Færslur: Pfizer

Mæla með örvunarskammti fyrir ákveðna hópa
Nefnd bandarískra heilbrigðissérfræðinga mælir einróma með notkun örvunarskammta bóluefnis Pfizer fyrir 65 ára og eldri og fyrir fólk sem er í hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Eins á það við um heilbrigðisstarfsfólk.
Sækja um leyfi fyrir Pfizer-efninu fyrir börn frá 5 ára
Þýska lyfjaþróunarfyrirtækið BioNTech, sem þróaði Pfizer-bóluefnið gegn COVID-19, hyggst sækja um markaðsleyfi fyrir COVID-bóluefni fyrir börn á aldrinum 5-11 ára fyrir miðjan október, meðal annars í Evrópu.
10.09.2021 - 17:06
Ástralir fá Pfizer: „Takk Boris þú átt hjá mér bjór“
Bretar hafa ákveðið að senda fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer til Ástralíu. Áströlum ber þó að endurgjalda greiðann með jafnmörgum skömmtum bóluefnis að ótilgreindum tíma liðnum.
Flestir smitaðir í hópi Janssen-þega
Flestir þeirra sem greinst hafa með Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins og voru bólusettir höfðu fengið bóluefni frá Janssen.
Svissnesk börn og ungmenni fá bóluefni Moderna
Svissnesk börn og ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára verða bólusett gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Næstum helmingur landsmanna telst fullbólusettur.
Ekki þarf að breyta bóluefni Pfizer gegn Delta-afbrigði
Ekki þarf að aðlaga bóluefni Pfizer gagnvart delta-afbrigði kórónuveirunnar um sinn, þar sem efnið veitir viðhlítandi vörn gegn því. Þó sé ekki útilokað að breyta þurfi samsetningu þess síðar í glímunni við önnur stökkbreytt afbrigði veirunnar.
Fréttaskýring
Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.
Endurbólusetning fer mishratt af stað eftir landshlutum
Endurbólusetning fyrir þá sem fengu bóluefni Janssen fer mishratt af stað eftir landshlutum, samkvæmt upplýsingum úr hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig. Hún hefst alls staðar á landinu á næstu tveimur vikum og víðast hvar er skólastarfsfólk fremst í röðinni.
03.08.2021 - 13:45
Pfizer og Moderna hækka verð bóluefna sinna
Nýjasti afhendingarsamningur um covid-bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna til Evrópusambandsins leiðir í ljós að verðið á hverjum skammti hefur hækkað. Sambandið stefnir að því að stærstur hluti fólks verði fullbólusettur innan skamms.
Bólusetningar barnshafandi kvenna hefjast í dag
Í dag klukkan níu hefst bólusetning barnshafandi kvenna. Konum, sem eru gengnar meira en tólf vikur, býðst að þiggja bólusetningu í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34.
29.07.2021 - 08:44
Óléttar konur bólusettar í hollum á Suðurlandsbraut
Barnshafandi konur, sem gengnar eru meira en 12 vikur, verða bólusettar í stórum stíl á morgun. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst við stórum Janssen-dögum seinnihlutann í ágúst. 
28.07.2021 - 19:22
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
AstraZeneca uppurið og boðið upp í Pfizer í staðinn
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum.
Myndskeið
Stjórnvöld hugi að bólusetningum barna eftir rannsóknir
Ekki er ástæða til að bólusetja börn á aldrinum 12 til 15 ára gegn Covid-19 á meðan smittíðni á Íslandi er lág segir prófessor í ónæmisfræði. Hins vegar eru börn óvarin fyrir delta-afbrigði veirunnar og því ættu stjórnvöld að íhuga bólusetningar þegar frekari niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir.
Hjartavöðvabólga sjaldgæf aukaverkun kjarnsýrubóluefna
Bandaríska lyfja- og matvælastofnunin, FDA, hefur bætt hjartaöðvabólgu við, sem afar sjaldgæfri aukaverkun af bóluefnum Moderna og Pfizer við COVID-19. Í júní höfðu tólf hundruð tilfelli verið tilkynnt í Bandaríkjunum af hjartasýkingu af kjarnsýrubóluefnunum og eru þau algengust hjá yngri karlmönnum eftir seinni skammt af bóluefninu.
27.06.2021 - 11:56
Veldisvöxtur í vöktunarbúnaði fyrir lyfjageira og mat
Framleiðsla á vöktunarbúnaði fyrirtækisins Controlant, meðal annars fyrir bóluefni Pfizer, hefur margfaldast á skömmum tíma. Veldisvöxtur er hjá fyrirtækinu. 
26.06.2021 - 11:51
Lítill Janssen-dagur á fimmtudag eða ekkert bólusett
Allsendis óvíst er hvort bóluefnið AstraZeneca berst fyrir fimmtudag. Hugsanlega verður lítill Janssen-dagur þá ef eftirspurn er næg en annars engin bólusetning.
21.06.2021 - 10:25
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Mikið af Janssen-bóluefni kemur til landsins á morgun
Síðdegis á morgun kemur stór sending af Janssen-bóluefni við kórónuveirunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Fyrir hálfum mánuði bárust tæplega þrjú þúsund skammtar en Júlía segir að skammtarnir verði töluvert fleiri nú. Ekki liggi þó nákvæmlega fyrir hversu margir.
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Myndskeið
20 þúsund skammtar dregnir út í bólusetningalottóinu
Það skýrist í dag hvenær árgangar fæddir 1975 og síðar fá bólusetningu en dregið verður í svokölluðu bólusetningarlottói í húsakynnum heilsugæslunnar í Mjóddinni klukkan tíu í dag. 20 þúsund skammtar verða gefnir í næstu viku.
Hvenær fær bólusett Maríanna vernd og vottorð?
Um helmingur landsmanna er kominn með að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Öll bóluefnin virðast forða fólki frá því að veikjast alvarlega eða deyja úr COVID-19 en það er ekki hægt að treysta á þau fyrr en að nokkrum vikum liðnum. 
Gefa grænt ljós á bólusetningar barna í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer leyfi fyrir bóluefni við COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Stofnunin segir leyfið marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Matvæla- og lyfjastofnunin hafði áður gefið bráðabirgðaleyfi fyrir því að efnið yrði gefið börnum niður í sextán ára aldur.
10.05.2021 - 22:10
ESB tryggir sér enn fleiri skammta frá Pfizer
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skrifað undir samning við framleiðendur Bi­oNTech-Pfizer um kaup á 900 milljón skömmtum af bóluefni til viðbótar við þá skammta sem áður var búið að semja um.
08.05.2021 - 12:34