Færslur: Pistill

Pistill
Óður til ástarinnar, kynlífs og nautna
Helga Rakel Rafnsdóttir fjallar um sýningu Dorothy Iannone á Louisiana-safninu í Danmörku.
14.08.2022 - 16:48
Pistill
Vinsæl afþreying að úthúða konum fyrir allra augum
Dómsmál stórstjörnuhjónanna fyrrverandi, leikkonunnar Amber Heard og leikarans Johnnys Depp, í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur líklega ekki farið fram hjá neinum. Það hefur verið áberandi á öllum helstu samfélagsmiðlum hins vestræna heims: Facebook, Instagram, TikTok og Twitter. Melkorka Gunborg Briansdóttir greindi frá í Lestinni á Rás 1.
Pistill
Karlar sem lesa ekki konur
„Að uppgötva að ég læsi ekki konur var í alla staði óskiljanlegt. Það var eins og að uppgötva að ég læsi ekki bækur sem væru með oddatölufjölda af blaðsíðum; fáránlegt skilyrði sem ég hafði enga hugmynd um og gat ekki gefið neina rökrétta ástæðu fyrir,“ segir Björn Halldórsson pistlahöfundur Víðsjár.
02.05.2022 - 15:54
Pistill
Róttæk endurskoðun á sambandi manns og náttúru
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er fyrsta ritið þar sem aðbúnaði Íslendinga var lýst og líferni þeirra skrásett. Á okkar samtíma hafa aðallega fræðimenn rýnt í ferðabókina, þar til nú. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fór á samsýningu undir yfirskriftinni Ónæm.
12.04.2022 - 09:51
Pistill
Að upplifa stríð á Íslandi
„Fyrir 10 árum síðan þegar ég byrjaði í HÍ skrifaði ég ritgerð um bókina Benjamín dúfa. Það kom mér á óvart hversu útópísk og óraunveruleg mynd var dregin upp í bókinni. Að allir standi saman og hjálpi hver öðrum. En þetta var bara rússneskt af mér, maður gerir það á Íslandi,“ segir Natasha sem er rússnesk og hefur búið í áratug á Íslandi. Hún flytur vikulega pistla í Víðsjá um sína upplifun af stríðinu í Úkraínu.
10.04.2022 - 11:33
Pistill
Frelsi fortíðarkvenna á heiðum og öræfum
„Kvenfrelsi er í dag, líkt og fyrr, veikasti hlekkur mannfrelsis. Það er því hagur okkar kvenna að sjá til þess að vagga hins eiginlega frelsis, sjálf náttúran, sé varðveitt,“ segir Dalrún Kaldakvís Eygerðardóttir pistlahöfundur Víðsjár.
Pistill
Innviðir hugans
Á hverju ári verður mikið fjaðrafok þegar ljóst er hverjir fá listamannalaun. Deilt er um skiptingu launanna eða hvort mikið eða of lítið er gert til að lyfta undir með listamönnum við störf þeirra. Birnir Jón Sigurðsson, leikhúsmaður og textahöfundur, flutti pistil um starfslaun listamanna í Víðsjá á Rás 1 og líkti þeim við innviði hugans. Hér má hlusta á pistilinn og lesa.
25.01.2022 - 15:46
Pistill
„Mig dreymir ekki um að vinna“
„Ég á mér ekki draumastarf. Mig dreymir ekki um að vinna. Þessi orð enduróma nú á YouTube, TikTok og öðrum miðlum, en þetta er slagorð #antiwork, eða andvinnuhreyfingarinnar. Hreyfingar sem á upptök í sín í því hvað allir eru búnir að þurfa að hanga mikið heima síðastliðið eitt og hálfa árið,“ segir Snorri Rafn Hallsson.
02.08.2021 - 12:00
Gríðarlegar breytingar á umhverfi mannsins
Páll Líndal flytur umhverfispistla í Samfélaginu á Rás 1 og í þessum pistli fjallar hann um þróun mannsins og umhverfis hans í gegnum árþúsundin og breytingarnar sem við höfum búið til í kring um okkur.
01.06.2021 - 14:51
Pistill
Að rækta andann í lágvöruverslun
Hvar eiga útivinnandi mæður að finna slökun í dagsins amstri? Hvar má finna stað og stund þar sem enginn gerir kröfu um þjónustu, útlit eða athygli. Kannski í Bónus? Í Lestinni á Rás 1 ræddi Una Björk Kjerúlf um þriðju vaktina og rifjaði upp þegar hún féll á sjálfsræktarprófinu.
18.02.2021 - 10:47
Pistill
Rafmagnaðar raftónlistarkonur 20. aldar
Fjölmargar konur ruddu brautina í heimi raftónlistar á 20. öld. Þeirra hefur lítið verið getið en nú er að verða breyting þar á. Þórður Ingi Jónsson sökkvir sér ofan í sögu raftónlistar í Lestinni og kynnir sér kvenkyns frumkvöðla hennar. Að undanförnu hefur víða átt sér stað feminísk endurskoðun á tónlistarsögunni.
06.02.2021 - 11:23
Gagnrýni
Eitursvöl ofurhetja sem vill bara vera góður pabbi
Assane er ekki þessi undirheimahetja eða kokteilasúpandi slagsmálahundur sem við þekkjum úr töffaramyndum. Hann er sætur, sjarmerandi, hláturmildur og ólíkur hinum ráma einfara sem lemur stráka og hösslar stelpur. Þættirnir, sem fjalla um þessa heillandi hetju, eru sýndir á Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir, gagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í Lupin.
