Færslur: Pólverjar

Pólverjar líklegri til að greinast smitaðir við komu
Hæst hlutfall smita á landamærum greinist meðal fólks með pólskt ríkisfang. Næsthæsta hlutfallið er hjá Íslendingum.
Myndskeið
Þúsund Pólverjar yfirgefa Ísland
Um þúsund Pólverjar hafa farið eða eru á leið úr landi vegna kórónuveirufaldursins og afleiðinga hans. Hins vegar eru um hundrað Pólverjar á leið til landsins, margir til að vinna í byggingariðnaði. Helmingurinn af þeim fjögur þúsund manns sem unnu á Keflavíkurflugvelli er pólskir að uppruna.
23.05.2020 - 19:23
Ekki bara góð á jólum - margir í pólskri messu
Ekki var bara messað á íslensku í hátíðamessum um landið í dag, jóladag. Til dæmis var messað á pólsku í Landakotskirkju eða Kristskirkju. Kirkjugestur segir að boðskapur prestsins hafi verið að sýna ætti tilfinningar og vera góður allt árið, ekki bara um jólin.
25.12.2018 - 18:15
„Allt annar hópur en kom fyrir hrun“
Ævintýraþráin dró suma til landsins, aðrir komu til að safna peningum. Hjá sumum gekk allt eins og í sögu, aðrir hittu fyrir fólk sem vildi nýta sér stöðu þeirra. Á síðasta ári bættust 7000 manns í hóp erlendra ríkisborgara hér á landi, fjölgun sem nemur 25%. Þetta er aðallega fólk frá EES-ríkjum, einkum Póllandi, ungt og á eigin vegum. Spegillinn ræddi við nokkra pólska innflytjendur sem eiga það sameiginlegt að hafa komið hingað í fyrra.
26.01.2018 - 21:21