Færslur: Pfizer

Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
Mikilvægt að fá svör frá Pfizer og BioNTech sem fyrst
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það myndi ekki hafa áhrif á mögulega rannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer og BioNTech hér á landi á áhrifum kórónuveirubóluefnis þó að hluti þjóðarinnar hafi fengið bóluefni frá öðrum framleiðanda, svo framarlega að rannsóknin hefjist innan tíðar. Í dag var byrjað að bólusetja með bóluefni Moderna og hann segir ekki komið á hreint hvort af rannsókninni verði.
Myndskeið
Bóluefnaskammtur frá Moderna líklegur í næstu viku
Vonast er til að fyrsti bóluefnaskammtur frá Moderna berist í næstu viku. Lyfjastofnun samþykkti í dag markaðsleyfi fyrir bóluefnið. Þar með hafa tvö bóluefni við kórónuveirunni fengið leyfi hér á landi. 
Fréttaskýring
Forstjóri Hrafnistu segir bólusetningu besta kostinn
Nær allir íbúar hjúkrunarheimila landsins voru bólusettir við COVID-19 í lok desember, meira en 3.200 manns. Á hverri viku deyja að meðaltali um 18 íbúar á hjúkrunarheimilum, um 2 til 3 á dag. Forstjóri Hrafnistu óttast hræðsluáróður í kring um bólusetningar eftir tilkynningar um möguleg tengsl fjögurra andláta við bólusetningar. Um 4.870 manns hafa verið bólusettir á Íslandi, þar af eru rúmlega 1.500 heilbrigðisstarfsmenn. 
Vara við því að bíða með seinni skammt bóluefnis
Þýska lyfjafyrirtækið BioNTech varaði við því í dag að seinni skammtur bóluefnis gegn COVID-19 sé gefinn síðar en þremur vikum eftir fyrri skammtinn. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins sem AFP fréttaveitan greinir frá. Tilkynnt var í gær að Danir ætli að láta líða sex vikur á milli bólusetninga og Bretar í allt að tólf vikur.
05.01.2021 - 14:41
Búast við 5.000 skömmtum frá Moderna næstu 2 mánuði
Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 5.000 bóluefnaskammta frá Moderna í janúar og febrúar. Nú liggur fyrir áætlun um afhendingu fyrstu skammta fyrirtækisins og vonast er til að það fái markaðsleyfi í Evrópu á morgun, eftir fund Lyfjastofnunar Evrópu. Heilbrigðisyfirvöld hér gera ráð fyrir að afhending lyfjanna verði hraðari hingað til lands eftir febrúar, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Vonar að sem flestir Danir fái bóluefni fyrir sumarlok
Thomas Senderovitz forstjóri dönsku læknastofnunarinnar álítur að ef áætlanir gangi eftir verði hægt að bólusetja meirihluta fullorðinna Dana fyrir lok sumars.
05.01.2021 - 01:14
Myndskeið
Starfsfólk vant að vinna svona með verðmæt lyf
Starfsfólki Landspítala tókst að ná 5,4 skömmtum úr hverju mæliglasi af bóluefni Pfizer BioNTech með því að viðhafa sitt venjulega verklag, til samanburðar náði heilsugæslan aðeins fimm skömtum. 
Milli sjö og átta hundruð í sýnatöku í dag
Fjöldi fólks fer í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er verið að mæla hvort mótefni fyrir kórónuveirunni greinist í þeim fjórtán farþegum sem greindust með smit í gær og fyrradag. Hver einasti nanódropi af bóluefni var nýttur á Landspítalanum í bólusetningunni í vikunni.
03.01.2021 - 12:21
Boltinn er núna hjá Pfizer
Beðið er viðbragða frá lyfjafyrirtækinu Pfizer um tillögu sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar um rannsókn sem fælist í að bólusetja nánast alla þjóðina. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur fengið upplýsingar sem óskað var eftir.
Hægagangur í bólusetningu veldur víða gremju
Hávær gagnrýni á hve langan tíma tekur að útdeila bóluefni gegn Covid 19 hefur heyrst víða um lönd. Í Þýskalandi kvarta læknar undan því að heilbrigðisstarfsfólk sé látið bíða eftir bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
4875 landsmenn fengu bólusetningu
Bóluefnið sem kom frá Pfizer á mánudag dugði alls fyrir 4.875 landsmenn. Um helmingur þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er bólusetningu lokið og fóru síðustu skammtarnir frá Suðurlandsbraut í Reykjavík fyrir hádegið. Annars staðar á landinu er einnig ráðgert að ljúka bólusetningu í dag. Gert er ráð fyrir að næsta sending frá Pfizer berist í kringum 20. janúar.
