Færslur: persónuvernd

Morgunútvarpið
Íslensk erfðalög óljós þegar kemur að stafrænu lífi
Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, segir íslensk erfðalög óljós þegar kemur að stafrænu lífi fólks. Hún ræddi dóm sem féll nýlega í Þýskalandi í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun en efsta dómsstig Þýskalands heimilaði foreldrum stúlku að fá fullan aðgang að Facebook aðgangi hennar. Stúlkan lést árið 2012 eftir að hafa lent undir lest. Foreldrarnir fóru fram á þetta til að komast að því hvort um sjálfsvíg hafi verið að ræða.
11.09.2020 - 09:08
Húsasmiðjan má ekki nota fingrafaraskanna
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Húsasmiðjunni sé ekki heimilt að nota fingrafaraskanna fyrir skráningar starfsfólks í viðverukerfi. Fyrirkomulagið samræmist ekki lögum um persónuvernd. Húsasmiðjan fengið fyrirmæli um að hætta notkun fingrafaraskanna og eyða lífkennaupplýsingum starfsmanna fyrir 10. september.
08.09.2020 - 15:48
Ökuapp VÍS: Segir þurfa að fara vel yfir heimildir
Tryggingafélagið VÍS auglýsir þessa dagana eftir fólki til að prófa nýtt app sem fylgist með aksturslagi fólks. Einkunn fyrir akstur getur haft áhrif á verð bílatrygginga þeirra sem fá sér appið. Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, segir að viðskiptavinir þurfi almennt að velta því fyrir sér hvort þeir vilji gefa eftir hluta af friðhelgi einkalífsins fyrir lægri reikning.
25.08.2020 - 20:02
Samkomulagið samræmist ekki persónuverndarlögum ESB
Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fjallar um að vernd persónuupplýsinga samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem kallast Data Protection Shield sé fullnægjandi.
Viðtal
Öskraði og veinaði þegar hún sá nafn sitt birt
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki, segir að sér hafi brugðið þegar hún komst að því að hún hafi smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum og liðið ömurlega þegar í ljós kom hve margir þurftu að fara í sóttkví. Hún segir erfitt að lýsa tilfinningunni þegar hún sá nafn sitt í fjölmiðlum skömmu eftir að hafa sjálf fengið fregnirnar. Nafn- og myndbirtingin hefur verið kærð til Persónuverndar.
16.07.2020 - 20:29
Myndbirting af börnum var gegn samþykki foreldra
Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í vikunni eftir frumkvæðisathugun að myndbirting Arion banka á ljósmyndum af liðum í Arion banka-mótinu í fótbolta barna í fyrra hafi verið gegn samþykki foreldra og forráðamanna. Er það niðurstaða Persónuverndar vegna þess að lágmarksfræðslu hafi verið ábótavant.
03.07.2020 - 09:41
„Þetta er vandmeðfarið“
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að nafnbirtingar fjölmiðla á einstaklingum sem smitast hafa af COVID-19 séu vandmeðfarnar. Hún telur að ekki sé hægt að fullyrða hvort slíkar nafnbirtingar feli í sér brot gegn persónuverndarlögum eða stjórnarskrárvörðum réttindum.
30.06.2020 - 17:20
Vilja að ríkið haldi utan um upplýsingar um vanskil
Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) gera alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi Creditinfo. Athugasemdirnar koma fram í umsögn samtakanna til Persónuverndar.
24.06.2020 - 18:55
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, gegn Persónuvernd, hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 9:15. Leikarinn stefnir Persónuvernd vegna úrskurðar stofnunarinnar um að trúnaður skuli ríkja um kvartanir samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu á hendur honum.
Fréttaskýring
Fréttamaðurinn sem vissi allt um Karl Bernhardsen
Gagnafyrirtæki sem fáir kannast við safna nákvæmum upplýsingum um ferðir fólks. Gögnin eiga að vera dulkóðuð en blaðamenn hafa afhjúpað að svo er ekki. Þegar staðsetningahnitum frá ákveðnu símtæki er safnað yfir langan tíma er oft barnaleikur að átta sig á því hverjum sá sími tilheyrir. Umfjöllun NRK um þessi mál hefur valdið usla í Noregi og hún kom Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar á óvart. 
15.05.2020 - 19:07
Myndskeið
Listinn líklega birtur á morgun eða föstudag
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að skoðað verði hvort listi yfir tæplega sjö þúsund fyrirtæki á hlutabótaleið verði birtur. Persónuvernd úrskurðar að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. „Við erum nú bara að skoða þetta núna og athugum hvað við gerum. Við munum sjálfsagt birta þennan lista,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar. Listinn verði líklega birtur á morgun eða föstudag.
Telur rétt að birta nöfn fyrirtækja í hlutabótaleið
Persónuvernd segir það ekki brjóta persónuverndarlög að Vinnumálastofnun birti upplýsingar um þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn á hlutabótaleiðinni. Vinnumálastofnun taldi sér ekki heimilt að birta slíkar upplýsingar þar sem hætta var á að slíkt samræmdist ekki persónuverndarlögum.
