Færslur: Peter Madsen

„Fangelsi eiga ekki að vera stefnumótastaðir“
Til stendur að samþykkja lög á danska þinginu sem koma í veg fyrir lífstíðarfangar geti stofnað til rómantískra kynna við fólk utan múranna. Búist er við að lögin taki gildi í janúar næstkomandi.
17.09.2021 - 14:59
Heimskviður
Hver er réttur fanga til ástarsambanda?
Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum að stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen þegar hún var sautján ára. Madsen sat þá í gæsluvarðhaldi fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall. Talsfólki fanga líst illa á tillöguna og segja hana geta aukið á vanlíðan þeirra.
Peter Madsen fékk hjálp við flóttann
Danska lögreglan segir að Peter Madsen hafi fengið hjálp við flótta úr fangelsi í gær, þar sem hann afplánar lífstíðardóm fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall. Aðeins liðu nokkrar mínútur frá flóttanum uns Madsen var handsamaður á ný. Þetta stangast á við það sem sagt var á fréttamannafundi lögreglunnar síðdegis í gær. Nú segir lögreglan að flóttinn hafi verið vel skipulagður og lögreglan leiti að einum eða fleiri utan fangelsins sem hafi aðstoðað Madsen.
21.10.2020 - 12:49
Myndskeið
Með eftirlíkingu af byssu og sprengjubelti
Peter Madsen var óvopnaður, en með eftirlíkingu af skammbyssu og sprengjubelti þegar hann slapp úr Herstedvester fangelsinu í Danmörku í dag. Dómsmálaráðherra Dana vill herða eftirlit með föngum til að atburðurinn endurtaki sig ekki.
20.10.2020 - 16:41
Peter Madsen tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi
Daninn Peter Madsen, sem afplánar ævilangan fangelsisdóm fyrir morð á sænsku blaðakonunni Kim Wall tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi í dag. Honum tókst að sleppa með því að hafa í hótunum, að því er fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir heimildarmanni.
20.10.2020 - 13:25
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi
Danska lögreglan handtók danska morðingjann Peter Madsen í morgun eftir að hann flúði úr Herstedvester-fangelsinu rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Danska blaðið B.T. greinir frá því að Madsen hafi komist út úr fangelsinu með því að segjast hafa sprengju bundna um sig og að sprengjusérfræðingar hafi verið kallaðir til.
20.10.2020 - 10:36
Kafbáti Madsen fargað
UC3 Nautilus, kafbátur Peter Madsen, hefur verið eyðilagður. Þetta staðfestir Brian Belling hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Danska ríkisútvarpið. Var báturinn tekinn í sundur á dögunum og bútunum fargað þar sem hann hefur verið geymdur síðustu mánuðina.
22.12.2018 - 13:10
Madsen áfrýjar ekki til Hæstaréttar
Peter Madsen, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á sænsku blaðakonuna Kim Wall, hefur ákveðið að áfrýja ekki dóminum til Hæstaréttar Danmerkur. Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir verjanda hans Betinu Hald Engmark.
08.10.2018 - 11:53
Peter Madsen áfrýjar lengd refsingar
Daninn Peter Madsen, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðasta mánuði fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hefur áfrýjað refsingunni til Landsréttar. Madsen var fundinn sekur um að hafa myrt Wall um borð í kafbáti sínum Nautilus.
07.05.2018 - 14:47
Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi
Peter Madsen fékk lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall. Dómarar telja skýringar Madsens ótrúverðugar, hann hafi breytt framburði sínum margoft og eigi sér engar málsbætur.
25.04.2018 - 11:03
„Vonumst til að vakna af vondum draumi“
Búist er við dómur verði kveðinn upp á morgun í einu umtalaðasta sakamáli síðari tíma á Norðurlöndunum. Hálft annað ár er síðan blaðakonan Kim Wall steig upp í kafbát í eigu Peters Madsen, sem er ákærður fyrir að myrða hana. Foreldrar Wall segjast enn óska þess að vakna upp af vondum draumi.
24.04.2018 - 20:35
Viðtal
Sverrir fór í kafbát Madsens rétt fyrir morðið
Einungis nokkrar vikur liðu frá því að Sverrir Þórðarson, Íslendingur búsettur í Kaupmannahöfn, fór í skoðunarferð í kafbátinn Nautilus þar til eigandi bátsins, Peter Madsen, var hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um að hafa myrt þar blaðakonuna Kim Wall. Sverrir segir að það sé mjög óhugnanleg tilhugsun, ekki síst í ljósi þess að samstarfskona hans nokkrum dögum síðar þegið boð um að fara með Madsen í siglingu í kafbátnum.
08.03.2018 - 18:34
Saksóknari trúir ekki mörgu úr munni Madsens
Réttahöldum yfir Peter Madsen, sem sætir ákæru fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall, er lokið í dag. Skýrslutöku yfir honum verður fram haldið 21. mars og síðan halda réttarhöldin áfram næstu átta virka daga þar á eftir. Fyrir dómi í dag gjörbreytti Madsen framburði sínum – áður hafði hann haldið því fram að Wall hefði látist þegar hleri á kafbátnum skall í höfuð hennar en í dag fullyrti hann að hún hefði kafnað úr kolmónoxíðeitrun frá vél bátarins eftir að hún lokaðist inni í honum.
08.03.2018 - 15:13
Bein textalýsing
Segir nú að Wall hafi kafnað í kafbátnum
Peter Madsen, sem nú er réttað yfir fyrir að hafa orðið Kim Wall að bana, hélt því fram fyrir dómi síðdegis að Wall hefði kafnað í kafbátnum á meðan hann varð að laga mótorinn því hlerinn á kafbátnum hefði skellst aftur. Áður hefur hann haldið því fram að hún hafi látið lífið eftir að hlerinn skall í höfuð hennar.
08.03.2018 - 13:46
Bein textalýsing
Skoðaði afhöfðun áður en hann sigldi með Wall
Peter Madsen, sem nú er réttað yfir í Kaupmannahöfn fyrir morðið á Kim Wall, leitaði eftir upplýsingum um það hvernig ætti að höggva höfuð af manneskju 19 klukkustundum áður en hann lagði úr höfn með Kim Wall 10. ágúst.
08.03.2018 - 10:44
Madsen vill losna úr gæsluvarðhaldi
Daninn Peter Madsen, sem sakaður er um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana um borð í kafbát sínum í ágúst síðastliðnum, vill að sér verði sleppt úr gæsluvarðhaldi. Extra Bladet hefur þetta eftir verjanda hans. Tekin verður ákvörðun um það á morgun hvort varðhaldið verður framlengt.
02.10.2017 - 14:57
Mynd um „kafbátamanninn“ á RIFF
Glöggir kvikmyndaunnendur hafa rekið upp stór augu vegna dönsku heimildamyndarinnar Amateurs in Space sem nú er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Er sjálfur „kafbátamaðurinn“ Peter Madsen önnur tveggja aðalpersóna í myndinni.
Vildi skjóta upp mannaðri eldflaug frá Íslandi
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, sagði í sjónvarpsviðtali árið 2008 hafa áhuga á því að skjóta upp eldflaug með manni innanborðs frá Íslandi.
28.08.2017 - 14:57
Fréttaskýring
Hvað kom fyrir Kim Wall?
Brosandi í sólarlaginu stendur hún við hlið Peter Madsen í kafbát sem hann hefur sjálfur smíðað. Sex klukkutímum síðar er tilkynnt um að Kim Wall sé horfin og Peter Madsen er handtekinn, grunaður um að hafa orðið henni að bana.
24.08.2017 - 16:58