Færslur: Pfizer-BioNTech

Örvunarskammtur gegn omíkron í þróun
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna greindi í dag frá því að meðferðartilraunir væru hafnar á bóluefni sem ætlað er að glíma við omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Efnið yrði gefið sem örvunarskammtur.
Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Bóluefni Pfizer virðist öflugt gegn omíkron
Ný suðurafrísk rannsókn sýnir að tveir skammtar af bóluefni Pfizer veita um 70 prósent vörn við alvarlegum sjúkdómseinkennum af omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Samkvæmt þeim gögnum sem leggja fyrir varðandi nýja afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 lítur út fyrir að hún sé meira smitandi en fyrri afbrigði, en bóluefni virðast veita einhverja vörn gegn því.
Segja þriðja skammt Pfizer gera omíkron óvirkt
Frumniðurstöður rannsókna á tilraunastofum Pfizer og BioNTech sýna að þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer gegn COVID-19 dugi til þess að gera omíkron afbrigði kórónuveirunnar óvirkt. Tveir skammtar af Pfizer draga verulega úr áhrifum afbrigðisins, samkvæmt fréttatilkynningu frá lyfjaframleiðendunum.
Ástralir veita bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna
Áströlsk heilbrigðisyfirvöld hafa veitt bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Ætlunin er að hefjast handa við bólusetningar snemma á nýju ári fáist fullnaðarleyfi.
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningabílinn kominn á kreik
Nú þurfa þeir sem eiga erfitt með að komast í bólusetningu ekki lengur að örvænta því bólusetningabíllinn er kominn á kreik. Í dag var boðið upp á Pfizer og Janssen-sprautu inni í bílnum eða á vinnustað. Bólusetningabíllinn fór í sína fyrstu ferð í dag.
Ísraelsmenn hefja bólusetningu 5 til 12 ára barna
Ísraelsk heilbrigðisyfirvöld hófu bólusetningu fimm til ellefu ára barna í gær. Aðeins örfá ríki heims bólusetja börn á þeim aldri en tilgangurinn er að koma í veg fyrir nýja bylgju faraldursins í landinu.
Forsetafrú heimsækir skóla og mælir fyrir bólusetningu
Jill Biden eiginkona Joes Biden Bandaríkjaforseta heimsótti í dag grunnskóla í Virginíuríki með það fyrir augum að kynna og mæla með bólusetningum barna á aldrinum fimm til ellefu ára.
Covid lyf Pfizer virðist draga verulega úr veikindum
Nýtt lyf á töfluformi við COVID-19 getur dregið úr innlögnum á sjúkrahús, sem og dauðsföllum af völdum veirunnar, um 90%. Þetta tilkynnti lyfjaframleiðandinn Pfizer í dag. Lyfjafyrirtæki keppast nú við að framleiða lyf til meðhöndlunar einkenna sjúkdómsins.
05.11.2021 - 12:14
Bólusetningar barna hefjast vestanhafs í vikunni
Ekkert er að vanbúnaði að gefa bandarískum börnum á aldrinum fimm til ellefu ára bóluefni Pfizer og BioNthech gegn COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu þarlendra heilbrigðisyfirvalda í dag. Bandaríkjaforseti fagnar niðurstöðunni.
Leyfa bólusetningar 5-11 ára með Pfizer
Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa bólusetningar fyrir börn eldri en fimm ára með bóluefni Pfizer/BioNTech. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að meirihluti sérfræðinga sem ráðleggja stofnuninni gáfu út að kostir bólusetningarinnar vægju þyngra en ókostir.
Ráðleggja að bólusetningar 5 til 11 ára verði leyfðar
Bandarísku lyfjastofnuninni hefur verið ráðlagt að leyfa notkun COVID-19 bóluefnis frá Pfizer/BioNTech fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga sem voru beðnir að ráðleggja stofnuninni, voru sammála um að kostir bólusetningar vægju þyngra en áhætturnar. Lyfjastofnunin er sögð fylgja oftast ráðum sérfræðinga, en ber þó ekki lagaleg skylda til þess.
Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.
Vilja að 5-11 ára börn verði bólusett
Bandaríski lyfjarisinn Pfizer óskaði í dag eftir því við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, að gefið verði út bráðabirgðaleyfi fyrir því að bóluefni þess og BioNTech gegn kórónuveirunni verði gefið börnum á aldrinum fimm til ellefu ára.
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum
Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, veitti í dag fullt samþykki á notkun Pfizer/BioNTech bóluefnisins fyrir 16 ára og eldri. Neyðarleyfi fyrir notkun þess var gefið út í desember.
Ekki þarf að breyta bóluefni Pfizer gegn Delta-afbrigði
Ekki þarf að aðlaga bóluefni Pfizer gagnvart delta-afbrigði kórónuveirunnar um sinn, þar sem efnið veitir viðhlítandi vörn gegn því. Þó sé ekki útilokað að breyta þurfi samsetningu þess síðar í glímunni við önnur stökkbreytt afbrigði veirunnar.
Fréttaskýring
Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.
Kennarar fá örvunarskammt áður en skólinn hefst á ný
Kennurum landsins, sem fengu janssen bóluefnið, verður boðið að fá örvunarskammt af pfizer bóluefninu til að auka öryggi þeirra fyrir skólaárið sem hefst í ágúst.
Myndskeið
Stjórnvöld hugi að bólusetningum barna eftir rannsóknir
Ekki er ástæða til að bólusetja börn á aldrinum 12 til 15 ára gegn Covid-19 á meðan smittíðni á Íslandi er lág segir prófessor í ónæmisfræði. Hins vegar eru börn óvarin fyrir delta-afbrigði veirunnar og því ættu stjórnvöld að íhuga bólusetningar þegar frekari niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir.
Fólk skilar sér vel í Pfizer-bólusetningu
Fólk sem fékk boð um bólusetningu í dag með bóluefni Pfizer hefur skilað sér mjög vel, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan þrjú getur fólk sem ekki hefur verið boðað í Pfizer, komið í Laugardalshöll og freistað þess að fá sprautu. Ragnheiður segir það hins vegar alveg óvíst hversu mikið verður í boði þá.
Hægt að skrá sig í COVID-bólusetningu á Heilsuveru
Síðasti hópurinn á höfuðborgarsvæðinu fær í dag fyrri sprautu af bóluefni. Þeir sem hafa fengið COVID-19 skila sér nokkuð vel í bólusetningu, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hægt verður að skrá sig í bólusetningu með bóluefni Janssen á netspjallinu á Heilsuveru.is en 5.000 skammtar gengu af í gær.
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00
Mikið af Janssen-bóluefni kemur til landsins á morgun
Síðdegis á morgun kemur stór sending af Janssen-bóluefni við kórónuveirunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Fyrir hálfum mánuði bárust tæplega þrjú þúsund skammtar en Júlía segir að skammtarnir verði töluvert fleiri nú. Ekki liggi þó nákvæmlega fyrir hversu margir.