Færslur: Plöntublinda

Pistill
Listin er að móta ný og heilnæmari tengsl við umhverfið
Um síðustu helgi fór fram sviðslistahátíðin Plöntutíð á höfuðborgarsvæðinu – grasrótarhátíð í báðum merkingum þess orðs. Ekki bara sprettur hún úr senu ungra sviðslistamanna, grasrótinni, heldur tókust öll verkin á við grös, rætur og plöntur á einhvern hátt, þema sem virðist listamönnum sérstaklega hugleikið um þessar mundir.
Lestin
Hættum að sjá gróðurinn vegna plöntublindu
Í sítengdum samtíma og borgarsamfélagi á fólk í æ minni tengslum við plöntur og aðrar ómennskar lífverur. Jafnvel þar sem gróður leynist í umhverfinu tekur fólk verr eftir honum og á erfitt með að þekkja hann og greina muninn á ólíkum tegundum plantna. Þessi aftenging fólks frá náttúrunni og vangeta til að þekkja gróðurinn hefur nýlega fengið nafnið „plöntublinda.“