Færslur: Pfizer

Sjónvarpsfrétt
Markmið um bólusetningu gætu náðst fyrir miðjan júlí
Fyrstu skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Miðað við fyrirliggjandi dreifingaráætlanir lyfjaframleiðenda og væntingar um aukna framleiðslu ætti markmið stjórnvalda um að bólusetja 280 þúsund manns fyrir miðjan júlí að nást. 
Aldrei fleiri bólusett á einum degi
Aldrei hafa fleiri verið bólusett gegn COVID-19 á einum degi hér á landi en í gær þegar 6.630 fengu bóluefni. Um 2,4% þeirra 280 þúsunda sem til stendur að bólusetja fengu því sprautu í gær.
Um 65 þúsund bóluefnaskammtar væntanlegir í apríl
Um 65.300 skammtar eru væntanlegir í apríl af bóluefnum þeirra fjögurra framleiðenda sem hér hafa markaðsleyfi. Mánaðarleg afhending bóluefna eykst því um 160% í samanburði við fyrri mánuði.
Bóluefni fyrir 193 þúsund manns væntanlegt næstu mánuði
Standist áætlun um afhendingu bóluefna næstu mánuði hefur fengist bóluefni fyrir 86% þeirra 280 þúsunda sem fyrirhugað er að bólusetja. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins hefur verið uppfært í samræmi við nýjust upplýsingar um afhendingu bóluefna.
Viðtal
Væntir markaðsleyfis fyrir bóluefni Janssen í mars
Afhendingaráætlun er til fyrir bóluefni Moderna og Pfizer í apríl. Að öðru leyti hefur ekki verið lögð fram áætlun fyrir annan ársfjórðung ársins. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en hún býst við að áætlun verði tilbúin innan skamms.
Spegillinn
Rofar til á bóluefnamarkaði
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að með aukinni framleiðslugetu stærstu lyfjaframleiðendanna sé að rofa til á bóluefnamarkaðinum. Stutt sé í að markaðsleyfi verði gefið út fyrir bóluefni frá Janssen. Ísland hefur samið um kaup á bóluefni frá Janssen fyrir 235 þúsund manns. Aðeins þarf eina sprautu af Janssen-bóluefninu.
08.03.2021 - 17:00
Fleiri komu en vænst var og bóluefni kláraðist
Um fimmtíu manns á níræðisaldri þurfti að hverfa frá Laugardalshöll þegar bóluefni kláraðist í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk hafa tekið þessu almennt mjög vel. 
Reyndu að komast yfir gögn um bóluefni Pfizer
Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækisins Pfizer í þeim tilgangi að reyna að komast yfir upplýsingar um bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni og tengd gögn. Leyniþjónusta Suður-Kóreu greindi frá þessu í morgun.
16.02.2021 - 09:42
Ekki óvænt að ungt fólk slappist eftir seinni sprautuna
Forstjóri Lyfjastofnunar segir viðbúið að aukaverkanir geri vart við sig hjá yngra fólki eftir seinni bólusetningu. Mikill meirihluti skammtanna sem koma hingað á næstu vikum og mánuðum verða frá Pfizer og AstraZeneca. Um fimm prósent þjóðarinnar hafa nú verið bólusett, að hálfu eða öllu leiti.
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Viðtal
„Það voru aldrei komnir neinir pappírar inn í málið“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að viðræðurnar við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um rannsóknarverkefni hér á landi hafi alltaf verið óformlegar og henni hafi verið ljóst að brugðið gæti til beggja vona. Ljóst varð í gær að ekkert yrði af því.
10.02.2021 - 08:48
Kastljós
Megi þakka Þórólfi fyrir að þetta hafi ekki verið hægt
Óánægja annarra ríkja yfir viðræðum um hugsanlega bólusetningarannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi kann að hafa sett strik í reikninginn. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í kvöld og þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir voru sammála um að harla ólíklegt væri að af rannsókninni yrði. Þeir stefna ekki á að leita til annarra lyfjafyrirtækja um sambærilega rannsókn.
09.02.2021 - 20:15
„Það hefði verið frábært ef þetta hefði gengið eftir“
„Þetta var spennandi hugmynd sem hefði verið gaman að sjá verða að veruleika, en það lá líka fyrir að það væri ekki vitað hvernig þetta færi.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að ljóst var að ekkert yrði af bóluefnarannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer hér á landi.
