Færslur: Plata vikunnar

Gagnrýni
Stórbrotin jól!
Jól með Jóhönnu er jólaplata þar sem öllu er til tjaldað, glæsileikinn er keyrður upp í ellefu og tónlist og flutningur eftir því. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Sigurður og Sigríður - Það eru jól
Jólabörnin Sigurð Guðmundsson og Sigríði Thorlacius þarf vart að kynna. Þau gáfu nýverið út plötuna Það eru jól sem er safn laga sem þau hafa gefið út á hverju hausti síðan árið 2014. Þar að auki eru á plötunni þrjú ný jólalög. Það eru jól er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Eivör okkar springur út
Eivör Pálsdóttir er hæglega einn af helstu popplistamönnum Norðurlanda í dag og vegur hennar fer vaxandi. Segl, nýjasta plata hennar – og sú níunda – treystir hana enn frekar í sessi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Plata vikunnar
Eivør Pálsdóttir - Segl
Færeyska söngkonan og Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir gaf út plötuna Segl í haust sem fylgir eftir plötunni Slør sem kom út árið 2017. Segl er plata vikunnar á Rás 2.
01.12.2020 - 15:50
Laura Secord - Ending Friendships
Ending Friendships er fyrsta plata rokksveitarinnar Laura Secord sem skipuð er fólki frá Íslandi, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Platan kom út í lok árs 2019 en sveitin hefur verið virk í póst-pönksenu Reykjavíkur í nokkurn tíma.
22.06.2020 - 15:20
Næmt og glúrið
Intelligentle er sólóbreiðskífa eftir Helga Jónsson, en heil sjö ár eru síðan hann gaf út slíka. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem var plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Kraftur í minni
Önnur breiðskífa Cell 7 heitir Is There Anybody listening og er hún uppfull af hipphoppi en líka dansvænu húsi og poppi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Kalli Tomm - Oddaflug
Oddaflug er önnur sólóplata Kalla Tomm sem er kannski þekktastur fyrir að hafa lamið húðir í Gildrunni sem er líklega þekktasta sveit Mosfellinga. Oddaflug var hljóðrituð í stúdíó Paradís frá maí 2017 og fram í nóvember 2018. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum Ásmundar Jóhannssonar.
15.01.2019 - 11:00
Gagnrýni
Blítt það ómar
Elífa tungl er fimmta sólóplóta Guðrúnar Gunnars og innihaldið ljúfir og þekkilegir söngvar af ýmsu tagi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Svalt nýbylgjurokk     
Benny Crespo‘s Gang lætur hér frá sér ansi frískt nýbylgjurokk í formi plötunnar Minor Mistakes – ellefu árum eftir frumburðinn. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Milda hjartað er sterka hjartað
Fjórða plata Jónasar Sig heitir Milda hjartað og sker hún sig frá fyrri verkum hans um margt. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Dramatískt og einlægt
Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, notast við listamannsnafnið JAK á fyrstu sólóplötu sinni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Stingandi þjóðlagastemmur
Þjóðlagadúettinn Ylja fagnar tíu ára afmæli sínu með plötunni Dætur, hvar þjóðlagaarfur landsins er undir. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Heilinn hans Arnars Úlfs
Hasarlífsstíll er fyrsta sólóplata Arnars Úlfs, sem hefur gert garðinn frægan sem annar helmingur hip hop dúettsins Úlfur Úlfur. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Þriðja kryddið
Þriðja kryddið fjallar um óútkljáða gremjuvalda og ferðalög út fyrir efnisheiminn, karla og konur í kreppu, öldrun, sólarlönd og almenna bugun. Fyrir utan hið augljósa bragðaukandi bætiefni þá er Þriðja kryddið lífstíll, samfélagsgerð og einkenni á mannlegri hegðun. Þriðja kryddið er þriðja plata Prins Póló og er platan plata vikunnar á Rás 2.
24.04.2018 - 10:47
Fólk er fífl
Hafnfirska hljómsveitin Botnleðja gaf út aðra breiðskífu sína árið 1996 og bar hún titil sem fór fyrir brjóstið hjá sumu fólki. „Fólk er fífl“ var líkt og hljómsveitin eins og ferskur andvari fyrir íslenskt tónlistarlíf þegar hún kom út á vegum R&R Músík. Í ár eru 21 ár frá útgáfu plötunnar og mun Record Records endurútgefa þessa frábæru plötu á hinu forláta vínilformi, platan er plata vikunnar á Rás 2.