13.05.2020 - 11:18
Persónuverndarlög gilda um fólk, ekki fyrirtæki
Forstjóri Persónuverndar segir persónuverndarlög í grundvallaratriðum gilda um einstaklinga, en ekki fyrirtæki. Vinnumálastofnun segir birtingu lista yfir þau fyrirtæki sem nýta hlutabótaleiðina líklega stangast á við persónuverndarlög. Fjármálaráðherra er þessu ósammála, og segir brýnt að finna þau fyrirtæki sem misnota hlutabótaleiðina.
Mátti ekki veita upplýsingar um fyrndar kröfur
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbankanum hafi ekki verið heimilt að veita Creditinfo upplýsingar um fyrndar kröfur á hendur einstaklingi.
18.04.2020 - 18:34
Myndskeið
Mörg mál til meðferðar sem gætu endað með sektum
Persónuvernd beitti í fyrsta skipti í dag sektum. SÁÁ og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti voru þurfa samanlagt að greiða 4,3 milljónir fyrir að hafa brotið gegn persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir fleiri mál í skoðun sem gæti verið lokið með ákvörðun um að sekta.
10.03.2020 - 22:29
SÁÁ sektað um 3 milljónir fyrir gögn sem fóru á flakk
Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir fyrir öryggisbrest haustið 2018. Þá fékk fyrrverandi starfsmaður viðkvæm sjúkragögn frá meðferðarstöðinni Vík á Kjalarnesi. Gögnin voru um tíma geymd í bílskúr starfsmannsins fyrrverandi sem sagðist hafa fengið þau fyrir slysni. Í gögnunum var að finna upplýsingar með nöfnum 3.000 sjúklinga og sjúkraskrárupplýsingar um 252 sjúklinga.
10.03.2020 - 16:52
FB sektaður um 1,3 milljónir vegna mannlegra mistaka
Persónuvernd hefur ákveðið að sekta Fjölbrautarskólann í Breiðholti um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests sem varð hinn 15. ágúst í fyrra. Öryggisbresturinn varð með þeim hætti að kennari við skólann sendi tölvupóst á nýnema, það er nýja umsjónarnemendur sína og forráðamenn þeirra.
10.03.2020 - 16:45
Myndskeið
Skoða hvort persónuleikapróf var í samræmi við umsókn
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að gögn sem Íslensk erfðagreining sendi inn með umsókn sinni um að leggja persónuleikapróf fyrir almenning hafi ekki borið skýrt með sér að hægt yrði að deila niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Hún segir að þetta verði að skoða.
18.02.2020 - 20:51
„Veikindalisti“ Grand Hótels brot á persónuverndarlögum
Persónuvernd telur að Íslandshótel ehf, sem rekur Grand Hótel, hafi ekki tryggt með fullnægjandi hætti að yfirlit yfir veikindi starfsmanna kæmi ekki fyrir augu óviðkomandi. Forsvarsmenn hótelsins sögðu að yfirlitinu hefði verið stolið af skrifstofu yfirmanns og það hengt upp í framhaldinu. Starfsmennirnir sem kvörtuðu vísuðu því á bug og sögðu að tilteknir yfirmenn hefðu hengt listann upp.
18.02.2020 - 15:00
Viðtal
Samfélagsmiðlar ekki svo ólíkir póstkortum
Eftir því sem virkni fólks á samfélagsmiðlum er meiri, því meiri upplýsingar skilur það eftir sig og þær hverfa aldrei, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hún segir gott að meðhöndla samfélagsmiðla eins og póstkort í gamla daga, það er að hafa í huga að það sem skrifað er í þau geti komið fyrir augu annarra.
18.02.2020 - 10:02
Máttu ekki senda viðskiptavini á bannlista tölvupóst
Símanum hf. var ekki heimilt að senda markaðsefni í tölvupósti til viðskiptavinar sem var á bannskrá Þjóðskrár Íslands, samkvæmt úrskurði Persónuverndar.
06.01.2020 - 11:13
Þýskur morðingi fær að „gleymast“ á netinu
Þýskur maður sem var dæmdur fyrir morð árið 1982 á rétt á því að óska eftir að nafn hans verði fjarlægt úr umfjöllun á netinu, samkvæmt úrskurði hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag.
27.11.2019 - 21:12
Máttu skoða tölvupóst starfsmanns
Upplýsingatæknifyrirtæki var heimilt að skoða tölvupósthólf fyrrum starfsmanns, tveimur mánuðum eftir starfslok, samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækið gerði þó ekki fullnægjandi ráðstafanir þegar starfsmaðurinn lét af störfum, varðandi það að gefa honum kost á að eyða eða taka afrit af tölvupósti sem ekki tengist starfsemi fyrirtækisins.
04.10.2019 - 16:02
Eftirlit með ferðum starfsmanna í lagi
Persónuvernd telur í lagi að Mannvirkjastofnun fylgdist með ferðum starfsmanna á bíl stofnunarinnar. Til dæmis er fylgst með því hvar bíllinn er hverju sinni og hvert honum hefur verið ekið. Tilgangur þessa var meðal annars að vakta nýtingu opinbers fjár og afla upplýsinga um notkun og ástand ökutækisins.
17.09.2019 - 07:05
Aldrei fleiri mál hjá Persónuvernd en í fyrra
Persónuvernd hefur aldrei nýskráð fleiri mál en í fyrra þegar ríflega tvö þúsund og fjögur hundruð mál voru skráð. Frá þessu er greint í ársskýrslu Persónuverndar.
15.09.2019 - 17:44