Færslur: Pólverjar á Íslandi

Sjónvarpsfrétt
Dreymir um heimsmeistaramót í sjó- og íssundi
Sundhópurinn Kuldavinir hittist við Skorradalsvatn á uppstigningardag til að ljúka vetrartímabilinu með sundspretti. Í hópnum eru rúmlega sjötíu manns, en fyrsti Íslendingurinn gekk ekki til liðs við hann fyrr en fyrir mánuði. Stofnandann dreymir um að skipuleggja heimsmeistaramót í sjósundi á Íslandi. 
28.05.2022 - 11:47
Kiljan
Búið á Íslandi í fimm ár og yrkir á íslensku 
Jakub Stachowiak er Pólverji sem búið hefur á Íslandi í örfá ár en þrátt fyrir stutta dvöl hér á landi er hann farinn að yrkja ljóð á íslensku, sem jafnvel hafa unnið til verðlauna. Hann fann andagift í jafnöldru sinni Fríðu Ísberg, og ef hún gat náð langt, hví ekki hann líka?
Innflytjendur 15,5% mannfjöldans á Íslandi
Innflytjendum heldur áfram að fjölga á Íslandi en þeir voru fimmtán og hálft prósent mannfjöldans um síðustu áramót. Það hlutfall fer í 17,1% sé önnur kynslóð innflytjenda talin með. Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi þeirra sem hingað hafa flust.
Hjálpa löndum sínum og reyna að rífa upp stemmninguna
Fjórðungur íbúa í Reykjanesbæ er atvinnulaus. Pólskur íbúi bæjarins telur að fótbolti gæti létt stemmninguna. Landi hans svarar spurningum atvinnulausra Pólverja í Facebook-hópi. Maður sem er með pólskt hlaðvarp um lífið á Íslandi, segir fólk ekki alltaf vita hvernig eigi að nálgast áreiðanlegar upplýsingar. Skrifstofa Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ er lokuð vegna kórónuveirunnar.
Hefur á tilfinningunni að umsóknin rati neðar í bunkann
Kona af pólskum uppruna, sækir um fjölda starfa á mánuði án árangurs. Hún hefur á tilfinningunni að umsóknir frá fólki með erlend nöfn rati neðarlega í bunka atvinnurekenda. Pólskur maður sem missti vinnuna í faraldrinum segir fólk reyna að lifa spart. 
Myndskeið
Ómögulegt að alhæfa um 30.000 manna hóp
Sumir hafa áhyggjur af því að umræðan um sóttvarnabrotin í Landakotskirkju liti viðhorf til Pólverja á Íslandi almennt. Þetta segir mannfræðingur. Áhrif sóttvarnareglna á helgihald hafi líka verið til umræðu í Póllandi.