Færslur: persónuvernd

Eftirlit með ferðum starfsmanna í lagi
Persónuvernd telur í lagi að Mannvirkjastofnun fylgdist með ferðum starfsmanna á bíl stofnunarinnar. Til dæmis er fylgst með því hvar bíllinn er hverju sinni og hvert honum hefur verið ekið. Tilgangur þessa var meðal annars að vakta nýtingu opinbers fjár og afla upplýsinga um notkun og ástand ökutækisins.
17.09.2019 - 07:05
Aldrei fleiri mál hjá Persónuvernd en í fyrra
Persónuvernd hefur aldrei nýskráð fleiri mál en í fyrra þegar ríflega tvö þúsund og fjögur hundruð mál voru skráð. Frá þessu er greint í ársskýrslu Persónuverndar.
15.09.2019 - 17:44
Sveitarfélög fá álagningarskrá ekki afhenta
Sveitarfélög fá ekki álagningarskrá einstaklinga afhenta í ár vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. Hingað til hafa þau fengið skrána afhenta þar sem hún geymir upplýsingar um álagða skatta, þar á meðal útsvar, sem er megintekjustofn sveitarfélaga. Vilji sveitarfélög skoða skrána þurfa þau að ferðast til skrifstofu ríkisskattstjóra innan þess tíma sem hún liggur frammi fyrir almenningi.
05.09.2019 - 13:07
Ríkið greiddi milljón vegna nafnabirtingar
Ungur karlmaður fékk á dögunum greidda eina milljóna króna í bætur frá ríkinu vegna birtingar á nafni hans á vef héraðsdómstóls. Hann hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun en var sýknaður í Landsrétti.
30.08.2019 - 11:31
Persónuvernd rannsakar hljóðupptökur Facebook
Facebook fékk verktaka til að fara yfir hljóðupptökur fimmtíu einstaklinga á evrópska efnahagssvæðinu, þar af upptökur eins Íslendings, í Messenger, skilaboðaforritinu. Persónuvernd hér á landi ætlar að hefja frumkvæðnisathugun vegna þessa.
29.08.2019 - 10:27
Myndskeið
Leita réttar síns vegna sjúkragagna SÁÁ
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, furðar sig á aðgerðaleysi vegna viðkvæmra sjúkragagna sem lentu í höndum fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir málið grafa undan trausti á kerfinu. Hún vonast til að öryggismál verði nú tekin föstum tökum hjá embætti Landlæknis. 
15.08.2019 - 19:10
Myndskeið
Afhendir Landlækni sjúkragögnin á næstu dögum
Innritunarskýrslur með upplýsingum um sjúklinga meðferðarstöðvar SÁÁ eru enn í fórum fyrrverandi starfsmanns samtakanna. Persónuvernd og Landlæknir hafa óskað eftir því að gögnin verði afhent embætti Landlæknis á næstu dögum. Starfsmaðurinn hefur fallist á það.
14.08.2019 - 19:30
Myndskeið
Sjúkragögn SÁÁ í fórum fyrrverandi starfsmanns
Viðkvæm sjúkragögn frá meðferðarstöð SÁÁ eru nú í fórum fyrrverandi starfsmanns samtakanna og voru um tíma geymd í bílskúr hans. Hann segist hafa fengið gögnin fyrir slysni. Formaður SÁÁ segir það af og frá. 
13.08.2019 - 19:30
Vinnsla Google geti ekki talist ópersónuleg
Nýlega greindi belgíska ríkisútvarpið frá því að verktaki hjá Google hefði lekið til þess þúsundum upptaka sem snjallhátalari tók upp inni á heimilum. Því hefur verið velt upp hvort meðferð Google á gögnum þeirra sem nýta ýmsa snjallþjónustu standist persónuverndarlög. Innlendir sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við hallast hvor í sína áttina. 
70% fleiri kvarta til Persónuverndar
Kvörtunum til Persónuverndar hefur fjölgað um 70 prósent á einu ári, eða frá því að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi. Stofnunin annar ekki verkefnum að mati skrifstofustjóra.
15.07.2019 - 21:04
Mega ekki birta fermingarmyndir í óþökk barna
Færst hefur í aukana að ósátt börn leiti til umboðsmanns barna vegna mynda sem foreldrar þeirra hafa birt af þeim á samfélagsmiðlum. Persónuvernd hefur úrskurðað í einu slíku máli.
Þótti HIV-spurningalisti of persónulegur
Persónuvernd hefur úrskurðað að ekki hafi verið brotið á einstaklingi sem gert var að svara spurningalista, sem meðal annars tengdist kynhegðun hans, þegar viðkomandi sótti sér fyrirbyggjandi meðferð við HIV hjá sóttvarnardeild Landspítalans. Viðkomandi þótti spurningalistinn of persónulegur og að starfsfólk Landspítalans ætti ekki að þurfa svo nákvæmar upplýsingar um kynlíf hans og kynhegðun. Hann ákvað að svara ekki listanum og fékk þar af leiðandi ekki lyfið.
20.06.2019 - 14:48
Bára borgar ekki sekt en þarf að eyða upptökum
Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög með því að taka upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember og um rafræna vöktun hafi verið að ræða að hennar hálfu. Þetta er niðurstaða stjórnar Persónuverndar sem úrskurðaði um málið í dag. Báru er ekki gert að greiða sekt en hún þarf að eyða umræddum upptökum.
22.05.2019 - 21:15
Viðtal
Deila of miklu um börn á samfélagsmiðlum
Besta sem foreldrar geta gert er að vera meðvitaðir um persónuupplýsingar þegar að samfélagsmiðlum kemur, segir Ásdís Auðunsdóttir, lögfræðingur og persónuverndar sérfræðingur hjá Deloitte. Hún segir myndir og myndefni ekki vera þær einu persónuupplýsingar sem foreldrar deila um börnin sín.
16.05.2019 - 17:02
Alvarlegur öryggisbrestur í Whatsapp
Persónuvernd hefur tilkynnt um alvarlegan öryggisveikleika í samskiptaforritinu WhatsApp eftir ábendingu frá persónuverndarstofnun Írlands.
14.05.2019 - 15:39
Myndband
Eftirlitsmyndavélarnar hafa skilað árangri
Fjöldi eftirlitsmyndavéla hefur verið settur upp á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Myndavélarnar eru settar upp af sveitarfélögum í samstarfi við lögreglu.
13.05.2019 - 20:30
Telur myndbirtinguna í þágu fréttamennsku
Persónuvernd hefur vísað frá máli konu sem kvartaði undan því að myndefni af henni hafi verið notað í umfjöllun Stöðvar tvö og Vísis í október í fyrra um málefni heimilislausra. Í niðurstöðu segir Persónuvernd að úrlausn málsins heyri undir dómstóla. 
27.04.2019 - 07:05
Eftirlitsmyndavélarnar sáu of stórt svæði
Eftirlitsmyndavélar Gluggasmiðjunnar ehf. vakta svæði á almannafæri og fyrirtækið fræddi starfsmenn sína ekki nægilega vel um myndavélarnar. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.
19.03.2019 - 17:24
SÍS hvatti til kjörsóknarsendinga
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hvatti til þess að sveitarfélög til þess að senda ungu fólki hvatningu um að fara á kjörstað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Í þeim tilgangi samdi SÍS skilaboð sem sveitarfélög gátu notað á mismunandi miðlum til þess að auka kosningaþátttöku.
12.02.2019 - 18:59
Klausturmálið
Persónuvernd vill upptöku Báru og Klausturs
Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klausturbar að fá upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá kvöldinu í nóvember þegar þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sátu að sumbli og töluðu illa um samstarfsfólk sitt og aðra. Persónuvernd vill einnig fá afrit af upptöku Báru Halldórsdóttur sem hljóðritaði samtal þingmannanna.
06.02.2019 - 14:47
Andlitsgreining skapar margvísleg álitaefni
Andlitsgreining í snjalltækjum og á samfélagsmiðlum vekur upp spurningar um persónuvernd og það hvernig upplýsingarnar eru notaðar, segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
03.02.2019 - 20:23
Myndskeið
Vafi hvort hægt sé að slökkva á staðsetningu
Flest fólk er meðvitað um að snjalltæki kortleggja ferðir okkar. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að það sé þó algengara en fólk gerir sér grein fyrir og að jafnvel sé ekki hægt að slökkva á staðsetningaþjón síma. Forstjóri Persónuverndar segir að tæknin sé orðin afburða góð.
Persónuvernd bíður niðurstöðu Landsréttar
Stjórn Persónuverndar ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir upptöku Báru Halldórsdóttur af samræðum sex þingmanna á barnum Klaustri. Þá ætlar Persónuvernd einnig að óska eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum á Klaustri frá þeim tíma er samtölin voru tekin upp, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Þetta verður þó ekki gert fyrr en niðurstaða Landsréttar liggur fyrir.
21.12.2018 - 14:21
Myndskeið
Hægt að njósna um ferðir barna með snjallúrum
Neytendastofa hefur farið fram á innköllun á snjallúrum sem eru markaðssett sem öryggistæki fyrir börn. Talið er að um 300 slík tæki séu í notkun hér á landi. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að hver sem er, hvar sem er, geti njósnað um þann sem er með úrið með hlerunum og fylgst með staðsetningu þess sem það ber.
Telur dómskerfið þurfa aðhald frá almenningi
Skiptar skoðanir eru um drög að frumvarpi dómsmálaráðherra þar sem þrengja á reglur um birtingu dóma á netinu. Formaður Dómarafélags Íslands veltir því upp hvort það auki tortryggni í garð dómstóla, verði dómar í kynferðisbrotamálum ekki birtir. 
28.11.2018 - 19:47