Færslur: Popptónlist

Mynd með færslu
Þjóðlagasvítur
Í þessum þætti renndi Arnar Eggert sér óhikað inn í töfraland þjóðlagatónlistarinnar og kenndi þar ýmissa grasa. 
01.02.2018 - 10:57
Mynd með færslu
Stóra tónlistin
Í þætti Arnars Eggerts í þetta sinnið var hin stóra tónlist undir, ákveðinn angi dægurtónlistarinnar sem reis hvað hæst á níunda áratugnum fyrir tilstilli sveita eins og U2, Simple Minds og Big Country, t.a.m..
25.01.2018 - 20:49
Mynd með færslu
Enn af Norðurlöndum
Við í Arnar Eggert á Rás 2 héldum áfram að skoða frændur vora frá hinum Norðurlöndunum í þættinum og margt merkilegt sem þar fór fram tónlistarlega á síðasta ári, nema hvað.
04.01.2018 - 17:14
22 ára gamalt viðtal við David Bowie á Rás 1
Í 22 ár hefur Sindri Freysson geymt tvær forláta diktafón-spólur í plastpoka niðri í skúffu. Á þeim er upptaka af viðtali sem hann tók við rokkgoðið David Bowie sumarið 1996 á hótelherbergi í New York. Sindri, sem er mikill aðdáandi tónlistarmannsins sáluga, hefur nú unnið útvarpsþátt um þessa ferð sína. Hann verður á dagskrá Rásar 1 á föstudag kl. 16:05 en endurtekinn kl. 15 á sunnudag.
04.01.2018 - 13:03
Mynd með færslu
Ómur frá Norðurlöndum
Arnar Eggert og rannsóknarteymi hans sem samanstendur af honum sjálfum létu jólatónlist loks lönd og leið og skimuðu til Norðurlanda og rýndu í markverðar plötur þaðan. 
28.12.2017 - 18:59
Mynd með færslu
Jólatónlist, fyrsti þáttur
Þriðja árið í röð skundar Arnar Eggert til móts við allra handa jólatónlist með bros á vör. Í þessum fyrsta þætti horfum við m.a. til jólaplatna frá meisturum á borð við Bob Dylan, Sting og Dwight Yoakam.
07.12.2017 - 15:15
Mynd með færslu
Sveim í bláhvítu
Þáttur Arnars Eggerts þetta kvöldið snerist m.a. um að votta helsta hryngítarleikara dægurtónlistarsögunnar, Malcolm Young úr AC/DC, virðingu og var það gert með hinu lítt þekkta - en algerlega stórkostlega - „Bedlam in Belgium“.
01.12.2017 - 17:17
Mynd með færslu
Konungurinn og Jesús
Svissneski bræðradúettinn Sparks er með helstu furðufyrirbærunum í popplendum og Arnar Eggert og harðsnúið rannsóknarteymi hans kannaði aðeins bakgrunninn hjá þeim pörupiltum.
25.11.2017 - 16:35
Mynd með færslu
Máninn glottir við tönn
Í þetta sinnið fór Arnar Eggert í ferðalag um Ameríku og náði m.a. landi í borg englanna þar sem hann hitti fyrir goðsögnina Lalo Guerrero. 
15.11.2017 - 22:41
 · menning · tónlist · Popp · dægurtónlist · Popptónlist
Mynd með færslu
Hærra minn Guð
Þegar Arnar Eggert hyggst rannsaka frumrokkið er það gert með pompi og prakt og ekkert minna en fjórar útgáfur af sama laginu þóttu duga til skilningsdýpkunnar. 
09.11.2017 - 17:50
 · menning · tónlist · Popp · Popptónlist · dægurtónlist
„Fólk er með fordóma fyrir auto-tune“
Vélræni hljómurinn auto-tune á sér sérkennilega sögu. Lengi vel var setið á leyndarmálinu á bak við hljóminn. Síðar sprakk hann út í vinsældum og þótti hallærislegur og annars flokks. Hljómurinn fékk uppreisn æru eftir að framúrstefnulegt tónlistarfólk hóf að nota hann. Áhrif hans hafa skilað sér til Íslands í blóma rappsenunnar. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir skoðaði málið nánar.
08.11.2017 - 17:00
Mynd með færslu
Hatturinn tekinn ofan
Þáttur Arnars Eggerts í þetta sinnið einkenndist af ólíkum hlutum að vanda, föllnum meisturum eins og Tom Petty og Buddy Holly var vottuð virðing en jafnframt komu nýstirni frá Nashville við sögu.
