Færslur: Píratar

Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Segir ólguna á stjórnarheimilinu hafa aukist
Ólgan á stjórnarheimilinu hefur aukist undanfarið vegna ákvörðunar um að leyfa sóttvarnaryfirvöldum að stýra ferðinni og hefur Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagt að hans eigin ríkisstjórn sé að beita þjóðina alræði. Þetta sagði Sara Elísa Þórðardóttir þingmaður Pírata í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Hún segir að COVID muni skilja eftir sig sviðna jörð. Ríkisstjórnin verði að taka sig á.
18.11.2020 - 23:51
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
Helgi Hrafn þingflokksformaður og Jón Þór formaður
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn þingflokksformaður Pírata og tekur við embættinu af Halldóru Mogensen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er varaþingflokksformaður og Smári McCarthy er ritari þingflokksins.
01.10.2020 - 16:46
Skilur ákvörðun Helga Hrafns og Smára
Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata segist skilja þá ákvörðun Helga Hrafns Gunnarssonar og Smára McCarthy að sækjast ekki eftir endurkjöri í næstu alþingiskosningum. Engum þingmanni sé hollt að sitja of lengi og sjálf geti hún ekki hugsað sér að sitja lengur en eitt kjörtímabil í viðbót.
26.09.2020 - 18:18
Helgi Hrafn og Smári ætla ekki í framboð
Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, þingmenn Pírata ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í næstu Alþingiskosningum. Þeir ætla þó áfram að starfa innan Pírata.
26.09.2020 - 08:08
Jafngildir tveggja vikna vinnu að svara Pírötum
Það jafngildir tveggja vikna vinnu sérfræðings að svara fyrirspurnum þingflokks Pírata til fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Furðar sig á færslu Áslaugar Örnu 
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna sem fellt var á Alþingi fyrr í vikunni, furðar sig á nýrri Facebook-færslu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Afstaða styður frumvarp um afglæpavæðingu
Afstaða, félag fanga, lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna.
29.06.2020 - 00:48
Jón Þór og Þórhildur Sunna skipta á nefndasætum
Jón Þór Ólafsson tekur sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem verður varamaður í nefndinni. Þau skipta einnig um sæti í atvinnuveganefnd þar sem Þórhildur Sunna verður aðalmaður í stað Jóns Þórs.
16.06.2020 - 12:45
Orð þingmanns eins og „úr dramatískum dægurlagatexta“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, áttu í smá orðaskiptum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra sakaði ríkisstjórnina um að vera ekki með neina framtíðarsýn vegna kórónuveirufaraldursins og sagði orð án gjörða „eins og líflaust hjarta.“ Forsætisráðherra sagði takmarkað hvaða orð væri hægt að bjóða uppá þegar þau væru eins og úr „mjög svo dramatískum lagatexta.“
Ætlar að taka ummæli Dóru upp í forsætisnefnd
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, ætlar að fara fram á að forsætisnefnd Reykjavíkurborgar taki til skoðunar ummæli sem Dóra Björt Guðjónsdóttir viðhafði í hans garð. Eyþór segir borðleggjandi að ummæli hennar brjóti gegn siðareglum kjörinna fulltrúa borgarinnar.
Skiptast á nefndarformennsku
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður velferðarnefndar Alþingis. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í stað Helgu Völu.
12.09.2019 - 15:00
Fundurinn erfiður en kom ekki á óvart
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata, hlaut ekki kosningu í trúnaðarráð flokksins á fundi Pírata í gær. 55 af 68 greiddu atkvæði gegn því að hún fengi sæti í ráðinu en 13 með. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið tilfinningaþrunginn.
16.07.2019 - 14:24
Rangt að samfélagið vilji vera vímulaust
„Að mínu mati er það grundvallarmisskilningur yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata á síðasta þingfundi. Þar ræddi hann skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi.
02.06.2019 - 17:02
Þingmaður Miðflokksins biður Pírata afsökunar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í morgun afsökunar á því að hafa í ræðustól Alþingis í gær velt því upp hvort hún hefði reynslu af þungunarrofi. Það gerði þingmaðurinn í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.
21.02.2019 - 10:50
Kjörin í framkvæmdaráð Pírata
Valgerður Árnadóttir, Halldór Auðar Svansson, Unnar Þór Sæmundsson og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir voru kjörin í framkvæmdaráð Pírata á aðalfundi flokksins í kvöld. Framkvæmdaráðið er yfirstjórn flokksins og fer með stjórn hans og rekstur. Kosið er í ráðið einu sinni á ári og eru þau öll nýir stjórnarmenn.
29.09.2018 - 20:48
Píratar halda aðalfund á Selfossi í dag
Aðalfundur Pírata fer fram á Selfossi í dag. Þar verða fluttar kosningaskýrslur, skýrsla þingflokks og skýrslur borgar- og bæjarstjórnarfulltrúa auk þess sem kosið verður í framkvæmdaráð og úrskurðarnefnd flokksins.
29.09.2018 - 14:05
Myndskeið
Stefna ætti að hagsæld frekar en að hagvexti
Síðasta þing var Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata, erfitt, að því er hún sagði í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Er það mikið til vegna þeirra væntinga sem ég hafði til starfsins og fólksins hér inni og þeirra vonbrigða sem ég upplifði þegar ég áttaði mig á því að mikilvægum málefnum yrði fórnað í nafni stöðugleikans,“ sagði Halldóra í ræðu sinni.
12.09.2018 - 21:41
Viðtal
Telja að teflt sé á tæpasta vað
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru sammála um að teflt sé á tæpasta vað í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Haukur Holm, fréttamaður, ræddi við þá í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum.
11.09.2018 - 19:36
Píratar kæra kosningarnar aftur
Píratar í Reykjavík hafa að nýju lagt fram kæru til sýslumanns vegna nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga. Þeir telja að úthlutun listabókstafsins Þ, þeirra gamla bókstafs, til Frelsisflokksins gæti hafa valdið spjöllum á kosningunum. Píratar lögðu fram sambærilega kæru fyrir kosningar en henni vísaði sýslumaður frá vegna þess að ekki er hægt að kæra kosningar fyrr en þær eru afstaðnar.
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.