Færslur: Plastmengun
Örplast finnst í fyrsta sinn í mannsblóði
Vísindamenn greindu á dögunum í fyrsta sinn örplast í mannsblóði. Rannsakendur við Vrije-háskólann í Amsterdam stóðu að rannsókninni og þeir segja niðurstöðurnar áhyggjuefni.
25.03.2022 - 02:24
Plast aðaluppistaða rusls á ströndum landsins
Á ströndum Íslands er plastúrgangur mikið vandamál og virðist ekki á undanhaldi. Markmiðið með vöktunarátaki Umhverfisstofnunar á ströndum landsins er að koma í veg fyrir að úrgangur lendi í hafinu.
29.08.2021 - 17:40
Holur lundans flestar plastmengaðar
Plast finnst í tveimur af hverjum þremur lundaholum, þetta sýnir ný rannsókn Háskóla í Inverness í Skotlandi.
07.08.2021 - 15:35
Plastmenguð molta úr GAJU einungis nothæf á haugana
Moltan sem Sorpa framleiðir í GAJU; Gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi, inniheldur allt of mikið plast og nýtist ekki annars staðar en á haugunum. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að byrja að safna lífrænum úrgangi til að hráefnið í moltuna verði boðlegt.
25.05.2021 - 21:15
20 fyrirtæki framleiða yfir helming af öllu plastrusli
Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming alls einnotaplasts sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.
18.05.2021 - 05:17
UArtic gefi tóninn í loftslagsmálum eftir COVID-19
Halla Hrund Logadóttir, einn af stofnendum og stjórnendum Miðstöðvar norðurslóða við Harvard-háskóla og verðandi orkumálastjóri, bindur vonir við fund Norðurskautsráðsins í næstu viku. Hún telur að ráðstefna háskóla norðurslóða gefi tóninn eftir COVID-19 og verði vonandi sá stökkpallur háskólasamfélagsins inn í aukna samvinnu sem mikil þörf sé fyrir.
14.05.2021 - 16:20
„Eitt af stóru viðfangsefnunum sem blasa við okkur“
Það er alvarlegt mál hversu víða örplast er að finna, og nauðsynlegt að herða enn róðurinn í baráttunni gegn plastmengun. Þetta segir umhverfisráðherra. Hann vill að gerðir verði alþjóðlegir samningar til að berjast gegn því að plast berist í heimshöfin.
27.04.2021 - 22:21
Allir plastpokar eru nú bannaðir í verslunum
Um áramótin tóku gildi reglur sem banna afhendingu plastburðarpoka í verslunum hvort sem er gegn endurgjaldi eða ekki. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Til þess að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir poka eru einnota burðarpokar úr öðrum efniviði en plasti gjaldskyldir.
04.01.2021 - 21:21
Plastpokar bannaðir í þýskum verslunum frá 2022
Plastpokabann blasir við viðskiptavinum þýskra stórmarkaða og annarra verslana eftir að þýska þingið samþykkti löggjöf þar að lútandi í gær. Bann við sölu og dreifingu einnota innkaupapoka úr plasti í þýskum verslunum tekur gildi 1. janúar 2022.
27.11.2020 - 02:41
14 milljónir tonna af plasti á hafsbotni
Minnst 14 milljónir tonna af örplasti hvíla á botni heimshafanna. Þetta er mat vísindamanna við Vísinda- og rannsóknastofnun Ástralíu, CISRO, byggt á greiningu á borkjörnum sem sóttir voru í set á botni Stóra-Ástralíuflóa, um og yfir 300 kílómetra undan suðurströnd Ástralíu. Sýni sem tekin voru á allt að þriggja kílómetra dýpi benda til þess að allt að 30 sinnum meira plast sé að finna á botni hafsins en fljótandi á yfirborði þess.
06.10.2020 - 06:59