Færslur: Popppunktur

FM Belfast komnir í úrslit Popppunkts
Amabadama og FM Belfast mættust í síðari undanúrslitaleik Popppunkts og fóru FM Belfast með nokkuð sigur 43 stig gegn 28. Raunar byrjuðu liðin ekki vel því þau þekktu ekki Bone Symphony með Ragnhildi Gísla og Jakob Magnússon í fyrri vísbendingarspurningunni en FM Belfast náði strax forystu í næstu vísbendingaspurningu þar sem þeir tóku þrjú stig og bættu svo vel í þegar kom að hraðaspurningum.
10.08.2016 - 14:18
Fóru á kostum í Hemma Gunn lagi
Retro Stefson og Grísalappalísa mættust í æsispennandi hörkuleik í fyrri undanúrslitaleik Popppunkts árið 2016. Báðar hljómsveitir reyndust mjög vel að sér í íslensku popp og rokksögunni og renndu sér í gegnum spurningar Dr. Gunna án teljandi erfiðleika. Menn byrjuðu af krafti og kláruðu vísbendingaspurningarnar tvær í fyrstu tilraun, Grísalappalísa þekkti Svavar Knút í fyrstu vísbendingu og Retro Stefson þekktu lagið Í sól og sumaryl í fyrstu vísbendingu.
10.08.2016 - 13:56
Rokksafn á Eistnaflugi
Fyrsti leikurinn í Popppunkti á Páskum á Rás 2 var á milli rokkaranna sem standa að Eistnaflugi í Neskaupstað og rokkaranna sem standa að Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.
02.04.2015 - 16:00