Færslur: Plastendurvinnsla

Viðtal
Mikilvægt að endurvinnsluferlið verði gagnsærra
„Í fyrsta lagi þarf að komast að því hvað er þarna á ferðinni, í öðru lagi þarf að sjá til þess að þetta plast fari þangað sem það á að fara og í þriðja lagi að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í Morgunútvarpinu í morgun um plasthrúguna sem liggur í Svíþjóð og plastið því allt óendurunnið. Hann segir mikilvægt að gera ferlið gagnsærra.
Hryggilegt og alvarlegt klúður
Allt að 1500 tonn af íslenskum plastúrgangi hafa legið óhreyfð í fimm ár í vöruskemmu í Svíþjóð. Endurvinna átti plastið, og Úrvinnslusjóður hefur greitt íslenskum endurvinnslufyrirtækjum um hundrað milljónir króna fyrir endurvinnsluna.
10.12.2021 - 19:14
Sjónvarpsfrétt
Heybaggar verða að girðingarstaurum
Gæðaplast beint frá bónda verður að girðingarstaurum eftir að hafa farið í gegnum endurvinnslu Pure North Recycling í Hveragerði. Bændur í fjórum sveitarfélögum skila nú plasti utan af heyböggum til fyrirtækisins og fleiri sveitarfélög hafa sýnt því áhuga. Framkvæmdastjóri segir að stefnan sé að loka hringrásinni.
Landinn
Hagkvæmt að endurvinna plast á Íslandi
„Þegar þetta verkefni hófst var hlegið að okkur og sagt að Ísland væri alltof lítill markaður fyrir endurvinnslu á plasti og að það þyrfti að senda þetta allt úr landi," segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. „Við fórum í að skoða þá þekkingu sem við höfum á jarðvarma og hvernig hægt væri að nýta hann til endurvinnslu."
12.04.2021 - 16:23
Samþykkja bann við plaströrum og einnota hnífapörum
Bannað verður að setja plasthnífapör, diska, sogrör og eyrnapinna úr plasti á markað hér á landi frá og með 3. júlí á næsta ári. Einnig er lagt bann við matar- og drykkjarílátum úr frauðplasti.
„Ísland hefur alla burði til að vera til fyrirmyndar“
Íslendingar endurvinna brotabrot þess plasts sem fellur til hér á landi á hverju ári og gætu gert miklu betur, segir Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling í Hveragerði, eina fyrirtækinu í landinu sem endurvinnur plast að fullu. „Þarna finnst mér kerfið of seint að vakna og svara þannig að við séum duglegri hérna. Ísland hefur alla burði til þess að vera til fyrirmyndar í þessum málum.“
27.06.2020 - 07:35