Færslur: persónuvernd

Skylda starfsfólk til bólusetningar við COVID-19
Bandarísk stórfyrirtæki, alríkið, einstök ríki og borgir ætla eða hafa þegar tekið upp bólusetningarskyldu starfsmanna. Verkalýðsfélög og fleiri telja það brot á persónuréttindum fólks.
Persónuvernd fær mörg erindi tengd myndbandsupptökum
Reglur um myndbandsupptökur eru skýrar að mati Persónuverndar en talsvert skortir á að fólk geri sér grein fyrir hverjar þær eru. Fjölmörg erindi og kvartanir berast vikulega til Persónuverndar vegna þessa.
Hætta að afhenda lögreglu vottorð hælisleitenda
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er hætt að afhenda lögreglu bólusetningarvottorð hælisleitenda.
Stjórnendur ísbúðarinnar Huppu biðjast afsökunar
Greint var frá því á þriðjudag að Persónuvernd hafi sektað Ísbúð Huppu um fimm milljónir króna vegna rafrænnar vöktunar í starfsmannarými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, hafa fataskipti. Stjórnendur ísbúðarinnar segja eingöngu öryggissjónarmið hafa legið að baki vöktuninni. Myndavélarnar hafi eingöngu verið settar upp til þess að gæta öryggis starfsmanna, fyrirtækisins og þeirra sem ættu erindi inn á lagerinn.
01.07.2021 - 09:56
Persónuvernd sektar Ísbúð Huppu um fimm milljónir
Persónuvernd hefur sektað Ísbúð Huppu um fimm milljónir króna vegna rafrænnar vöktunar í starfsmannarými í einni af ísbúðum fyrirtækisins. Starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, hafa fataskipti í rýminu sem myndavélin er.
29.06.2021 - 18:44
Birting efnis úr myndavélum þarf að hafa skýran tilgang
Sviðsstjóri Persónuverndar segir það grundvallaratriði að tilgangur vinnslu upplýsinga úr búkmyndavélum lögreglumanna sé skýr áður en hún fer fram. Ekki er ljóst hvort eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafi mátt birta númer lögreglumanna í skýrslu sinni.
Persónuvernd áminnir Icelandair fyrir seinagang
Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir seinagang við að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að persónuupplýsingum sem fyrirtækið hafði um hann. Fyrirtækinu var ekki gerð sekt vegna málsins.
23.06.2021 - 15:24
Hafði betur hjá Persónuvernd og fer fram á 75 milljónir
Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur stefnt félaginu og fer fram á að það greiði honum 75 milljónir króna; tæpar 56 milljónir vegna vangoldinna launagreiðslna og lögfræðikostnaðar, 11 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og 8 milljónir í miskabætur.
Máttu ekki breyta lykilorði starfsmanns fyrirvaralaust
Persónuvernd hefur úrskurðað að félagasamtök hafi brotið gegn persónuverndarlögum með því að breyta lykilorði að tölvupósti starfsmanns, sem þá var í veikindaleyfi.
21.06.2021 - 17:44
Persónuvernd skoðar nafnbirtingar á vefsíðum dómstóla
Hæstiréttur birti dag nauðgunardóm þar sem nafn fórnarlambsins, ungrar stúlku, hafði ekki verið afmáð. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir Persónuvernd hafa óskað eftir upplýsingum frá dómstólunum um birtingu persónuupplýsinga í dómsúrlausnum.
Snjalldyrasímar ógna friðhelgi einkalífs
Snjalldyrasímar auka togstreitu milli öryggisgæslu og friðhelgi einkalífs, segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Vinsældir slíkra tækja virðast hafa aukist hérlendis á síðustu árum.
Kastljós
Greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum
Stjórnmálaflokkar geta með aðstoð Facebook flokkað kjósendur tiltölulega nákvæmt með svokallaðri „örnálgun“ eða microtargeting. Þá er tækninni beitt til þess að greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að finna út hvaða áhugamál eða hagsmuni hver kjósandi hefur og í kjölfarið búa til sérsniðin skilaboð sem er beint að tilteknum hópi kjósenda.
Myndskeið
Flokkar kortleggja kjósendur fyrir kosningar
Forstjóri Persónuverndar segir að þverpólitískt frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnmálaflokka vegna vinnslu persónuupplýsinga kjósenda gangi ekki nógu langt. Stjórnmálaflokkarnir hafi fæstir sinnt skyldum sínum nægilega samkvæmt lögum um persónuvernd fyrir síðustu kosningar og þurfi að breyta verklagi sínu.
Viðtal
Ekki heimilt að geyma upplýsingar í meira en 2 vikur
Forstjóri Persónuverndar segir að fyrir smitrakningu sé veitingahúsum og krám aðeins heimilt að fá nafn, símanúmer og kennitölu viðskiptavina sinna. Þessum upplýsingum þurfi síðan að eyða eftir tvær vikur. Ekki sé heimild fyrir því að safna þessum upplýsingum í markaðsskyni. 