31.01.2021 - 11:00
Pistill
Að lifa í skálduðum veruleika
Þórður Ingi Jónsson skoðar hugmyndir sitúationista og Þórbergs Þórðarsonar í pistli sínum um sálarlandafræði á dögum Covid-19.
Ég er bara lítill sólargeisli
„Og hér er hann kominn, lítill sólargeisli sem skoppaði á þakinu okkar í Emstrum fyrir nokkrum dögum, trítlandi á öldum ljósvakans, útvarpsbylgjur festar í hljóðbylgjur úr hátölurum og heyrnartólum sem óma svo sem titringur í hljóðhimnunum þínum, þar sem hann kristallast sem óljós minning um útvarpspistil sem þú heyrðir einu sinni.“ Listamennirnir Smári Róbertsson og Nína Harra gefa hlustendum Sumarmála á Rás 1 innsýn í líf sitt sem skálaverðir í Emstrum.
28.07.2020 - 13:07
Dans er melting fyrir sálina
„Menningin á Íslandi er öðru vísi hvað varðar virka þátttöku tónleikagesta og tilfinningatjáningu, samanborið við það sem ég var alin upp við,“ segir Justyna Wilczyńska, í pistli sínum í Tengivagni Rásar 1. „Allt í einu fannst mér ekki eðlilegt að tjá viðbrögð mín við tónlist með hreyfingu.“
27.07.2020 - 14:43
Segulmögnuð áhrif tónlistar eftir samkomubann
„Tónleikar eru ekki bara veisla fyrir eyrað, þeir eru líka sjónræn upplifun, tónlistin vekur upp tilfinningar og jafnvel gæsahúð.“ Justyna Wilczyńska fjallar um nándina sem skapast á tónleikum á milli flytjenda tónlistar og hlustenda í pistli sínum í Tengivagninum.
Pistill
Getur verið að þú sért í álögum?
Tómas Ævar Ólafsson hefur undanfarið glímt við ýmsa dularfulla kvilla sem hann finnur engar skýringar á - nema kollegi hans hafi rétt fyrir sér og þetta sé hreinlega bölvun sem hefur verið lögð á hann.
10.11.2019 - 16:00
Skaparinn sem skrifar sjálfa sig sem engil
Einstaklega fallegur og sterkur sjónrænn stíll bætir upp fyrir að stundum reynist ómögulegt að botna í því sem gerist á skjánum, í öðrum hluta þáttaraðarinnar The OA.
06.04.2019 - 11:45
Pistill
Einkalífið endar sem hornsíli á voginni
Kontóristinn er ný pistlaröð þar sem Steinar Þór Ólafsson skoða vinnumenningu af ýmsu tagi. Í öðrum pistlinum fjallar hann um vinnutíma; hvernig hann hefur þróast og af hverju.
07.02.2019 - 16:00
Við munum öll deyja
Etum, drekkum, og verum glöð því dauðinn er við næsta horn, líkt og verkið The Clock, eða Klukkan, eftir Christian Marclay minnir okkur á. Verkið minnir okkur líka á hversu hversdagslegur tíminn er orðinn í gangverki dagsins í dag, þrátt fyrir að vera kannski það dýrmætasta sem við eigum.
21.12.2018 - 13:44
Menningarefni · Myndlist · Pistlar · Tíminn · Jól · Klukkan · The Clock · Víðsjá · Pistill
Við erum alltaf að strjúka hluti
Ragnar Ísleifur Bragason skrifar um Hann og Hana, fólk sem er á röltinu, finnur rusl, fer í ísbúltura og strýkur hluti, hittist nokkrum árum síðar og deyr svo að lokum saman.
06.12.2018 - 13:59
Pistill
Þjóðir og þjóðarmorð
„Þjóðin og þjóðríkið, eins og við skiljum þessi fyrirbrigði í dag, eru tiltölulega nýtilkomin, þau eru afleiðingar byltinga og lýðræðisvæðingar frá síðari hluta átjándu aldar og fram á þessa öld, þegar nýlendur losnuðu loks undan oki Vesturlanda.“ Gauti Kristmannsson fjallar um þjóðir og þjóðarmorð í Víðsjárpistli.
09.09.2018 - 08:00
Pistill
Hver kynslóð ákveður hvað er list
„List er góð í því að fara á móti því sem talið er sannleikur. En er núna þörf á einhverri staðfestu? Einhverju svari við því póstmóderníska viðhorfi sem sérhæfir sig í að spyrja spurninga en hefur ekki endilega áþreifanleg áhrif?“ Starkaður Sigurðarson veltir fyrir sér Turner tilnefningum og útskriftarsýningu Listaháskólans í Víðsjárpistli.
06.05.2018 - 08:45
Pistill
Hraðbrautarhrákablús
Halldór Armand veltir fyrir sér hráu mennskunni á bak við þá stundabrjálæðisákvörðun að hrækja í andlitið á 14 ára stelpu; og setur í samhengi við kvikmyndir Svíans Robert Östlund í pistli sínum í Lestinni.
14.03.2018 - 14:23
Það er góð lykt af safninu
„Á Nýlistasafninu getur maður, og hefur maður getað, haft aðgang að andartökum fólks sem mótaði heiminn er hefur mettast. Borið saman þá móðu við það sem nýjast er í listinni. Nýlist er alltaf nýlist,“ segir Starkarður Sigurðsson. Nýlistasafnið fagnar fjörtíu ára afmæli í ár og af því tilefni berast Víðsjá mánaðarlegir pistlar frá safninu eftir ólíka höfunda.
04.03.2018 - 11:05