Færslur: play

Íslensku flugfélögin fluttu 348 þúsund farþega í maí
Farþegum Icelandair fjölgaði talsvert í maí frá aprílmánuði og voru um áttfalt fleiri en í maí á síðasta ári. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl á þessu ári. Heildarframboð flugsæta í maí var um 75% af framboði sama mánaðar árið 2019.
07.06.2022 - 17:58
Farþegum Play fjölgaði um 58% milli mánaða
Flugfélagið Play flutti alls 56.601 farþega í maí og jókst fjöldi farþega um 58% frá því í apríl, þegar Play flutti 36.669 farþega. Sætanýting var um 70% í síðasta mánuði. Farþegafjöldinn í maí var nærri jafnmikill og hann var samanlagt allan fyrsta ársfjórðung ársins.
07.06.2022 - 13:20
Play tapaði nærri einum og hálfum milljarði
Tap flugfélagsins Play á fyrsta ársfjórðungi nam tæplega einum og hálfum milljarði króna. Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar og hækkandi olíuverð vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafði neikvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu fjórðungsins.
24.05.2022 - 16:39
Birgir bjartsýnn þrátt fyrir hátt í 3 milljarða tap
Það eru strembnir tímar fram undan í flugrekstri. Faraldurinn hefur sett sitt mark á ferðalög fólks og nú hefur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu víðtæk áhrif og kostnaður eykst með hækkandi olíuverði. Play tapaði tæpum þremur milljörðum króna í fyrra og afkoma félagsins var helmingi verri en lagt var upp með í kynningu á hlutafjárútboði í júní í fyrra. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segist þó bjartsýnn því bókanir hrannist nú inn og farþegahópurinn stækkar.
17.03.2022 - 13:22
Segir ASÍ hafa beðið starfsfólk Play um hryllingssögur
Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, vísar allri gagnrýni Alþýðusambands Íslands um kjör starfsfólks félagsins á bug. Hann segir ASÍ hafi að fyrra bragði sent starfsmönnum Play tölvupósta þar sem óskað var eftir „hryllingssögum“. ASÍ hefur gagnrýnt launakjör starfsfólks auk þess að Play hafi ekki samið við Flugfreyjufélag Íslands, heldur séu allir starfsmenn í Íslenska flugstéttarfélaginu sem sambandið skilgreini sem „gult stéttarfélag“.
Forstjóri Play: „Þetta eru bara órökstuddar dylgjur“
Birgir Jónsson, forstjóri Play, gefur lítið fyrir gagnrýni Drífu Snædal, forseta ASÍ, á framgöngu flugfélagsins gagnvart starfsfólki. Hann segir hana fara með órökstuddar dylgjur og hvetur hana til að birta gögn máli sínu til stuðnings.
01.10.2021 - 16:48
Starfsfólk Play leitar til ASÍ vegna aðbúnaðar
Starfsfólk flugfélagsins Play hefur ítrekað leitað til Alþýðusambands Íslands og kvartað undan slæmum aðbúnaði. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ.
01.10.2021 - 14:47
Með okkar augum
„Ég held ég sé rosalega klár, en er það ekki“
Trommuleikarinn Birgir Jónsson er forstjóri flugfélagsins Play sem hóf sig til flugs í júní. Þó hann leiki ekki lengur á trommur með hljómsveitinni Dimmu mun hann ekki hætta að berja húðirnar þegar færi gefst. „Síðan ég var pínulítill var ég að lemja með sleifum á potta og stóla, svo mamma og pabbi urðu að láta mig fá trommusett,“ segir hann í aðalviðtali Með okkar augum í kvöld.
22.09.2021 - 13:50
Play verður að semja, segir forseti ASÍ
Forseti ASÍ telur það ekki spurningu hvort heldur hvenær nýja flugfélagið Play verði að ganga til samninga við Flugfreyjufélag Íslands.
25.06.2021 - 12:36
Myndskeið
Dagarnir verða ekki stærri
Flugfélagið Play fór jómfrúarferð sína í dag. Um svipað leyti hófst hlutafjárútboð félagsins og segir forstjóri þess að Play sé komið til að vera. Fyrsti áfangastaðurinn voru Lundúnir og voru margir farþeganna að ferðast í fyrsta skipti frá því fyrir COVID-faraldur. Löngu tímabært, sögðu þeir.