Már kemur að Pfizer-viðræðum sem vísindamaður
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, verður ásamt Þórólfi Guðnason sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á fundinum með fulltrúum bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Þetta staðfestir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans í samtali við Fréttastofu RÚV. Már kemur að viðræðunum sem vísindamaður á sviði smitsjúkdóma.
Viðtal
Krefur forsætisráðherra upplýsinga um Pfizer-viðræður
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnarandstaðan á Alþingi verði upplýst um viðræður við Pfizer. Málið hljóti að þurfa umræðu Alþingis. Logi segist engar upplýsingar aðrar hafa um Pfizer-viðræðurnar en það sem hafi komið fram í fjölmiðlum og sóttvarnalæknir hafi greint frá. Margar siðferðisspurningar vakni.
Vill ekki bíða fram á elleftu stundu með Pfizer-umræðu
Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, segir að ef þjóðin verði til rannsóknar hjá alþjóðlegu fyrirtæki sé eðlilegt að það verði upplýst þjóðfélagsumræða í aðdragandanum um skilyrði og eðli rannsóknarinnar. Það sé umræða sem megi ekki bíða þar til á elleftu stundu. Sóttvarnalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eiga í dag fund með fulltrúum bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer um bólusetningu á þjóðinni í rannsóknarskyni.
09.02.2021 - 12:23
Heilbrigðisráðuneytið ekki með í Pfizer-viðræðum
Sóttvarnalæknir, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og fulltrúi Landspítalans eiga í dag fund með fulltrúum bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer um hugsanlega bólusetningu þjóðarinnar við kórónuveirunni í vísindaskyni. Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins taka ekki þátt í fundinum. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Þá hefur hvorki heilbrigðisráðherra né aðrir starfsmenn ráðuneytisins átt fundi með fulltrúum Pfizer.
Kalla eftir svörum um siðferði bólusetningarannsóknar
Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki segja að svara verði nokkrum spurningum um mögulegt samstarf við Pfizer áður en ráðist verður í að bólusetja þorra Íslendinga í rannsóknaskyni. Þeir segja að upplýst samfélagsumræða sé mikilvægur aðdragandi svona rannsóknar og að slík umræða taki tíma. Þótt svo það geti verið freistandi í núverandi ástandi að ýta erfiðum spurningum til hliðar sé það hluti af lýðræðismenningu og góðu rannsóknasiðferði að gefa þeim gaum.
Viðtal
Fólk verði að stilla væntingum um Pfizer samning í hóf
Sóttvarnalæknir hvetur fólk til þess að vænta ekki of mikils af viðræðum við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer. Náist samningar þurfi þeir að hljóta samþykki ráðamanna, vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill ekki staðfesta að framhaldið ráðist á fundi með forsvarmönnum lyfjaframleiðandans í dag.
Vænst svara á fundi með Pfizer á morgun
Á fundi síðdegis á morgun verður að líkindum skorið úr um hvort lyfjafyrirtækið Pfizer óski eftir að fram fari rannsókn hérlendis sem felst í að bólusetja tugþúsundir Íslendinga gegn kórónuveirunni. 
Ekkert í hendi um samstarf við Pfizer
Íslendingar hafa engin samningsdrög fengið frá Pfizer um mögulegt samstarf við bólusetningu þorra landsmanna og rannsóknaverkefni þar um, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Meðan engin samningsdrög liggja fyrir er óljóst hvort af verkefninu verður. því síður hversu margir skammtar fást af bóluefnum og hversu snemma.
08.02.2021 - 11:20
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
Ávinningurinn vegur þyngra en aukaverkanirnar
Ávinningurinn af bólusetningu með Comirnaty, kórónuveirubóluefni Pfizer/BioNTech er meiri en þær hugsanlegu aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um á þeim rúma mánuði sem liðinn er síðan byrjað var að bólusetja með lyfinu. Engin ástæða er til að breyta leiðbeiningum um notkun þess. Þetta kemur fram í nýrri öryggisskýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um Comirnaty.
175 tilkynningar um aukaverkanir af COVID-bólusetningu
Lyfjastofnun hefur borist 175 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir af kórónuveirubóluefnum Pfizer/Bio NTech og Moderna. Hlutfallslega eru fleiri tilkynningar vegna bóluefnis Moderna en vegna bóluefnis Pfizer/Bio NTech. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af þessu. Engar nýjar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir hafa borist síðan í síðustu viku.