04.09.2017 - 09:41
Moses Hightower - Fjallaloft
Plata vikunnar á Rás 2 er nýjasta breiðskífa Moses Hightower en hún heitir „Fjallaloft“ og inniheldur 11 lög, en nokkur af þeim hafa þegar gert góða hluti á öldum ljósvakans. Má þar einna helst nefna „Feikn“, „Trúnó“, „Snefill“ og „Fjallaloft“ en það síðastnefnda hefur verið á toppi Vinsældalista Rásar 2 undanfarnar þrjár vikur.
12.06.2017 - 13:27
Úlfur Úlfur - Hefnið okkar
Plata vikunnar á Rás 2 er önnur breiðskífa rapp dúetsins Úlfs Úlfs, Hefnið okkar. Við heyrum lög af plötunni alla vikuna frá og plötuna í heild sinni með kynningum meðlima í kvöld klukkan 22:05
29.05.2017 - 10:05
Vök - Figure
Plata vikunnar á Rás 2 er Figure frá hljómsveitinni Vök. Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu „Figure“ föstudaginn 28. apríl nk. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi en hún kemur út á vegum Nettwerk sem sveitin gerði nýlega útgáfusamning við um útgáfu á plötunni á öðrum markaðssvæðum.
22.05.2017 - 19:26
Ásgeir - Afterglow
Plata vikunnar þessa vikuna er ný plata Ásgeirs Trausta, Afterglow. Á dögunum gaf tónlistarmaðurinn Ásgeir út sína aðra plötu Afterglow en rúm fjögur ár eru síðan hann gaf út frumraun sína „Dýrð í dauðaþögn“ hér á landi sem var gífurlega vel tekið og hefur selst í um 35 þúsundum eintaka. Ellefu lög er að finna á „Afterglow“ sem öll eru á ensku, að einu undanskyldu.
12.05.2017 - 16:16
Aron Can - Ínótt
Plata vikunnar á Rás 2 er Ínótt - Aron Can. ÍNÓTT er fyrsta plata í fullri lengd eftir listamanninn Aron Can. Platan inniheldur 13 lög og er gefin út af Sticky Plötuútgáfu. Þykir hún sjálfstætt framhald frumraunar hans, Þekkir Stráginn, og ber þess mörg merki þó tónlistin hafi þroskast gífurlega mikið á því ári sem liðið er.
02.05.2017 - 10:41
Bellstop – Jaded
Plata vikunnar á Rás 2 er Jaded, ný plata hljómsveitarinnar Bellstop.
24.04.2017 - 09:41
Omotrack - Mono & Bright
Plata vikunnar á Rás 2, Mono and Bright frá hljómsveitinni Omotrack. Við erum bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir. Við ólumst upp í Eþíópíu, meðal annars í litlu þorpi sem heitir Omo Rate. Þaðan kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar, Omotrack. Við höfum spilað og samið tónlist saman frá því að við vorum litlir. Tónlist er það sem við gerum og hefur alltaf verið hluti af okkur. Við þekkjum mjög vel inn á hvorn annan og erum nánast sammála um allt þegar kemur að því að semja og útsetja.
18.04.2017 - 10:44
Mánar - Nú er öldin önnur
Plata vikunnar á Rás 2 er plata Mána - Nú er öldin önnur Hljómsveitin Mánar fagnaði á þar síðasta ári hálfrar aldar afmæli sínu. Hún hefur þó ekki starfað óslitið þann tíma sem liðinn er, en blómaskeið þeirra félaga var frá 1965-75 Á þeim tíma gáfu Mánar út þrjár hljómplötur tvær tveggjalaga 45 snúninga og eina L.P. 33. snúninga auk laga á safnplötu.
03.04.2017 - 16:15
Sturla Atlas - 101 Nights
Plata vikunnar á Rás 2 er nýtt "mixtape" Sturlu Atlas - 101 Nigths Sturla Atlas & 101 Boys gáfu fyrr í mánuðinum út sitt þriðja “mixtape”, 101 Nights. Aðdáendur sveitarinnar hafa beðið eftir útgáfunni með mikilli eftirvæntingu og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Sveitin heldur uppteknum hætti í útgáfu og er platan fáánleg án endurgjalds á öllum helstu streymisþjónustum.
27.03.2017 - 12:39