Færslur: Plastrusl

Verja 150 milljónum til hreinsunar strandlengjunnar
Samstarfsyfirlýsing um fimm ára átak í hreinsun strandlengju Íslands var undirrituð í dag. Ríkið ætlar að veita 150 milljónum til átaksins á fimm árum. Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, gleðst yfir átakinu sem hann hefur beðið eftir í 25 ár.
21.09.2021 - 23:44
20 fyrirtæki framleiða yfir helming af öllu plastrusli
Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming alls einnotaplasts sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.