Færslur: Poppland

Gagnrýni
Af líkama og sál
Þroskaður Friðrik Dór birtist hlustendum á plötu vikunnar sem nefnist Dætur og kom út á föstudaginn. Annar bragur er á Dætrum en fyrri plötum hans, fágaðri og laus við grallaraskap ungs manns. Arnar Eggert Thoroddsen er hrifinn.
Hamingjusamari en nokkru sinni fyrr
Platan Happier Than Ever er önnur hljóðversplata bandarísku söngkonunnar Billie Eilish. Platan kom út þann 30. júlí síðastliðinn og var plata dagsins í Popplandi.
23.08.2021 - 16:30
Fertug plata diskógyðjunnar Grace Jones
Platan Nightclubbing er 40 ára í dag, hún kom út á þessum degi 11. maí árið 1981 og er plata dagsins í Popplandi. Þetta er fimmta stúdíóplata þessarar söngkonu og lagahöfundar, sem kemur frá Jamaíku, en hún var auðvitað miklu meira en það, ofurfyrirsæta, upptökustjóri og leikkona.
11.05.2021 - 15:48
Færist nær hjarta Ameríku
Plata dagsins í Popplandi er ný plata frá Lönu Del Rey, Chemtrails Over the Country Club, sem kom út í dag. Þetta er sjöunda hljóðversplata Lönu Del Rey og það er óhætt að segja að talsverð eftirvænting hafi verið eftir henni.
19.03.2021 - 12:50
Áfram veginn
Paunkholm gaf út fyrstu plötu sína, Kaflaskil, árið 2017 og þessi samnefnda plata kemur í kjölfarið. Paunkholm er listrænt einyrkjanafn Franz Gunnarssonar, sem hefur marga fjöruna sopið í íslenskum tónlistarbransa og Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
12.02.2021 - 15:26
Síðasta breiðskífa Freddies Mercury er þrítug í dag
Platan Innuendo með hljómsveitinni Queen er 30 ára í dag og hún er plata dagsins í Popplandi.
04.02.2021 - 12:45
Svanasöngur Joplin er plata dagsins í Popplandi
Önnur og jafnframt síðasta plata Janis Joplin, Pearl, varð fimmtug í mánuðinum og hún er plata dagsins í Popplandi.
26.01.2021 - 12:59
Plata dagsins í Popplandi
Tíu ár voru frá útgáfu annarrar plötu bresku söngkonunnar Adele um helgina. Titill hennar er 21 og hún er plata dagsins í Popplandi. Farið verður yfir hana í þættinum
25.01.2021 - 13:00
Kalla sig „celebs“ og gera grín að smábæjar-kúltúr
Systkinin söngelsku Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís Vernharðsbörn eru alin upp á Suðureyri og semja saman tónlist undir hljómsveitarnafninu Celebs.
07.07.2020 - 14:02
Hefur viljað gera lag með Frikka lengi
Poppprinsar landsins þeir Huginn og Friðrik Dór gáfu í dag út lagið Einn tveir. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna saman. Lagið er sannkallaður ástar-sumarsmellur.
08.05.2020 - 15:37
Poppland
Upptökustjóri N'Sync í eina sæng með Sycamore Tree
Tvíeykið Sycamore Tree, sem samanstendur af Gunna Hilmars og Ágústu Evu, vinnur að nýrri plötu um þessar mundir og hafa hlustendur Rásar 2 fengið nasasjón af henni síðustu misseri. Þau gáfu nýverið út lagið Fire í fyrra sem naut mikilla vinasælda og síðasta föstudag lenti nýtt lag, lagið Wild Wind.
31.03.2020 - 14:49
Poppland
Skítamórall með nýtt hreinræktað sveitaballalag
Aðdáendur hljómsveitarinnar Skítamórals geta tekið gleði sína því að sveitin er snúin aftur eftir liðlega áratugar hlé með splunkunýtt lag.
27.03.2020 - 12:05
Sex plötur sem þú ættir að hlusta á í sóttkvínni
Við lifum á skrýtnum tímum, fordæmalausum jafnvel og við vitum ekki hvernig við eigum að snúa okkur. Eitt er þó víst að tónlistin heldur okkur gangandi og hér verður farið yfir nokkrar nýjar plötur sem ættu að létta ykkur lund.
