Færslur: Pistlaröð Spegilsins um fólk sem býr eitt

Spegillinn
Einbúar: „Aldrei fengið hrærivél í jólagjöf“
„Það er eins og það sé ekki alveg litið á þetta sem alvöru heimili og svolítið horft á þetta sem tímabundið ástand þangað til ég finn mér nú mann og byrja að búa,“ þetta segir kona sem býr ein. Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um stöðu einbúa. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn, svo sem frelsi og fullkomin yfirráð yfir fjarstýringunni, en það getur líka verið einmanalegt og fólki sem býr eitt finnst fjölskyldusamfélagið Ísland stundum ekki gera ráð fyrir sér.
Fréttaskýring
Einbúar: „Þetta er náttúrulega ekki hagkvæmt“
Það er dýrt að reka heimili fyrir einn, pakkaferðir eru hannaðar fyrir dæmigerðar kjarnafjölskyldur og stórar pakkningar í verslunum ýta undir matarsóun. Spegillinn fékk tvær konur og tvo karla til að ræða reynslu sína af því að reka heimili fyrir einn og komst meðal annars að því að kjötsagir geta verið mikið þarfaþing á einmenningsheimilum og að með lagni geta einbúar stundum nýtt sér pakkaferðir ætlaðar kjarnafjölskyldum.
Spegillinn
Einbúar: Hefur þeim fjölgað hér?
Frelsi til að gera hlutina eftir eigin höfði án málamiðlana, hamingjan sem býr í því að vera sjálfum sér nægur. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það er dýrt og það getur verið einmanalegt. Spegillinn fjallar næstu daga um stöðu einbúa á Íslandi - í þessum fyrsta pistli skoðum við tölfræðina. Fjölgar í hópi þeirra sem búa einir?