Færslur: Pfizer

Halda áfram að rannsaka röskun á tíðahring
Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, hefur ákveðið að halda áfram að rannsaka aukaverkanir covid-bólusetninga á tíðahring kvenna.
23.06.2022 - 21:19
Nýtt covid-lyf vonandi aðgengilegt hérlendis í haust
Paxlovid, nýtt covid-lyf getur fækkað innlögnum á spítala um 85 prósent. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að nota lyfið í talsvert miklum mæli en bundnar eru vonir við að lyfið komi hingað til lands í haust. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum fyrir spítalann og í baráttunni gegn kórónuveirunni.
23.06.2022 - 17:43
Pfizer býður einkaleyfislyf á kostnaðarverði
Bandaríski lyfjarisinn Pfizer áformar að selja fátækustu þjóðum heims einkaleyfislyf á kostnaðarverði. Forstjóri fyrirtækisins segir að tími sé kominn til að byrja að brúa bilið milli þeirra sem hafa efni á að kaupa lyfin og hinna sem enga möguleika eiga á því. Áætlað er að yfir einn milljarður jarðarbúa njóti góðs af átakinu.
Enn 200 þúsund skammtar af bóluefni til taks
Skammtar af bóluefnum gegn COVID-19 eru enn að berast til landsins, en þó í minni mæli en áður. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Distica, segist búast við að á næstu mánuðuðum muni skömmtunum fækka enn frekar.
09.04.2022 - 16:21
Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.
Covid-lyf Pfizer fær skilyrt markaðsleyfi í Kína
Paxlovid Covid-lyfi Pfizer hefur verið veitt skilyrt markaðsleyfi í Kína. Frá þessu var greint í morgun en Lyfjastofnun Evrópu heimilaði tiltekna notkun þess í lok janúar.
Hagnaður Pfizer tvöfaldast
Lyfja- og bóluefnafyrirtækið Pfizer hagnaðist um 22 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2750 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári.
08.02.2022 - 16:38
Sjónvarpsfrétt
200 börn þegar bólusett í höllinni í vikunni
Bólusetning yngri grunnskólabarna hefst fyrir alvöru á mánudag. Um tvö hundruð börn hafa þegar mætt þessa viku þar af um áttatíu og fimm  í dag.  Börnin  fá  barnaskammt af Pfizer, sem er einn þriðji af fullorðinsskammtinum og nálin er minni.
Mæla með bóluefnum Moderna og Pfizer umfram Janssen
Sérfræðinganefnd á vegum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur komist að þeirri einróma niðurstöðu að mæla fremur með notkun mRNA bóluefna Pifzer og Moderna en þess bóluefnis sem Johnson & Johnson framleiðir.
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
Það gefi ekki síðri vörn að blanda bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir ekki síðri vörn gegn kórónuveirusmiti að fá örvunarskammt með öðru bóluefni en fólk hafi fengið í fyrsta eða öðrum skammti. Hann telji ekki aukna áhættu á aukaverknunum með því að blanda bóluefnum, heldur sé fremur horft til áhættu aukaverkana hvers bóluefnis með tilliti til aldurs.
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningabílinn kominn á kreik
Nú þurfa þeir sem eiga erfitt með að komast í bólusetningu ekki lengur að örvænta því bólusetningabíllinn er kominn á kreik. Í dag var boðið upp á Pfizer og Janssen-sprautu inni í bílnum eða á vinnustað. Bólusetningabíllinn fór í sína fyrstu ferð í dag.
Danir hyggjast kaupa lyf til meðferðar við COVID-19
Dönsk stjórnvöld hyggjast verja jafnvirði níu milljarða íslenskra króna til kaupa á tveimur lyfjum til meðhöndlunar gegn COVID-19. Nokkur lyf eru í þróun eða hafa fengið samþykki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu vinnur nú að mati á sex lyfjum við sjúkdómnum.
19.11.2021 - 03:57
Covid lyf Pfizer virðist draga verulega úr veikindum
Nýtt lyf á töfluformi við COVID-19 getur dregið úr innlögnum á sjúkrahús, sem og dauðsföllum af völdum veirunnar, um 90%. Þetta tilkynnti lyfjaframleiðandinn Pfizer í dag. Lyfjafyrirtæki keppast nú við að framleiða lyf til meðhöndlunar einkenna sjúkdómsins.
05.11.2021 - 12:14
Leyfa bólusetningar 5-11 ára með Pfizer
Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa bólusetningar fyrir börn eldri en fimm ára með bóluefni Pfizer/BioNTech. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að meirihluti sérfræðinga sem ráðleggja stofnuninni gáfu út að kostir bólusetningarinnar vægju þyngra en ókostir.
Ráðleggja að bólusetningar 5 til 11 ára verði leyfðar
Bandarísku lyfjastofnuninni hefur verið ráðlagt að leyfa notkun COVID-19 bóluefnis frá Pfizer/BioNTech fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga sem voru beðnir að ráðleggja stofnuninni, voru sammála um að kostir bólusetningar vægju þyngra en áhætturnar. Lyfjastofnunin er sögð fylgja oftast ráðum sérfræðinga, en ber þó ekki lagaleg skylda til þess.
Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.
Pfizer gæti fengið leyfi fyrir yngri börn í desember
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur hafist handa við að meta umsókn sem varðar notkun COVID-19 bóluefnis Pfizer og BioNTech hjá börnum 5-11 ára. Nefndin metur gögn sem berast úr klínískri rannsókn sem nú stendur yfir í þessum aldurshópi.
19.10.2021 - 14:44
Geymsluþol bóluefnis Pfizer eykst um þrjá mánuði
Bóluefni Pfizer geymist þremur mánuðum lengur í geymslu við kjöraðstæður en upphaflega var gefið út.
14.10.2021 - 10:31
Lyfjarisar þróa veirusýkingarlyf við COVID-19
Lyfjarisar heimsins keppast við þróun lyfs við COVID-19 sem mögulegt verður að gefa í töfluformi. Sérfræðingur við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi í Svíþjóð segir áríðandi að slík lyf séu gefin fljótt eftir að sýking kemur upp.
29.09.2021 - 03:14
Mæla með örvunarskammti fyrir ákveðna hópa
Nefnd bandarískra heilbrigðissérfræðinga mælir einróma með notkun örvunarskammta bóluefnis Pfizer fyrir 65 ára og eldri og fyrir fólk sem er í hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Eins á það við um heilbrigðisstarfsfólk.
Sækja um leyfi fyrir Pfizer-efninu fyrir börn frá 5 ára
Þýska lyfjaþróunarfyrirtækið BioNTech, sem þróaði Pfizer-bóluefnið gegn COVID-19, hyggst sækja um markaðsleyfi fyrir COVID-bóluefni fyrir börn á aldrinum 5-11 ára fyrir miðjan október, meðal annars í Evrópu.
10.09.2021 - 17:06
Ástralir fá Pfizer: „Takk Boris þú átt hjá mér bjór“
Bretar hafa ákveðið að senda fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer til Ástralíu. Áströlum ber þó að endurgjalda greiðann með jafnmörgum skömmtum bóluefnis að ótilgreindum tíma liðnum.
Flestir smitaðir í hópi Janssen-þega
Flestir þeirra sem greinst hafa með Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins og voru bólusettir höfðu fengið bóluefni frá Janssen.
Svissnesk börn og ungmenni fá bóluefni Moderna
Svissnesk börn og ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára verða bólusett gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Næstum helmingur landsmanna telst fullbólusettur.