26.03.2020 - 11:18
Vaxtaverkir, valdabarátta, ákefð og ást
Söngkonan Hera Hjartardóttir er nýflutt heim til Íslands eftir að hafa verið búsett á Nýja Sjálandi um árabil. Hún sendi nýverið frá sér lag sem nefnist Process og verður að finna á nýrri plötu sem kemur út í apríl.
13.01.2020 - 12:50
Ferskur en kunnuglegur blær í íslenska indí-landslagið
Magnús Thorlacius, sem áður fór fyrir hljómsveitinni Vio, kemur nú fram undir nýju nafni og í þetta sinn er hann einn á ferð. Magnús kom við í Popplandi, frumflutti lag og sagði frá væntanlegum ævintýrum sínum.
10.01.2020 - 13:40
Viðtal
„Ekkert sérstakt að Kanye West sé hrifinn“
Listamannanafnið Velvet Negroni varð til á dýrum kokteilabar í Texas. Maðurinn á bak við nafnið, Jeremy Nutzman, kemur fram á Iceland Airwaves í ár en margir af stærstu listamönnum í bransanum hafa ausið lofi yfir hann í gegnum tíðina. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn á Airwaves hátíðinni sem hefst á morgun.
05.11.2019 - 15:54
Of Monsters and Men í beinni útsendingu á Rás2
Rás 2 verður með beinar útsendingar á meðan á Iceland Airwaves stendur.
05.11.2019 - 13:10
Viðtal
Framtíðin er kvenkyns
Kiran Ghandi eða Madame Ghandi eins og hún kallar sig er tónlistarkona, aðgerðasinni og virkur þátttakandi í fjórðu bylgju femínismans. Hún kemur fram á Iceland Airwaves í vikunni og hefur einsett sér að koma íslenskum tónlistarkonum þar á framfæri.
04.11.2019 - 16:34
Hirðingjalíferni kvíðins pönkara
Brett Newski hefur troðið upp útum allan heim og kemur nú fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn á hátíðinni og í dag er það bandarískur tónlistarhirðingi.
01.11.2019 - 13:29
„Það snerist allt um það að við værum svartir"
Jesse Markin fetar nýjar slóðir í finnsku tónlistarlandslagi. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn á hátíðinni og í dag verður þessi finnski tónlistarmaður tekinn fyrir.
31.10.2019 - 13:27
Berjast gegn japönskum fegurðarstöðlum
Japanska stúlknasveitin CHAI er að brjóta blað í japanskri menningu. Þær koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn hátíðarinnar og í dag verða þessar ungu japönsku stelpur teknar fyrir.
28.10.2019 - 15:38
Semja lög um perverta og pólítík
Shame er alvöru pönkhljómsveit af gamla skólanum en hún kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi á Iceland Airwaves sem fram fer 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn hátíðarinnar og í dag er breska rokkbandið Shame tekið fyrir.
23.10.2019 - 16:25
Angurværar tregavísur um hinsegin ástir
Það styttist í eina stærstu tónlistarhátíð landsins, Iceland Airwaves. Hátíðin fer fram 6.-9. nóvember, á hinum ýmsu tónleikastöðum í Reykjavík eins og ár hvert. Poppland fjallar um eitt atriði á dag allt þar til herlegheitin skella á, og það er af nógu að taka. Í dag verður fjallað um norsku söngkonuna girl in red.
21.10.2019 - 14:59
Tónlistin hverfist um tilfinningu
Nú fer að styttast í eina stærstu tónlistarhátíð landsins, Iceland Airwaves. Hátíðin fer fram helgina 6.-9. nóvember, á hinum ýmsu tónleikastöðum í Reykjavík eins og ár hvert og nú hefur Poppland tekið sig til og fjallar um eitt atriði á dag allt þar til herlegheitin skella á, og það er af nógu að taka. Í dag verður tónlistarmaðurinn Cautious Clay tekinn fyrir.
15.10.2019 - 13:22
Gagnrýni
Blúsrokkað af lífi og sál
Gateways er ný plata Álftanessveitarinnar The Vintage Caravan, sem er leidd af gítarundrinu Óskari Loga Ágústssyni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.