Fimmfalda umsvifin með bóluefnavöktun
Fyrirtækið Controlant í Kópavogi sér fram á fimmfalt meiri umsvif á næsta ári. Fyrirtækið hefur þróað vöktunarbúnað sem notaður er í flutningi á bóluefni við kórónuveirunni.
30.12.2020 - 09:26
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Bóluefni Sinopharm 79% virkt gegn kórónuveirunni
Niðurstöður þriðja stigs prófana á bóluefni kínverska lyfjarisans Sinopharm sýna 79 prósenta virkni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.
30.12.2020 - 06:33
„Tónninn var sleginn strax í upphafi faraldursins“
Bóluefnið sem smýgur inn í upphandleggi 5000 landsmanna í vikunni á sér aðeins nokkurra mánaða sögu. Smitsjúkdómalæknir segir að virkni þess sé griðarlega mikil, en talið er að 95% þeirra sem fá bóluefnið myndi ónæmissvar gegn veirunni. Þeir sem fá bóluefnið eiga ekki að geta veikst af Covid-19 en hugsanlegt er að þeir geti sýkst af veirunni og smitað aðra.
Mistök að hafa Þórólf ekki með í viðræðum við Pfizer
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist hafa gert mistök þegar hann hafði Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, ekki með í viðræðum við lyfjarisann Pfizer, um að útvega Íslendingum bóluefnið þeirra gegn COVID-19, Comirnaty. Þórólfur hafði samband við Pfizer sjálfur 15. desember. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, einnig fundað með fulltrúa Pfizer um að útvega Íslendingum bóluefni.
26.12.2020 - 14:34
Kári: Engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að viðræður við Pfizer um bóluefni gegn COVID-19 hafi átt sér stað án þess að hann ráðfærði sig við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni eða sótt til hans hugmyndir.
Engin ástæða til að fagna í fimmtíu manna partíi
Tilraunir til að tryggja stórum hluta landsmanna bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Pfizer á allra næstu vikum eru afar skammt á veg komnar, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Yfirvöld vinna nú að því að tryggja nær allri þjóðinni bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Pfizer sem fyrst. Fjölmiðlar hafa í gær og í dag fjallað um viðræður Kára við forsvarsmenn Pfizer. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekar að hann hafi átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer, en ekki Kári.
24.12.2020 - 13:02
Talar við eins marga og mögulegt er um bóluefni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertók fyrir í dag að hún væri búin að taka bóluefnismál fyrir Ísland á sína könnu í stað heilbrigðisráðuneytisins. Hún átti símafundi með Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer í gær um væntanleg bóluefni en greindi ekki frá því við fréttastofu hvað var rætt.
Lyfjastofnun veitir bóluefni Pfizer markaðsleyfi
Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefninu Comirnaty frá BioNTech og Pfizer skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Byggir markaðsleyfið á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en leyfisveiting hennar byggir á meðmælum Lyfjastofnunar Evrópu, segir í tilkynningu Lyfjastofnunar.
21.12.2020 - 23:24
Segir rangfærslu Bloomberg vegna tæknilegra mistaka
Ragnhildur Sigurðardóttir, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, segir að rangfærsla um fjölda þeirra bóluefna sem Ísland hafi tryggt sér sem fram kom í frétt Bloomberg í gær hafi verið vegna tæknilegra mistaka. Kortið með fréttinni sýnir fjölda þeirra sem hægt verður að bólusetja miðað við það magn bóluefnis sem lönd hafa þegar tryggt sér með undirrituðum samningum.
21.12.2020 - 23:01
Stjórnvöld leiðrétta frétt Bloomberg um bóluefnakaup
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent fréttaveitunni Bloomberg athugasemd vegna fréttaflutnings hennar af þeim fjölda kórónuveirubóluefnisskammta sem Bloomberg fullyrti að Ísland hefði tryggt sér. Í frétt Bloomberg sagði að Ísland væri meðal þeirra landa sem hefðu tryggt sér minnst af bóluefninu allra vestrænna þjóða. Í athugasemd ráðuneytisins segir að Ísland hafi tryggt sér að minnsta kosti 635.000 skammta sem dugi til að bólusetja 87% þjóðarinnar.
Viðurkennir mistök varðandi áætlað magn bóluefnis
Gustave Perna hershöfðingi sem hefur yfirumsjón með dreifingu bóluefna um Bandaríkin kveðst bera ábyrgð á misskilningi sem kviknaði um hve marga skammta bóluefnis hvert ríki fengi í sinn hlut.
20.12.2020 - 03:31
Þórólfur ræddi við Pfizer um tafir á afhendingu
„Ég hef nú upplýsingar frá fulltrúa Pfizer núna bara í morgun þar sem því er lýst að framleiðsla þeirra gat ekki farið eins hratt af stað eins og vonir stóðu til. En þeir muni fljótlega ná vopnum sínum og geta framleitt á fullu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.