Færslur: persónuvernd

Sjónvarpsfrétt
Óttast að gögn um blæðingar verði notuð gegn konum
Nokkuð er um að konur í Bandaríkjunum séu hvattar til að eyða blæðingasmáforritum og gæta betur að stafrænu fótspori sínu á internetinu, eftir ákvörðun hæstaréttar í gær. Hætta sé á því að upplýsingum um tíðahring þeirra og kynheilsu sé safnað og þær notaðar gegn þeim.
Spegillinn
Apótek deildu viðkvæmum persónuupplýsingum
Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera.  
24.06.2022 - 10:21
Meðferð í máli Örnu McClure ekki í samræmi við lög
Umboðsmaður Alþingis segir í áliti að vinnubrögð Persónuverndar vegna kvörtunar Örnu McClure lögfræðings Samherja um haldlagningu gagna í Samherjamálinu séu ekki í samræmi við lög. Arna krefst þess að Persónuvernd taki málið upp að nýju.
Taka afstöðu til lögmætis Google Analytics á Íslandi
Tvær kvartanir yfir notkun Google Analytics og Facebook Connect á Íslandi eru til rannsóknar hjá Persónuvernd. Kvartanirnar snúa að íslenskum fyrirtækjum sem nota greiningarvélarnar á vefsíðum sínum. 
12.04.2022 - 17:58
Spegillinn
Stafrænar hættur í kosningabaráttu
Tilkoma samfélagsmiðla hefur á liðnum árum gjörbreytt kosningabaráttu í vestrænum lýðræðisríkjum. Segja má að straumhvörf hafi orðið þegar upp komst árið 2018 að breska fyrirtækið Cambridge Analytica hafði selt forsetaframboði Donalds Trumps persónuupplýsingar um 87 milljóna Facebooknotenda fyrir forsetakosningarnar 2016.
Meta sektað um 17 milljónir evra
Írska persónuverndarstofnunnin (DPC) hefur sektað Meta Platforms Ireland Limited, sem hét áður Facebook Ireland Limited áður en nafni fyrirtækisins var breytt, um 17 milljónir evra, eða tæpa tvo og hálfan milljarð króna, fyrir brot á persónuverndarlögum. Staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd segir að ákvörðunin sé líklega sú fyrsta í röð ákvarðana um fyrirtækið. 
Hefur afhent bréfasamskiptin við Kára Stefánsson
Forsætisráðherra hefur afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréfasamskipti hennar og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vegna úrskurðar Persónuverndar.
26.01.2022 - 13:10
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Persónuvernd svarar Kára um lögmæti skimana
Persónuvernd leiðrétti í dag fullyrðingu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar, um að þau hefðu haldið því fram að fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög í skimunum á fólki á síðasta ári. Persónuvernd hafði fengið misvísandi upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Landspítala og ÍE og taldi að sú vinnsla hefði ekki samræmst kröfum persónuverndar.
Telur ekki tilefni til að hætta á Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu í kvöld að hún hafi farið yfir verklag hjá sér eftir ákvörðun Persónuverndar í mars 2021. Þá komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að móttaka lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook hafi ekki samræmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
Tölvuþrjótar hóta að leka gögnum ef Strætó borgar ekki
Erlendir tölvuþrjótar náðu að brjótast inn í tölvukerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar. Þeir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka gögnunum ef ekki er orðið við þeirri kröfu. Þetta segir í tilkynningu frá Strætó.
05.01.2022 - 13:30
Mega ekki afhenda lögreglu bólusetningarvottorð
Heilsugæslur og öðrum heilbrigðisstofnunum er ekki heimilt að afhenda embætti ríkislögreglustjóra mótefna- eða bólusetningarvottorð án samþykkis hlutaðeigandi aðila. Þetta segir í áliti sem Persónuvernd birti í gær.
Kennari kærir stuld á Messenger-skilaboðum sínum
Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur kært stuld á einkaskilaboðum sínum til lögreglu og tilkynnt málið til Persónuverndar, herma heimildir fréttastofu.
