Færslur: Pokémon

Nýr Pokémon leikur væntanlegur
Það er nóg um að vera í tölvuleikjaheiminum eins og vanalega en tölvuleikjaráðstefnan E3 sem haldin er í Los Angeles er rétt handan við hornið og hefst í næstu viku.
05.06.2018 - 13:39
Fyrstur til að ná öllum Pokemon-verunum
David Quintana, 21 árs Spánverji, varð fyrstur allra til þess að ná öllum verunum í Pokemon Go snjallsímaleiknum, 145 talsins. Quintana fann þá alla í heimabæ sínum, Elche, við suðurströnd Spánar. Það tók hann 22 daga og nætur að hafa uppi á þeim. Hann ferðaðist á víð og dreif um borgina á reiðhjóli og gangandi. Alls fór hann um 100 kílómetra í leit sinni og hvíldi sig nokkrum sinnum, í nokkrar klukkustundir í senn.
04.08.2016 - 05:33
Hafa áhyggjur af öryggi barna vegna Pokémon Go
Bresk samtök sem berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum hafa skrifað tölvuleikjarisanum Nintendo opið bréf. Þar lýsa þau áhyggjum sínum af því að barnaníðingar geti nýtt sér nýjasta leik fyrirtækisins, Pokémon Go, til að lokka til sín börn.
14.07.2016 - 10:49
Veiða Pokémon í raunheimum
Enn á ný hefur einhvers konar Pokémon-æði gripið um sig. Í þetta skiptið er það snjallsímaleikur sem er að stórum hluta spilaður í raunheimum. Rúmlega þúsund manns eru í Facebook-hópnum „Íslenskir Pokémon þjálfarar“ þátt fyrir að leikurinn sé strangt til tekið ekki enn aðgengilegur hér á landi.
12.07.2016 - 14:16