Færslur: Pfizer-BioNTech

Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum
Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, veitti í dag fullt samþykki á notkun Pfizer/BioNTech bóluefnisins fyrir 16 ára og eldri. Neyðarleyfi fyrir notkun þess var gefið út í desember.
Ekki þarf að breyta bóluefni Pfizer gegn Delta-afbrigði
Ekki þarf að aðlaga bóluefni Pfizer gagnvart delta-afbrigði kórónuveirunnar um sinn, þar sem efnið veitir viðhlítandi vörn gegn því. Þó sé ekki útilokað að breyta þurfi samsetningu þess síðar í glímunni við önnur stökkbreytt afbrigði veirunnar.
Fréttaskýring
Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.
Kennarar fá örvunarskammt áður en skólinn hefst á ný
Kennurum landsins, sem fengu janssen bóluefnið, verður boðið að fá örvunarskammt af pfizer bóluefninu til að auka öryggi þeirra fyrir skólaárið sem hefst í ágúst.
Myndskeið
Stjórnvöld hugi að bólusetningum barna eftir rannsóknir
Ekki er ástæða til að bólusetja börn á aldrinum 12 til 15 ára gegn Covid-19 á meðan smittíðni á Íslandi er lág segir prófessor í ónæmisfræði. Hins vegar eru börn óvarin fyrir delta-afbrigði veirunnar og því ættu stjórnvöld að íhuga bólusetningar þegar frekari niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir.
Fólk skilar sér vel í Pfizer-bólusetningu
Fólk sem fékk boð um bólusetningu í dag með bóluefni Pfizer hefur skilað sér mjög vel, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan þrjú getur fólk sem ekki hefur verið boðað í Pfizer, komið í Laugardalshöll og freistað þess að fá sprautu. Ragnheiður segir það hins vegar alveg óvíst hversu mikið verður í boði þá.
Hægt að skrá sig í COVID-bólusetningu á Heilsuveru
Síðasti hópurinn á höfuðborgarsvæðinu fær í dag fyrri sprautu af bóluefni. Þeir sem hafa fengið COVID-19 skila sér nokkuð vel í bólusetningu, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hægt verður að skrá sig í bólusetningu með bóluefni Janssen á netspjallinu á Heilsuveru.is en 5.000 skammtar gengu af í gær.
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00
Mikið af Janssen-bóluefni kemur til landsins á morgun
Síðdegis á morgun kemur stór sending af Janssen-bóluefni við kórónuveirunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Fyrir hálfum mánuði bárust tæplega þrjú þúsund skammtar en Júlía segir að skammtarnir verði töluvert fleiri nú. Ekki liggi þó nákvæmlega fyrir hversu margir.
Rúmlega 18 þúsund skammtar í næstu viku
Samtals verða 18.310 bóluefnisskammtar til reiðu í næstu viku. Mest verður til af Pfizer eða 12.870 skammtar og 2.800 af Janssen og 2.640 af Moderna að því er fram kemur á vef heilbrigðsráðuneytisins.
14.05.2021 - 13:55
1,4 milljónir skammta tryggi okkur gagnvart afbrigðum
Gera má ráð fyrir því að Ísland fái 1,4 milljónir skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech, á næsta ári og því þar næsta. Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins segir að líta megi á skammtana sem tryggingu, verði þörf á að bólusetja aftur gegn nýjum veiruafbrigðum.