Flugfreyjufélagið krefst þess að Play geri kjarasamning
Flugfreyjufélag Íslands krefst þess að flugfélagið Play gangi til viðræðna um kjarasamning flugfreyja og flugþjóna. Flugfélaginu hefur verið sent erindi þess efnis.
22.06.2021 - 15:59
Forstjóri og stjórnarmenn sæta rannsóknum
Birgir Jónsson forstjóri Play og  María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður félagsins eru bæði til rannsóknar hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Þetta kemur fram í útboðsgögnum vegna komandi hlutafjárútboðs Play á fimmtudag þar sem gerð er grein fyrir álitamálum sem tengjast félaginu.
22.06.2021 - 12:36
Ná fram „launahagræðingu en ekki úr umslagi launþega“
Kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Play var í morgun en flugfélagið stefnir á að fá allt að 4,3 milljarða aukningu á hlutafé. Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, sem kynnti starfsemina sagði ákveðins misskilnings hafa gætt um kjör starfsmanna félagsins og kvaðst feginn að þeirri dulúð væri aflétt.
22.06.2021 - 11:37
Hlutafjárútboð Play hefst á fimmtudag
Hlutafjárútboð í nýja íslenska flugfélaginu Play hefst á fimmtudag og stefnir félagið að því að ná allt að 4,3 milljörðum króna í nýtt hlutafé. Áætlanir Play gera ráð fyrir að tekjur þess gætu numið 25 milljón dollurum eða tæpum 3,1 milljarði króna á þessu ári, en að þær gætu margfaldast á næstu árum.  
21.06.2021 - 21:49
Viðtal
„Allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verða virtar“
Flugfélagið Play stefnir að því að fyrsta flugferðin verði til London Standsted 24. júní. Forstjóri félagsins segir að samið verði við Íslenska flugstéttarfélagið og að „allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verði virtar“: „Þetta verða íslenskir kjarasamningar og íslensk laun.“ Forseti ASÍ hefur óskað eftir fundi með félaginu. 
16.05.2021 - 17:21
Fea, Birta og Fiskisund stærstu hluthafarnir
Flugfélagið Play sem hyggst hefja áætlunarflug í júní birti í dag lista yfir stærstu hluthafa sína eftir nýafstaðið lokað hlutafjárútboð sem nam hátt í sex milljörðum íslenskra króna. Fea ehf. er stærsti hluthafinn með 21,25% hlut.
21.04.2021 - 16:07
Undirbýr flug og auglýsir eftir framkvæmdastjórum
Lággjaldaflugfélagið Play sem stefnir á að hefja starfsemi á næstu mánuðum auglýsir eftir tveimur framkvæmdastjórum í dag. Annars vegar er auglýst eftir framkvæmdastjóra fjármálasviðs og hins vegar framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs. Stefnt sé að því að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað First North. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi en verið er að leggja lokahönd á þá vinnu, samkvæmt auglýsingunni.
17.04.2021 - 11:44
Play stefnir á flugtak í júní
Flugfélagið Play stefnir að því að hefja áætlunarflug í lok júní. Stjórnendur félagsins tilkynna fyrirætlanir sínar á næstu dögum.
14.04.2021 - 18:36
Play: Stefna á að miðasala hefjist í janúar
Undirbúningur við stofnun flugfélagsins Play er á lokametrunum, segir María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi félagsubs. Stefnt er á að miðasala hefjist í janúar að fjármögnun lokinni.
23.12.2019 - 14:22
 · Innlent · play · flug · Flugfélög · Flugsamgöngur · Atvinnulíf
Fjármögnun Play hefur dregist á langinn
Fjármögnun nýja flugfélagsins Play hefur gengið hægar en forsvarsmenn félagsins höfðu vonað. Sölu flugmiða sem átti að hefjast um mánaðamótin hefur verið frestað. Vonast er til að miðasalan hefjist fyrir áramót.
01.12.2019 - 12:25
Óttast ekki að verða undir í samkeppninni
Forstjóri hins nýja flugfélags Play telur að það geti vel þrifist í samkeppni við Icelandair. Markaðssérfræðingur segir margar gildrur í flugrekstri og mikilvægt sé að læra af mistökum WOW air.
05.11.2019 - 19:58
Viðskipti · Innlent · Samgöngumál · Wow air · wab · play · flug · Flugfélög · Icelandair