Færslur: Play Air

„Þetta kom bara eins og eftir pöntun“
Bókanir hjá Icelandair og Play tóku kipp í gær þegar fór að gjósa. Forstjórar félaganna fagna gosinu og eru sammála um að það hafi góð áhrif á ferðaþjónustuna.
Engin röskun á flugi
Engin röskun hefur orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli enn sem komið er vegna gossins. Viðbragðsáætlun Isavia hefur verið virkjuð en hún tekur mark af upplýsingum frá Almannavörnum og Veðurstofunni.
Morgunútvarpið
Atburðarás sem enn er verið að vinda ofan af
Forstjóri flugfélagsins Play segir að villumelding um borð í vél félagsins sem lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag hafi komið af stað atburðarás sem enn sé verið að vinda ofan af. Lítið megi út af bregða.
15.06.2022 - 09:43
Flugumferð um Keflavík nálgast það sem var 2019
Millilandaflug er óðum að færast í eðlilegt horf eftir covid-19 faraldurinn og er fjöldi brottfara að nálgast það sem var sumarið 2019.
160 manns ráðnir til Play frá áramótum
Flugfélagið Play bætir tveimur flugvélum í flugflota sinn á næstu mánuðum og verða þær þá sex talsins. Samhliða fjölgun véla hefur félagið ráðið 160 starfsmenn frá áramótum. Þetta segir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play.
07.04.2022 - 10:26
Play flýgur til New York
Flugfélagið Play hefur farþegaflug til New York í Bandaríkjunum í júní.  Flogið verður til New York Stewart International flugvallar og verður Play eina flugfélagið með millilandaflug til og frá vellinum sem er í um 75 mínútna fjarlægð frá Times Square á Manhattan.  
01.02.2022 - 13:03
Föst í flugvél á Keflavíkurflugvelli vegna hvassviðris
Farþegar Play Air sem flugu til Íslands frá Kaupmannahöfn í kvöld sátu fastir um borð í vélinni í hálfan annan tíma, þar sem hvorki var hægt að nota landgöngubrýr né stigabíla vegna hvassviðris. Vélin lenti um hálftólf í kvöld og fengu farþegar og áhöfn að yfirgefa vélina um eitt leytið.
10.01.2022 - 02:20
ASÍ hafi sent tölvupóst eftir ákall frá starfsfólki
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ásakanir Birgis Jónssonar, forstjóra Play um að ASÍ standi í „skotgrafahernaði“ og óski eftir hryllingssögum starfsmanna vera alvarlegar og ósannar. „Inntakið í bréfinu sem við sendum flugliðum Play var að við buðum fram aðstoð okkar vegna þess að við höfðum fengið nafnlausar ábendingar. Við vildum koma því á framfæri að það væri hægt að tala við okkur í trúnaði og að við værum til þjónustu reiðubúin,“ segir Drífa.
Play tryggir sér sex nýjar flugvélar
Flugfélagið Play hefur tryggt leigu á sex nýjum flugvélum sem koma inn í reksturinn á næstu tveimur árum og hyggst félagið bæta við sig allt að 200 starfsmönnum í vor. Félagið kynnti í morgun hálfs árs uppgjör.
01.09.2021 - 12:06
Play sækir um heimild til Bandaríkjaflugs
Flugfélagið Play skilaði fyrir helgi umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til að hefja farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir umsóknina flókið verkefni en stefnt sé að því að hefja sölu á miðum á þessu ári.
23.08.2021 - 14:54
Undanþágur frá skimunum flugáhafna til skoðunar
Verið er að skoða undanþágur flugáhafna flugfélaganna Play og Icelandair frá reglulegum skimunum. Samkvæmt núgildandi reglugerð þurfa þær ekki að framvísa PCR-prófi nema dvöl þeirra ytra sé lengri en þrír sólarhringar.
Myndskeið
Dagarnir verða ekki stærri
Flugfélagið Play fór jómfrúarferð sína í dag. Um svipað leyti hófst hlutafjárútboð félagsins og segir forstjóri þess að Play sé komið til að vera. Fyrsti áfangastaðurinn voru Lundúnir og voru margir farþeganna að ferðast í fyrsta skipti frá því fyrir COVID-faraldur. Löngu tímabært, sögðu þeir.