01.11.2017 - 23:25
 · Popp · Popptónlist · dægurtónlist · menning · tónlist
Mynd með færslu
Elvis og allir hinir
Þar kom að því að Arnar Eggert hitti fyrir sjálfan kónginn, Elvis Presley, sem var svo vinsamlegur að syngja fyrir hann lag úr mektarmyndinni King Creole, sem var ein af hans fyrstu kvikmyndum.
27.10.2017 - 13:04
 · menning · tónlist · Popp · Popptónlist · dægurtónlist
Mynd með færslu
Manstu gamla daga?
Í þætti kvöldsins fór Arnar Eggert og hans vaska teymi á slóðir Michael McDonald, sem var ekki bara að gefa út nýja plötu heldur söng á dögunum með Brooklyn-gröllurunum í Grizzly Bear. 
18.10.2017 - 22:39
Gagnrýni
Seiðandi pastelpopp
Sycamore Tree er dúett þeirra Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarssonar. Shelter, fyrsta breiðskífa hans, inniheldur áferðarfallegt og hægstreymt rökkurpopp. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
„Hver vill ekki verða poppstjarna?“
Leitin að næstu poppstjörnu Íslands (og kannski veraldarinnar allrar) er hafin. Sú leit kemur úr óvæntri átt en það er breska listakonan Cally Spooner sem nú vill finna næstu poppstjörnu. Samt er um að ræða myndlistarverk sem er hluti af Sequences listahátíðinni sem nú stendur yfir. Leitin fer fram á laugardag í Mengi og formaður dómnefndar er Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, sem heimsótti Víðsjá.
12.10.2017 - 16:58
Mynd með færslu
Paprikuakrar
Í þætti kvöldsins fór Arnar Eggert yfir óvenju vítt svið, og lék allt frá japönsku hávaðarokki, til hipphopps með viðkomu í söngvaskáldalist og rafpoppi. 
11.10.2017 - 23:04
 · menning · tónlist · Popp · Popptónlist · dægurtónlist
Mynd með færslu
Svart og hvítt, gamalt nýtt
Í þætti Arnars Eggerts í þetta sinnið var rýnt í hipphopplistamenn eins og Sean Price og Fashawn, reggísnillinga á borð við Congos og Burning Spear og lágfitlsaðalinn Kurt Vile og Courtney Barnett.
27.09.2017 - 22:18
Á plánetunni Jörð
Á plánetunni Jörð er tíunda hljóðversplata Nýdanskrar. Upptökur fóru að stærstum hluta fram í Toronto, Kanada en viðbótarupptökur og hljóðblöndun fór fram á Íslandi. Á plánetunni Jörð er plata vikunnar á Rás 2.
18.09.2017 - 09:45
Mynd með færslu
Kolsvart og skjannahvítt
Arnar Eggert og félagar kíktu lítið eitt á nýlegt hipphopp og komu meistarar á borð við Vince Staples, 2 Chainz og Young Thug við sögu.
30.08.2017 - 22:11
Dekkri hliðar Hildar
Tónlistarkonan Hildur gaf á dögunum út EP-plötuna Heart to heart, en á henni má heyra dekkri lagasmíðar en fólk á að venjast frá söngkonunni.
17.05.2017 - 17:06
„Við lifum í heimi einnota skynditónlistar“
„Ég vil koma á framfæri að við lifum í heimi einnota skynditónlistar, innantómrar tónlistar án nokkurs efnis og ég held að sigur minn geti verið sigur fyrir tónlist og tónlistarfólk sem semur tónlist sem hefur raunverulega þýðingu. Tónlist er ekki flugeldur, tónlist er tilfinning svo reynum að breyta þessu og færa tónlistina aftur heim – sem er það eina sem skiptir máli“ sagði Salvador Sobral, fulltrúi Portúgals í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
15.05.2017 - 16:53
Slæmar í hálsi – og frábærar
Sigurbjörg Þrastardóttir er á Ítalíu og auðvitað veltir hún því fyrir sér ítalskri popptónlist. Hún fjallaði um hásar konur sem meina það sem þær syngja um í Víðsjá á Rás 1. Sigurbjörg skrifar:
Mynd með færslu
Ég er að glápa á skóna
Við, krakkarnir í „Arnar Eggert“, kíktum aðeins á nokkur eðallög frá árinu sem var að líða, og komu þau úr ýmsum áttum.
23.01.2017 - 17:15
 · tónlist · dægurtónlist · Popp · menning · Popptónlist
Mynd með færslu
Svona hljómar Skandinavía
Rannsóknarteymi Arnar Eggerts var hálfpartinn fegið (og þó ekki) að annir jólalagarannsókna væru loks af baki. Smellti gengið sér því í skoðun á skandinavískri tónlist.
16.01.2017 - 20:02