Spegillinn
Hótar að hætta greiningu vegna úrskurðar Persónuverndar
Íslensk erfðagreining telur Persónuvernd hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill fá ákvörðun hennar um að fyrirtækið hafi brotið lög hnekkt fyrir dómstólum. Geta heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við COVID-faraldurinn virðist nú hanga að einhverju leyti á því hvernig dómsmálið fer. Í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag kemur fram að þangað til úrskurðinum verði hnekkt telji fyrirtækið ekki endilega skynsamlegt að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnayfirvöld.
Kæra úrskurðinn og íhuga að hætta raðgreiningu
Íslensk erfðagreining ætlar að kæra ákvörðun Persónuverndar um að vinnsla persónuupplýsinga í aðdraganda viðbótar við vísindarannsókn á Covid-19 hafi ekki samrýmst persónuverndarlögum.
Upplýsingaleki hjá Vinnumálastofnun öðru sinni á árinu
Persónuvernd hefur borist erindi vegna öryggisbrests í meðferð persónuuppplýsinga hjá Vinnumálastofnun. Það er í annað sinn það gerist á þessu ári.
Allt sem átti að vera í lagi var í ólagi
Allt þetta helsta sem þarf að vera í lagi var ekki í lagi í þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar um snjallforrit sem hannað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda.
Vísa frá málum um myndbirtingu á samfélagsmiðlum
Persónuvernd vísaði á dögunum frá máli þar sem foreldri birti mynd af barni við færslu á Facebook í óþökk hins foreldrisins og barnsins. Máli gegn einstaklingi sem deildi færslunni var einnig vísað frá. Persónuvernd segir í úrskurði sínum að það sé dómstóla en ekki stjórnvalda að taka afstöðu til þess hvort tjáning sé í andstöðu við lög.
18.11.2021 - 11:22
Eignarhlutir útgerða skipta hundruðum
Stærstu útgerðarfélög landsins eiga beinan og óbeinan eignarhlut í hundruðum íslenskra fyrirtækja sem ekki starfa í sjávarútvegi. Samherji og Síldarvinnslan eru umsvifamestu útgerðarfélögin.
Persónuvernd opnar starfstöð á Húsavík
Persónuvernd hefur opnað starfsstöð á Húsavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra segir að auðvelt sé að staðsetja sérhæfð opinber störf á landsbyggðinni þegar víðsýni og stafrænar lausnir fari saman.
01.10.2021 - 09:58
Ummæli sjávarútvegsráðherra dæma sig sjálf
Forstjóri Persónuverndar stendur við þau orð að ekki hafi verið nógu vel unnið að skýrslu um eignahald í tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins. Fundur verður hjá Persónuvernd á morgun með fulltrúum sjávarútvegsráðuneytis og skattayfirvalda. Allt of algengt sé að Persónuvernd sé beitt til að koma upplýsingum ekki á framfæri.
Sakar Persónuvernd um rógburð
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir það ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneyti hans um að leyna upplýsingum eða nota persónuvernd sem skálkaskjól við gerð skýrslu um eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Í færslu á ráðherrans Facebook segir að hann hafi óskað eftir því að sjávarútvegsráðuneytið boði fulltrúa Persónuverndar og Skattsins til fundar vegna málsins.
Ábendingasíðu samtaka gegn þungunarrofi lokað
Bandaríska vefhýsingarfyrirtækið GoDaddy lokaði vefsíðu samtaka sem kölluðu eftir ábendingum almennings svo framfylgja mætti ákvæðum umdeildra laga um þungunarrof sem tóku gildi í Texas 1. september.
Persónuvernd notuð sem skálkaskjól til að leyna gögnum
Forstjóri Persónuverndar segir það miður þegar vísað er ranglega í persónuverndarlög og þau notuð sem skálkaskjól til þess að leyna upplýsingum sem varða mikilvæga almannahagsmuni. Persónuvernd gerði í dag alvarlegar athugasemdir við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðafélaga í íslensku atvinnulífi þar sem vísað er til úrskurðar Persónuverndar til stuðnings því að birta ekki upplýsingar um eignarhald útgerða.
Persónuvernd: Rangt mál í skýrslu sjávarútvegsráðherra
Persónuvernd gerir „alvarlegar athugasemdir“ við skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Í bréfi sem Persónuvernd hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að í skýrslunni sé ranglega vísað til ákvörðunar Persónuverndar til að rökstyðja að birta ekki allar upplýsingar um eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi.