Færslur: Peter Handke

Gagnrýni
Skelfilega ánægjuleg skilnaðarsaga
Það er gleðiefni að fá hvert verkið af öðru eftir Peter Handke, Nóbelsskáldið umdeilda, á íslensku segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi í umfjöllun um bókina Hið stutta bréf og hin langa kveðja. „Með þessari þroskasögu skilnaðarins höfum við fengið mikið listaverk í hendur á okkar máli.“
Víðsjá
„Fæddur til ógnar og skelfingar“
Nýlega kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar skáldsagan Hið stutta bréf og hin langa kveðja (Der kurze Brief zum langen Abschied) eftir austurríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke. Skáldsagan kom fyrst út árið 1972 og greinir frá þrítugum Austurríkismanni sem ferðast um þver og endilöng Bandaríkin eftir erfiðan hjónaskilnað.
11.04.2021 - 14:00
Gagnrýni
Stoppað upp í eitt af götum íslensks menningarrefils
Skáldsaga Nóbelsskáldsins Peter Handke, Ótti markmannsins við vítaspyrnu, er komin út í íslenskri þýðingu. Gauti Kristmannsson segir að bókin hafi fundið verðugan þýðanda í Franz Gíslasyni heitnum. „Þýðingin lá á meðal handrita hans að honum látnum og það er nú fyrir tilstilli forlagsins Uglu og ritstjórans Jóns Bjarna Atlasonar að þetta stórvirki heimsbókmenntanna er komið út.“
Deilur um Peter Handke – gömul saga og ný
„Þetta er í raun og veru einfalt og flókið í senn, eins og alltaf er í lífinu,“ segir Kristján B. Jónasson um áratugalangar deilur sem vöknuðu aftur til lífsins þegar tilkynnt var að austurríski rithöfundurinn Peter Handke hlyti Nóbelsverðlaun í bókmenntum.
Peter Handke: „Ég hata blaðamennsku!“
Peter Handke, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 2019, segist aldrei ætla að svara spurningum blaðamanna aftur. Rithöfundurinn hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir afstöðu sína gagnvart Kósóvóstríðinu á tíunda áratugnum.
Nóbelsverðlaun vekja undrun og reiði
Margir spáðu því að sænska akademían myndi forðast það að deilt yrði um Nóbelsverðlaunin í ár en raunin hefur orðið allt önnur. Álitsgjafar eru furðu lostnir yfir því að Peter Handke hafi hlotið verðlaunin en hann hefur verið sakaður um að bera blak af stríðsglæpum Serba í Kósóvóstríðinu.
Óglatt yfir Nóbelsverðlaunum Handke
Ákvörðun sænsku akademíunnar um að afhenda austurríska höfundinum Peter Handke bókmenntaverðlaun Nóbels hefur vakið talsverða reiði. Meðal þeirra sem gagnrýna hana eru leiðtogar Albaníu og Kósóvó, auk mannréttindasamtaka rithöfunda í Bandaríkjunum.
Handke og Tokarczuk hljóta Nóbelsverðlaun
Sænska akademían hefur tilkynnt höfundana sem hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Það eru rithöfundarnir Peter Handke og Olga Tokarczuk.