Persónugögnum 31.000 íslenskra Facebooknotenda lekið
Persónuupplýsingum rúmlega 31.000 íslenskra Facebook-notenda var lekið á netið í dag. Þetta var þó aðeins lítið brot þeirra upplýsinga sem lekið var, því alls var lekið gögnum um ríflega 530 milljónir Facebook-notendur í 106 löndum.
03.04.2021 - 23:09
Leki úr sjúkraskrá á Sóltúni kærður til lögreglu
Persónuvernd og Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um trúnaðarbrot á hjúkrunarheimilinu Sóltúni en þar veitti starfsmaður utanaðkomandi upplýsingar úr sjúkraskrá íbúa á heimilinu. Málið verður kært til lögreglu.
Spegillinn
Á að safna viðkvæmum gögnum, en með samþykki foreldra
Til stendur að samkeyra upplýsingar úr ýmsum kerfum - um börn sem þurfa á þjónustu að halda. Það verður þó aðeins gert með samþykki foreldra og fáir eiga að hafa aðgang að upplýsingunum. Markmiðið er að bæta þjónustu við börnin. Oft eru upplýsingarnar viðkvæmar og persónulegar. Það er hægt að gera þetta svo það samræmist persónuverndarlögum, segir lögfræðingur hjá Persónuvernd, en frá upphafi þarf að gæta að því að hanna tölvukerfin með það í huga að persónuvernd barnanna sé trygg.
19.03.2021 - 17:27
Nefnd skoðar samskipti lögreglu við fjölmiðla
Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu kannar samskipti lögreglu við fjölmiðla eftir teiti í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu.
Faldi myndavél í gluggaskrauti og tók upp nágrannana
Íbúa í fjölbýlishúsi í Kópavogi var óheimilt að beina eftirlitsmyndavélum að bílastæði og svefnherbergisglugga nágranna sinna. Myndavélarnar hafði hann meðal annars falið í gluggaskrauti og upptökurnar birtust á samfélagsmiðlum.
20.01.2021 - 13:40
TikTok bætir stillingar til að auka friðhelgi barna
Samfélagsmiðillinn TikTok kynnti í gær aðgerðir til að auka friðhelgi barna á samfélagsmiðlinum. Nú eru allir reikningar hjá 15 ára og yngri sjálfkrafa aðgangsstýrðir (e. private). Ekki verður áfram opið fyrir hvern sem er til að setja athugasemdir við færslur hjá þessum aldurshóp heldur er stillingaratriði hvort aðeins samþykktir vinir geti gert athugasemdir eða enginn.
14.01.2021 - 16:23
Facebook lokar á spjalleiginleika í Evrópu
Til að bregðast við breyttum reglum Evrópusambandsins um persónuvernd hefur Facebook fjarlægt ýmsa eiginleika í samskiptaforritinu Messenger og samfélagsmiðlinum Instagram. Enn er þó hægt að senda skilaboð og hringja hljóð- og myndsímtöl.
Fréttaskýring
Um 30 beiðnir til dómstóla um nafnleynd í birtum dómum
Hæstarétti hafa borist 16 beiðnir um að afmá nöfn úr dómum á grundvelli nýrra reglna um persónuvernd. Landsrétti hafa borist tvær slíkar beiðnir og alls hafa um eða yfir tíu beiðnir borist til héraðsdómstólanna. Héraðsdómar Reykjavíkur, Reykjaness og Austurlands halda ekki utan um fjöldann. Mjög misjafnt er hvernig dómstólar sinna birtingu persónuupplýsinga í dómum á netinu. Persónuvernd hefur fengið þó nokkrar tilkynningar um misbresti.
Sekta Google og Amazon vegna vafrakaka
Franska persónuverndareftirlitið hefur sektað bandarísku tæknirisana Google og Amazon um samtalst 135 milljónir evra vegna notkunar á vafrakökum (e. cookies) í auglýsingaskyni.
10.12.2020 - 08:42
Auðskilið mál
Tímarit fór ekki eftir lögum um persónuvernd
Persónuvernd telur að útgefandi tímaritsins Lifandi vísindi hafi brotið lög um persónuvernd. Fyrirtækið geymdi upplýsingar um fyrrverandi áskrifanda mörg ár aftur í tímann. Upplýsingarnar notaði það til að ná aftur til áskrifandans.
24.11.2020 - 17:28
Spegillinn
Persónuvernd undirmönnuð og mál hrannast upp
Í fyrra voru afgreidd hjá Persónuvernd hátt í þrjú þúsund mál en mörg hundruð mál bíða afgreiðslu.  Rúmlega tvö ár eru síðan ný lög um persónuvernd tóku gildi, þá jókst álag á stofnunina umtalsvert en hefur reyndar farið stöðugt vaxandi um árabil. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að á tækniöld aukist áskoranir sem varða vinnslu persónuupplýsinga og líka vitund almennings. Málum rigni yfir og þyrfti að fjölga starfsmönnum en miðað við fjárlög verði að fækka á næsta ári.
24.11.2020 - 13:23