Færslur: Persónuverndarlög

Sjónvarpsfrétt
Ráðuneytið bar við neyðarástandi
Gagnaöflun með Ferðagjöfinni hófst áður en lög tóku gildi sem heimiluðu hluta þeirrar gagnaöflunar. Önnur gagnaöflun fór fram án þess að nokkurn tímann væri heimild fyrir henni. Ekki hefur enn verið bætt úr öllum vanköntum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákvörðun Persónuverndar um stærstu stjórnvaldssekt í sögu stofnunarinnar. 226.158 einstaklingar sóttu Ferðagjöfina og fengu ófullnægjandi fræðslu um forritið og notkun þess. Ráðuneytið bar við neyðarástandi en því hafnaði Persónuvernd.
25.11.2021 - 16:01
Allt sem átti að vera í lagi var í ólagi
Allt þetta helsta sem þarf að vera í lagi var ekki í lagi í þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar um snjallforrit sem hannað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda.
Persónuvernd notuð sem skálkaskjól til að leyna gögnum
Forstjóri Persónuverndar segir það miður þegar vísað er ranglega í persónuverndarlög og þau notuð sem skálkaskjól til þess að leyna upplýsingum sem varða mikilvæga almannahagsmuni. Persónuvernd gerði í dag alvarlegar athugasemdir við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðafélaga í íslensku atvinnulífi þar sem vísað er til úrskurðar Persónuverndar til stuðnings því að birta ekki upplýsingar um eignarhald útgerða.