Færslur: Popptónlist

Britney Spears gengur með sitt þriðja barn
Bandaríska söngkonan Britney Spears greindi frá því í gær að hún gengi með sitt þriðja barn. Fimm mánuðir eru síðan dómari kvað upp þann úrskurð að Spears fengi fullt sjálfræði eftir að hafa verið undir stjórn lögráðamanna í þrettán ár.
Gagnrýni
Af líkama og sál
Þroskaður Friðrik Dór birtist hlustendum á plötu vikunnar sem nefnist Dætur og kom út á föstudaginn. Annar bragur er á Dætrum en fyrri plötum hans, fágaðri og laus við grallaraskap ungs manns. Arnar Eggert Thoroddsen er hrifinn.
Coldplay með loftslagsáætlun vegna tónleikaferðalags
Breska popphljómsveitin Coldplay fékk tvo sérfræðinga til að gera aðgerðaáætlun vegna heimsferðar sveitarinnar á næsta ári. Söngvarinn lýsti því yfir árið 2019 að þeir myndu ekki fara í tónleikaferðalag um allan heiminn fyrr en það yrði hægt á sjálfbæran hátt. Ferðalagið á næsta ári verður farið á einkaþotu en þó verður gripið til ýmissa ráðstafana til að minnka kolefnissporið.
16.10.2021 - 06:36
Myndskeið
„Það er rosa hressleiki, kannski smá galsi“
„Takk fyrir að fylgjast með og verið besta útgáfan af sjálfum ykkur,“ eru skilaboð Daða Freys til Íslendinga sem fylgjast spenntir með gengi hans og Gagnamagnsins í Eurovision-söngvakeppninni.
Myndskeið
Barist við geimverur með Daða og Gagnamagninu
Hægt er að bregða sér í hlutverk Daða og Gagnamagnsins og berjast við geimverur sem hata tónlist í nýjum tölvuleik sem kom út í dag. Tæpur mánuður er þangað til íslenski hópurinn stígur á stokk í Eurovision keppninni í Rotterdam.
Myndskeið
Nýja laginu hans Daða lekið: „Þetta er klár þjófnaður“
Sjóræningjaútgáfu af nýju Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins, 10 years, sem til stendur að frumflytja í sjónvarpinu á laugardagskvöld, hefur verið lekið á netið. Lagið er komið í almenna dreifingu á netinu og hefur verið birt á fjölmörgum síðum, bæði hér heima og erlendis. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þetta sé óþolandi, en að allir beri sig þó vel og haldi sínu striki. Forsvarsmenn Eurovision-keppninnar verði krafðir svara um hvernig svona nokkuð geti gerst.
Birnir og Páll Óskar - Spurningar
Það var mikið um dýrðir þegar Páll Óskar og Birnir mættu með Spurningar, eitt vinsælasta lag landsins í Vikuna með Gísla Marteini.
Myndskeið
Daði undirbýr Eurovision: „Ég ætla að reyna að vinna“
Daði Freyr Pétursson stefnir að því að sigra í Eurovision í maí. Hann er búinn að fá um 250 upptökur frá almenningi, sem hann ætlar að nota í laginu. Hann er nú uppi í sveit þar sem hann leggur lokahönd á verkið.
06.01.2021 - 22:27
Væri mögulegt að fjarlæga andlitstattú 6ix9ine
„Þetta eru allt litir sem ég væri bara nokkuð bjartsýn á að við gætum náð að fjarlægja, þetta er mest svart og svo þessi rauði litur og græni,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, aðspurð hvort mögulegt væri að afmá húðflúr úr andliti rapparans Takeshi69 eða 6ix9ine. Þessi skrautlegi tónlistarmaður gæti þurft að þiggja vitnavernd bandarísku alríkislögreglunnar eftir að hann vitnaði gegn fyrrverandi félögum sínum úr Bloods-glæpagenginu.
05.10.2019 - 11:07
Í beinni
Steindi á HM í lúftgítarleik
Heimsmeistarakeppnin í lúftgítarleik stendur nú yfir í Oulu í Finnlandi. Fulltrúi Íslands er Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi, sem bar sigur úr bítum á Íslandsmeistaramóti í greininni á Eistnaflugi í sumar.
23.08.2019 - 17:38
Viðtal
Innblásin af brösulegu ástarlífi vinar
Tónlistarkonan og indípopparinn Silja Rós er 25 ára leik- og söngkona sem er nýflutt heim frá Los Angeles. Hún gaf nýverið frá sér splunkunýtt lag sem heitir All I can see.
