einn alvarlega. 
21.07.2019 - 20:03
Þorp rýmd vegna skógarelda í Portúgal
Yfir þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við að ráða niðurlögum skógarelda á þremur stöðum í fjalllendi Castelo Branco í Portúgal, um 200 kílómetra norður af höfuðborginni Lissabon. Lokað hefur verið fyrir umferð um nokkra þjóðvegi vegna eldanna og nokkur þorp hafa verið rýmd í varúðarskyni.
21.07.2019 - 10:40
Portúgal vann Þjóðadeildina
Í kvöld áttust Hollendingar og Portúgalir við í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og lauk leiknum með sigri þeirra síðarnefndu þökk sé marki Gonçalo Guedes. Evrópumeistarar Portúgala eru fyrsta þjóðin sem sigrar keppnina.
09.06.2019 - 20:34
Þak fauk af íþróttahúsi í fellibyl í Portúgal
Yfir 300.000 manns hafa verið án rafmagns í Portúgal eftir að fellibylurinn Leslie fór þar yfir í nótt. 28 manns hlutu minni háttar áverka í fellibylnum, að því er AFP fréttastofan greinir frá.
14.10.2018 - 17:10
Þúsundir án rafmagns eftir fellibyl í Portúgal
Leifar fellibylsins Leslie skullu á Portúgal í nótt. Hundruð trjáa rifnuðu upp í rokinu og yfir 15 þúsund heimili eru án rafmagns að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Vindstyrkur hefur náð nærri fimmtíu metrum á sekúndu síðan hann náði landi.
14.10.2018 - 09:29
Öflugur fellibylur nálgast Portúgal
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út í Portúgal þar sem fellibylurinn Leslie nálgast landið. Talið er að hann sé öflugasti fellibylur sem kemur á land þar frá 1842. Yfirvöld hafa ráðlagt fólki sem býr við ströndina að vera innandyra.
13.10.2018 - 18:08
Átta látin í skógareldum í Kaliforníu
Átta hafa farist í miklum skógareldum í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þá loga enn skógareldar í Portúgal og hafa sex manns verið flutt á sjúkrahús.
05.08.2018 - 19:06