Færslur: Pistlar

Pistill
Áhugavert hönnunarlegt inngrip í villta náttúru
Hönnunarmars fór fram í maí þetta árið. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kíkti á og fjallaði um hátíðina.
Pistill
Snúningur á skynvitunum
Í Listasafni Árnesinga kennir ýmissa grasa um þessar mundir, en nú fer senn að ljúka fjórum myndlistarsýningum í safninu, hver með sín grípandi höfundaverk. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna.
17.05.2022 - 15:37
Pistill
Öld Nicolasar Cage
„Maður í slönguskinnsjakka með blindandi hvítt bros og gullskammbyssur í slíðrum krýpur við altari Þespisar. Nicolas Kim Coppola fer ekki troðnar slóðir. Óskarsverðlaunahafi, hasarhetja, listrænt kameljón, furðufugl, „meme“-uppspretta - kvikmyndastjarna sem á sér enga aðra líka,“ segir Gunnar Ragnarsson um leikarann og kvikmyndagerðarmanninn goðsögulega.
17.05.2022 - 12:57
Pistill
Karlmennskuímynd hákarlamanna fyrr á tíð
Margar sögur fóru af hákarlaformönnum og karlmennsku og/eða karlmennskuleysis þeirra manna. Skipstjórar á hákarlaskipum þurftu gjarnan að ná annars konar máli í karlmennsku en aðrir skipverjar. Þá var oft talað um hvort hinn eða þessi formaðurinn væri fiskisæll.
Pistill
Ráðskonur sem störfuðu utan heimila
„Það kom fyrir, er Bakkus var kominn of mikið í spilið, að þeir [vermennirnir] brutu allt og brömluðu inn í herberginu og þrifu þá það, sem næst var hendi til að kasta.... Það var oft erfitt, þegar böll voru og kenderí. Þá þorði maður ekki að sofa nema í fötunum og oft sváfum við saman tvær ráðskonur til halds og trausts hvor annarri.“ Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl heldur áfram að fjalla um konur fyrri alda í Víðsjá.
29.04.2022 - 15:58
Pistill
Stöðutékk í Gerðarsafni
„Það virðist hafa færst í aukana undanfarið að söfn setji á dagskrá samsýningar undir formerkjum stöðutékks. Að tefla fram hópi listamanna sem einskonar fulltrúum sinna kynslóða, sem með endurliti til fortíðar greini helstu einkenni þess sem á undan hefur gengið og afhjúpi þannig samtíman,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
26.04.2022 - 15:22
Pistill
Við erum öll Vesturfarar
„Ágætu lesendur, á höfuðborgarsvæðinu og víðar, ég vil biðla til ykkar: farið vestur! Farið vestur á Ísafjörð alltaf þegar þið getið, en sérstaklega um páskana þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er haldin, sem ég sótti núna liðna helgi, og er enn þá að jafna mig á,“ segir Davíð Roach Gunnarsson pistlahöfundur Lestarinnar sem skellti sér til Ísafjarðar.
Pistill
Er skynsamlegt að refsa rússnesku íþróttafólki?
„Er þetta gáfulegt? Er þetta líklegt til þess að stuðla að friði? Má yfir höfuð spyrja sig svona spurninga í dag án þess að vera sakaður um það í Feisbúkkstatusum að verja Pútín?“ spyr Halldór Armand Ásgeirssor rithöfundur og pistlahöfundur Lestarinnar.
12.04.2022 - 12:06
Pistill
Róttæk endurskoðun á sambandi manns og náttúru
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er fyrsta ritið þar sem aðbúnaði Íslendinga var lýst og líferni þeirra skrásett. Á okkar samtíma hafa aðallega fræðimenn rýnt í ferðabókina, þar til nú. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fór á samsýningu undir yfirskriftinni Ónæm.
12.04.2022 - 09:51
Pistill
Tvö sjálf sem aldrei verða kumpánar
„Þessi pistill byrjar með gamalli ráðgátu. Árið 2014 birtist tónlistarmyndbandið Hey QT á YouTube með óþekktri listakonu, QT. Lagið hljómaði eins og einhvers konar framtíðarlegt tyggjópopp og myndbandið líktist undarlegri orkudrykkjarauglýsingu. Lagið vakti strax gríðarlega athygli í tónlistar- og myndlistarheiminum,“ segir Þórður Ingi Jónsson pistlahöfundur Lestarinnar.
01.04.2022 - 10:15
Víðsjá
Ljómandi litríkt sundferðalag í Hönnunarsafni Íslands
Á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ stendur nú yfir sýningin Sund. Titillinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en ljóst er að hér er á ferðinni stórskemmtileg sýning sem dýpkar skilning okkar á því merkilega samfélagslega fyrirbæri sem sundið er, að sögn Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur myndlistarrýnis Víðsjár.
Pistill
Þurfum að þrýsta á ábyrgðaraðila loftslagsbreytinga
Nýja ævintýri mannsins snýst um að sleppa kyrkingartakinu sem hann hefur á umhverfi sínu. Við þurfum að horfa til þess hverjir valda hamfarahlýnun og þrýsta á að þeir aðilar axli ábyrgð. Birnir Jón Sigurðsson fjallaði um loftslagsbreytingar í Víðsjá.