17.08.2019 - 15:00
Öll íslensku lögin
Frá Gleðibankanum til Hatara
Hatrið mun sigra í flutningi Hatara er 32. framlag Íslendinga til Eurovision. Lögin sem hafa heillað landsmenn hafa átt misjöfnu gengi að fagna í Evrópu - framlag Íslands hefur hreppt annað sætið tvisvar en einnig staðið uppi án stiga. Fjögur síðustu ár hefur framlag Íslands ekki komist í úrslit og er það lengsta fjarvera Íslands frá því núverandi fyrirkomulag var tekið upp.
14.05.2019 - 12:22
Allir hræddir um að týnast
Tónlistarkonan Sura gaf í dag út sína fyrstu plötu, Tíminn, en það var aðeins í vor sem að hún gaf út sitt fyrsta lag.
02.11.2018 - 14:58
Örbylgjuofninn Skömm
Hlaðvarpsþættirnir Skömm og Örbylgjuofninn leiddu saman hesta sína á mánudagskvöld.
30.10.2018 - 15:36
Krafa á tónlistarkonur að vera kynbombur
Fyrr í þessum mánuði kom út fyrsta plata GDRN, Hvað ef? GDRN er annað sjálf Guðrúnar Ýrar Eyfjörð, 22 ára Mosfellsbæjarmeyjar sem áður lærði á fiðlu og djasssöng, en byrjaði GDRN-verkefnið fyrir ári síðan.
01.09.2018 - 13:00
Mynd með færslu
Ljós og skuggar
Í Arnar Eggert hittum við í upphafi fyrir Hr. Ringulreið en jafn ólíkir listamenn og Olivia Newton-John, Magnum og Kraftwerk áttu innslag í blábyrjuninni og eiga tónrænt séð lítt saman að sælda. 
12.04.2018 - 12:01
 · tónlist · Popp · Popptónlist · dægurtónlist · menning
Mynd með færslu
Endimörkin eru þarna
Í Arnar Eggert í þetta sinnið litum við til meisturum á borð við Önnu Ternheim, Emily Jane White og Cörlu Bozulich en sú síðastnefnda gaf síðast út plötu árið 2014 og kallast hún hinum dulræna heiti Boy
04.04.2018 - 23:01
 · tónlist · dægurtónlist · Popp · Popptónlist · menning
Mynd með færslu
Út um græna grundu
Umsjónarmaður Arnar Eggert, Arnar Eggert sjálfur, uppgötvaði sér til mikillar hrellingar að honum hafði láðst að spila kántrírokksgoðsögnina Gram Parsons í þætti sínum. Bætti hann snarlega úr því.  
28.03.2018 - 22:49
 · Popp · Popptónlist · dægurtónlist · tónlist · menning
Mynd með færslu
Færeyjar mín móðir
Það var nú svo að umsjónarmaður, Arnar Eggert, fór ásamt vösku teymi sínu til eyjanna átján eða Færeyja fyrir stuttu. Nam hann þar nýjustu strauma og stefnur í tónlistarlífi þessarar frændþjóðar vorrar.
24.03.2018 - 13:59
Blá nótt
Plata vikunnar er Blá nótt sem er 14. plata Bjartmars Guðlaugssonar.
21.03.2018 - 14:00
Mynd með færslu
Í laufskjóli greina
Í þessum þætti ákvað Arnar Eggert að færa sig á værðarleg mið, sérstaklega undir lok þáttar, og stemningsrík verk eftir David Sylvian, Joönnu Brouk og Justin voru flutt, m.a. 
15.03.2018 - 09:49
Mynd með færslu
Frigg og Freyja
Það var með mikilli gleði sem Arnar Eggert bauð meistara David Gedge og kátum köppum hans (og meyjum) í The Weddign Present í heimsókn og var farið nokkuð ítarlega í feril þeirrar ágætu sveitar. 
07.03.2018 - 22:38
 · Popp · dægurtónlist · Popptónlist · tónlist · menning
Mynd með færslu
Pönk og heimstónlist
Arnar Eggert og kátir kappar hans fóru ansi víða í þessum þætti, víðar en venjulega og stoppuðu meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Túnis.
06.03.2018 - 16:14
Mynd með færslu
Þau bönd rofna aldregi
Í þetta sinnið gekk Arnar Eggert niður að ánni og hitti þar fyrir vin sinn, sjálfan Brúsa frænda. Þeir skoðuðu plötuna The River í sameiningu og léku lög af henni sem heyrast endilega ekki oft í útvarpinu.
16.02.2018 - 15:32
Mynd með færslu
Aðrar plánetur, aðrar stúlkur
Pönktónlist beggja vegna Atlantsála gerði vart við sig hjá Arnari Eggert og félögum, eldri slík frá Bretlandi en ögn nýrri frá Ameríku.
08.02.2018 - 09:14
 · tónlist · Popp · Popptónlist · dægurtónlist · menning