Play hóf sig til flugs í morgun
Flugfélagið Play fór í sitt fyrsta flug kl. 11:00 í morgun og var ferðinni heitið til Stanstead-flugvallar í úthverfi Lundúna. Fréttamaður hitti fyrir áhafnarmeðlimi og skoðaði sig um í vélinni sem er sú fyrsta sem PLAY fær til notkunar.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta vél Play komin
Fyrsta vél flugfélagsins Play lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis og var tekið á móti henni með viðhöfn. Fyrsta áætlunarflugið verður í næstu viku.
15.06.2021 - 19:58
Vel yfir þúsund störf samhliða auknum umsvifum
Vel yfir þúsund störf hafa skapast samhliða auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir marga bíða eftir að komast í störfin sín á flugvellinum en ekki komist allir að í sumar.
Segir taxta flugmanna Play langt undir öllum launum
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra  atvinnuflugmanna (FÍA) segir taxta flugmanna flugfélagsins Play vera langt undir öllum launum. Hann veltir fyrir sér hví Samtök atvinnulífsins standi á bak við slíka samninga.
Stjórn ÍFF stígur fram með semingi
Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins (ÍFF) hefur upplýst ríkissáttasemjara um hverjir það voru sem skrifuðu undir kjarasamninga félagsins við Play. Stjórnarmenn harma að nöfn þeirra hafi verið dregin inn í umræðuna.
Segja ummæli Drífu sorglegan og annarlegan áróður
PLAY segir ummæli Drífu Snædal, forseta ASÍ, um launakjör starfsmanna fyrirtækisins vera sorglegan og annarlegan áróður. Fyrirtækið lýsir yfir sárum vonbrigðum með að hún „skuli bregða fæti fyrir nýtt flugfélag sem er beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri flugfargjalda," segir í fréttatilkynningu PLAY.
20.05.2021 - 02:12
Flugfélagið Play byrjað að selja farmiða
Flugfélagið Play hóf sölu farmiða snemma í morgun og hefur salan farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Fyrsta áætlun félagsins gildir út apríl 2022 en þegar hefur verið skipulagt flug til sjö áfangastaða.
Play stefnir á flugtak í júní
Flugfélagið Play stefnir að því að hefja áætlunarflug í lok júní. Stjórnendur félagsins tilkynna fyrirætlanir sínar á næstu dögum.
14.04.2021 - 18:36
Bogi segir óraunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð. Það hafi verið reynt tvisvar áður en slíkur rekstur sjáist aðeins á stórum alþjóðaflugvöllum.
Vill að Play verði tekið til gjaldþrotaskipta
Bogi Guðmunds­son, sem var fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play þegar tilkynnt var um stofnun félagsins fór í morgun fram á að fyrirtækið væri tekið til gjaldþrotaskipta vegna skulda við sig. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, sagði í samtali við fréttastofu að kröfunni hafi verið andmælt og lögmenn félagsins hafi framvísað gögnum um að Play skuldaði Boga ekkert.
10.09.2020 - 14:52
Keppinautar Icelandair ekki beðnir álits á lánalínu
Keppinautar Icelandair Group eru ekki meðal þeirra sem beðnir eru um álit á lánalínunni sem stjórnvöld ætla að veita fyrirtækinu ríkisábyrgð á, en málið er nú til meðferðar hjá þinginu.
Play með nægt fjármagn til að fljúga í haust
Play hefur aðgang að nægilegu fjármagni til að fara í loftið og ætlar flugfélagið að hefja flug í haust. 
11.06.2020 - 06:40
Play skoðar að hefja flug í sumar
Forstjóri Play segir að félagið geti hafði áætlunarflug með nokkrurra daga eða vikna fyrirvara. Félagið hafi tryggt sér nokkrar Airbus-vélar. Til skoðunar sé að hefja áætlunarflug í sumar eða haust.
24.05.2020 - 12:29

Mest lesið