16.03.2022 - 09:22
Pistill
Könnunarleiðangur um ljósmyndamiðilinn
Ljósmyndunin sjálf, sem listform, er viðfangsefni nýrrar ljósmyndasýningar Hallgerðar Hallgrímsdóttur og útkoman er „meta“, heillandi og lærdómsrík, segir gagnrýnandi Víðsjár.
Pistill
Klassískt mótvægi við Instagrammað landslag
„Það er eitthvað svo hressandi við þetta endurlit klassíkurinnar,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sem fjallar um upplifun sína af sýningunni Gjöfin til íslenzkrar alþýðu, sem unnin er í samstarfi við Listasafn ASÍ.
Pistill
Innviðir hugans
Á hverju ári verður mikið fjaðrafok þegar ljóst er hverjir fá listamannalaun. Deilt er um skiptingu launanna eða hvort mikið eða of lítið er gert til að lyfta undir með listamönnum við störf þeirra. Birnir Jón Sigurðsson, leikhúsmaður og textahöfundur, flutti pistil um starfslaun listamanna í Víðsjá á Rás 1 og líkti þeim við innviði hugans. Hér má hlusta á pistilinn og lesa.
25.01.2022 - 15:46
Pistill
Samsláttur listgreina á Sequences
Nú hefur listahátíðin Sequences farið fram í tíunda sinn, en að henni standa Nýlistasafnið, Kling & Bang og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir myndlistargagnrýnandi Víðsjár kíkti á hátíðina.
28.10.2021 - 15:19
Pistill
Um hugrekki
María Elísabet Bragadóttir rithöfundur veltir fyrir sér hugrekki og hræðslu í fjórða og síðasta pistlinum í pistlaröð sinni, Sannleikskornum.
18.04.2021 - 14:00
Pistill
Blóði drifin ævi Chalino Sanchez
Mexíkóski tónlistarmaðurinn og söngvarinn Chalino Sanchez gæddi tónlistarsenu Mexíkó nýju lífi og er í dag talinn hetja fólksins í Mexíkó, Bandaríkjunum og víðar, eins konar mexíkóskur Tupac, þótt tónlist þeirra beggja eiga lítið annað sameiginlegt en ofbeldið sem átti sér stað í kringum þá. Chalino var ráðinn af dögunum í Mexíkó árið 1992 og er líf hans enn eitt stórt spurningarmerki. Við könnum þetta merkilega og blóði drifna líf söngvarans Chalino Sanchez.
11.04.2021 - 10:00
Pistill
Krabbadýr sem ljómar í myrkri
Við búum í heimi sem dulbýr hluti út í búð sem andleg verðmæti. Samfélagið krefst þess að við látum stjórnast af löngunum okkar, fylgjum draumum okkar og séum í eilífri hamingjuleit. Þá er auðvelt að verða háð eigin hugsunum. Þá er auðvelt að festast í sjálfum sér. En heimurinn er ekki bara til í höfðinu á okkur, heldur líka utan við það. Hvernig getur draumur um krabbadýr í auga hákarls sett okkur í samhengi við víðáttuna, jafnvel óendanleikann en jafnframt verið okkur jarðtenging?
27.03.2021 - 14:00
Pistill
Við erum búin til úr tíma
„Stelpan tók mig hálstaki á horni Blómvallagötu og Brávallagötu. Ég hrifsaði kúluna til mín og hljóp eins og fætur toguðu heim. Þetta var svo miklu meira en bara nammi.“ María Elísabet Bragadóttir rithöfundur fjallar í pistli sínum um draugasögur og eðli tímans, sem hún mældi sem barn í því hve langan tíma tæki að borða kjálkabrjót sem var vinsælt sælgæti.
16.03.2021 - 14:39
Pistill
Mikill grautur beislaður í eina heild
„Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari og tónskáld, er í fullu fjöri þessa dagana eftir að hafa gefið út aðra sólóplötu sína, Without Listening, en ásamt því að spila djass hefur hann tekið þátt í að skapa margar vinsælustu plötur undanfarinna ára í íslensku poppsenunni.“ Þórður Ingi Jónsson fór í heimsókn í hljóðver Magnúsar og spjallaði við hann um nýju plötuna.
Pistill
Um Maríu og Callas
Í heimildamyndinni Maria by Callas er lífshlaup einnar mestu dívu síðustu aldar rifjað upp með gömlum efnivið. Erfið æska og ástarsambönd, krefjandi ferill og harmþrunginn endir á lífshlaupi dívunnar gefa söguþræði í óperu eftir Verdi ekkert eftir.
Pistill
Morð og myrkraverk í Barbíhöfuðborg heimsins
Júlía Margrét Einarsdóttir fjallar um stjörnurnar í Hollywood myrkurs og dauða, frægðargötuna, sundlaugarpartýin og fjöldamorðsminnisvarðana á Safni Dauðans.
26.01.2020 - 11:42
Pistill
Leitin að heimsálfum, leitin að sjálfinu
Í fyrsta pistli sínum í fjögurra pistla röð Ásgeirs Ingólfssonar skoðar hann mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum.
14.09.2019 - 12:00
Pistill
Guðirnir í okkur öllum
Tómas Ævar Ólafsson fer á Santa Maríu sjúkrahúsið í Lissabon til að freista þess að fá að skoða höfuð raðmorðingjans Diogos Alves. Höfuðið finnur hann ekki í þetta sinn, en hann fær að skoða ýmsa forvitnilega gripi sem þar er að finna.
14.04.2019 - 10:16