Færslur: Pisa-könnunin

Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Spegillinn
Meiri kennsla í móðurmáli og náttúrugreinum - minna val
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum.
Skólafólk gagnrýnir tillögur Lilju
Tillaga Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að breyta viðmiðunarstundaskrá grunnskóla þannig að fjölga eigi kennslustundum í íslensku og náttúrufræði á kostnað valgreina fellur í grýttan jarðveg á samráðsgátt stjórnvalda þar sem hún er til umsagnar. 20 umsagnir hafa nú borist um tillöguna, flestar frá skólafólki eða samtökum.
Meiri íslenska og náttúrufræði - minna val
Kennsla í íslensku verður efld í grunnskólum og verulega verður bætt við kennslu í náttúrufræði á unglingastigi, nái tillögur mennta- og menningamálaráðherra um breytingar á aðalnámskrá fram að ganga. Tilefni þessa er slakur árangur íslenskra grunnskólanemenda í PISA-rannsókninni og tilgangurinn er að færa kennsluna nær því sem þekkist í nágrannalöndunum.
Jákvætt að fresta PISA-könnuninni um eitt ár
Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunnar segir að það sé jákvætt að Pisa-prófinu hafi verið frestað. Æskilegt sé að hafa meiri tíma á milli heldur en þrjú ár og fjögur ár henti betur. Meiri tími gefist til að vinna úr gögnum.
22.07.2020 - 12:26
PISA-könnuninni frestað vegna COVID
PISA-könnuninni, sem leggja átti fyrir 15 ára nemendur víða um heim á næsta vori hefur nú verið frestað um ár, til vorsins 2022. Það er gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta þýðir að þeir nemendur sem hefja nám í 10. bekk hér á landi í haust munu ekki taka þátt í könnuninni eins og gert hafði verið ráð fyrir. Það munu aftur á móti þeir skólafélagar þeirra gera sem eru árinu yngri.
Spegillinn
Átaksverkefni skila oftast litlu
Niðurstöður PISA-könnunarinnar, sem kynntar voru nýlega sýna að lesskilningur grunnskólabarna á Íslandi hefur heldur daprast síðustu ár, valda nokkrum vonbrigðum að því Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor á menntavísindasvið Háskóla Íslands segir. Útkoman komi kannski ekki beinlínis á óvart en þó hefðu menn vænst þess að umræða og verkefni síðustu ára um lestur, lesskilning og læsi hefðu skilað einhverjum árangri.
14.12.2019 - 14:30
Myndskeið
Það sem stjórnvöld hafa hamast í hefur versnað
„Það sem var látið í friði frá 2013 og bara falið kennurum er annað hvort að standa í stað eða batna,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, um gengi íslenskra barna í PISA-könnuninni. „Það sem stjórnvöld eru búin að vera að hamast í allan tímann er að versna.“
08.12.2019 - 15:15
Segir að taka beri niðurstöður Pisa alvarlega
Hjá Akureyrarbæ er þegar hafin vinna í þá átt að bregðast við slakri útkomu úr nýjustu Pisa rannsókninni. Sviðsstjóri fræðslumála þar segir að taka beri niðurstöðurnar alvarlega og skoða hvort taka þurfi upp aðra starfshætti við kennslu. 
06.12.2019 - 08:59
Mikill munur milli landshluta í Pisa-rannsókn
Nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sig betur en nemendur í öðrum landshlutum á öllum sviðum nýjustu Pisa-rannsóknarinnar. Lesskilningur er á niðurleið í öllum landshlutum utan Reykjavíkur, að Austurlandi undanskildu. Þar stendur færni í lestri í stað frá síðustu könnun.  
04.12.2019 - 18:26
Spegillinn
Telur litlu breyta að fjölga kennslustundum í íslensku
Árangur íslenskra nemenda í PISA-könnun kallar á víðtækar aðgerðir til að efla læsi, bæta orðaforða og málskilning segir menntamálaráðherra og það verkefni verði að nálgast í samvinnu við skólasamfélagið, sveitarfélög og heimili í landinu.
04.12.2019 - 09:25
Lesskilningi íslenskra nemenda hrakar enn
Færni íslenskra nemenda í lesskilningi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og nokkuð undir meðaltali OECD-ríkja samkvæmt niðurstöðum PISA- rannsóknnarinnar. Lesskilningur og læsi íslenskra nemenda á náttúrufræði og stærðfræði hefur lítið breyst á þremur árum. 
03.12.2019 - 08:49
Biðst velvirðingar á villum í PISA
Menntamálastofnun hefur beðist afsökunar á stafsetningarvillum og því sem betur mátti fara í þýðingum í PISA könnuninni 2015. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir vinnubrögð í þeim efnum að undanförnu.
12.12.2016 - 17:20
Framhaldskólakennarar kenna grunnskólaalgebru
„Ég ver miklum tíma í að kenna stærðfræðireglur sem þau eiga að vera löngu búin að ná tökum á." Þetta segir eðlisfræðikennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Eðlisfræðikennari við MS, tekur undir. Stærðfræðikennari við MR, segir aftur á móti færni nemenda góða. Íslenskukennari við Fjölbrautarskóla Breiðholts segir að val á námsefni taki mið af minna lesþreki nemenda og íslenskukennari við MR segist merkja það að orðaforði nemenda og málfræðikunnátta sé verri en áður. 
08.12.2016 - 17:17
Er mark takandi á PISA-könnuninni?
Eigum við að taka mark á þessu prófi sem bendir til þess að lesskilningi, stærðfræði- og náttúruvísindalæsi íslenskra nemenda hafi hrakað mikið síðastliðin 15 ár? Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, og Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar ræddu þetta í Spegli dagsins.
07.12.2016 - 19:09
Íslenskir grunnskólanemar aldrei staðið verr
Íslenskir grunnskólanemar hafa aldrei staðið verr. Námsárangur þeirra er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum og undir meðaltali OECD-ríkja. Afburðanemum fækkar en þeim fjölgar sem ekki ná lágmarksviðmiðum. Lesskilningur barna af erlendum uppruna hefur hrapað frá aldamótum.