Færslur: Pólitík

Vinnu- og félagsmálaráðherra Noregs segir af sér
Hadia Tajik, vinnu- og félagsmálaráðherra Noregs, hefur óskað eftir að láta af embætti. Hún hefur verið ráðherra síðan 2021. 
02.03.2022 - 14:29
Sitjandi þingmaður með pólitískan umræðuþátt
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, mun stýra pólitískum umræðuþætti á Hringbraut í aðdraganda alþingiskosninga. Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá flokknum og lítur ekki á pólitísk störf sín sem vandamál sem fjölmiðlamaður.
Gunnar Smári leiðir Sósíalista í Reykjavík norður
Sósíalistaflokkurinn hefur birt lista sinn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Gunnar Smári Egilsson, atvinnulaus blaðamaður og formaður framkvæmdastjórnar flokksins, skipar fyrsta sæti listans. Í öðru sæti er Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur og aktívisti. Atli Gíslason, tölvunarfræðingur, er í þriðja sæti og fjórða sæti listans vermir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 
07.08.2021 - 11:44
Ný ríkisstjórn mynduð í Ísrael
Stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael tókust á síðustu stundu fyrr í kvöld. Yair Lapid, formaður miðjuflokksins Yesh Atid, sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum mínútum áður en stjórnarmyndunarumboð hans rann út.
02.06.2021 - 20:56
Ákvörðun Kolbeins kom Bjarkeyju á óvart
Ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna um að draga framboð sitt til baka, var hans ákvörðun og fer í ferli innan þingflokks Vinstri grænna, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
12.05.2021 - 08:33
Forsetinn sem skildi eftir opið sár á þjóðarsálinni
„Þetta er ein af þeim myndum sem fjölmiðla- og stjórnmálanördar eins og ég bara bíða eftir,“ segir Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi um kvikmyndina Frost Nixon. Myndin er í Bíóást í kvöld á RÚV.
31.10.2020 - 14:00
Viðtal
Vill ekki láta kalla sig afneitunarsinna
„Eins og ég horfi á þetta þá er það þannig að vísindamenn eru ekki sammála um þessa hluti. Loftslagið er bara eins og sjórinn, fólk þekkir það ekki mjög vel.“ Þetta segir Erna Ýr Öldudóttir, sjálfstæður blaðamaður á vefritinu Viljanum. Hún hefur meðal annars skrifað grein þar sem hún færir rök fyrir því að Parísarsamkomulagið sé svikamylla. Hún trúir því ekki að hlýnun jarðar sé ógn við mannkynið og efast um að koltvíoxíð valdi gróðurhúsaáhrifum.
19.10.2019 - 14:00
Akureyrarbær eigi ekki að reka kaffihús
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri segir það fráleitt að Listasafnið á Akureyri reki kaffihús í samkeppni við einkarekstur í bænum. 
14.08.2019 - 14:58
Hvernig fóru kosningarnar í Svíþjóð?
Mikið hefur gengið á í sænskri pólitík að undanförnu enda ný afstaðnar þingkosningar. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson fer yfir kosningarnar og niðurstöður þeirra.
12.09.2018 - 14:34
Tígrisdýr, flóttamenn og pólitísk fegurð
Í Þýskalandi starfar hópur róttækra listamanna að Miðstöð pólitískrar fegurðar. Hópurinn bíður ekki eftir því að stjórnvöld bæti heiminn heldur grípur fram fyrir hendur þeirra með aðgerðum sem mörgum þykja mjög umdeilanlegar.
10.11.2017 - 17:00