Færslur: persónuvernd

Persónuvernd opnar starfstöð á Húsavík
Persónuvernd hefur opnað starfsstöð á Húsavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra segir að auðvelt sé að staðsetja sérhæfð opinber störf á landsbyggðinni þegar víðsýni og stafrænar lausnir fari saman.
01.10.2021 - 09:58
Ummæli sjávarútvegsráðherra dæma sig sjálf
Forstjóri Persónuverndar stendur við þau orð að ekki hafi verið nógu vel unnið að skýrslu um eignahald í tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins. Fundur verður hjá Persónuvernd á morgun með fulltrúum sjávarútvegsráðuneytis og skattayfirvalda. Allt of algengt sé að Persónuvernd sé beitt til að koma upplýsingum ekki á framfæri.
Sakar Persónuvernd um rógburð
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir það ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneyti hans um að leyna upplýsingum eða nota persónuvernd sem skálkaskjól við gerð skýrslu um eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Í færslu á ráðherrans Facebook segir að hann hafi óskað eftir því að sjávarútvegsráðuneytið boði fulltrúa Persónuverndar og Skattsins til fundar vegna málsins.
Ábendingasíðu samtaka gegn þungunarrofi lokað
Bandaríska vefhýsingarfyrirtækið GoDaddy lokaði vefsíðu samtaka sem kölluðu eftir ábendingum almennings svo framfylgja mætti ákvæðum umdeildra laga um þungunarrof sem tóku gildi í Texas 1. september.
Persónuvernd notuð sem skálkaskjól til að leyna gögnum
Forstjóri Persónuverndar segir það miður þegar vísað er ranglega í persónuverndarlög og þau notuð sem skálkaskjól til þess að leyna upplýsingum sem varða mikilvæga almannahagsmuni. Persónuvernd gerði í dag alvarlegar athugasemdir við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðafélaga í íslensku atvinnulífi þar sem vísað er til úrskurðar Persónuverndar til stuðnings því að birta ekki upplýsingar um eignarhald útgerða.
Persónuvernd: Rangt mál í skýrslu sjávarútvegsráðherra
Persónuvernd gerir „alvarlegar athugasemdir“ við skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Í bréfi sem Persónuvernd hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að í skýrslunni sé ranglega vísað til ákvörðunar Persónuverndar til að rökstyðja að birta ekki allar upplýsingar um eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi.
Ekkert kom í veg fyrir að birta mætti eignir útgerða
Persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir að eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi séu birtar. Þetta segir staðgengill forstjóra Persónuverndar. Höfundar skýrslu um eignarhald útgerðarfélaga báru álitaefnið ekki undir Persónuvernd við gerð skýrslunnar.
Sjónvarpsfrétt
Víða spáð í bólusetningarskyldu starfsfólks
Ef starfsemi krefst þess og ákvörðunin er málefnaleg þá geta vinnuveitendur farið fram á upplýsingar um hvort að starfsmenn séu bólusettir. Þetta segir forstjóri Persónuverndar. Það þurfi að meta hverju sinni þegar vernda á meiri hagsmuni fyrir minni. Margir stigu sín fyrstu skref í framhaldsskóla í dag.
Geta átt rétt á upplýsingum um bólusetningu
Forstjóri Persónuverndar segir vinnuveitendur geti átt rétt á að fá upplýsingar um hvort starfsmenn eru bólusettir. En það fari þó alveg eftir eðli starfseminnar og þurfi að vega og meta í hverju tilfelli. Þetta geti til dæmis átt við þá sem vinni með elsta aldurshópnum. 
Kerfi sem skimar eftir barnaklámi misvel tekið
Bandaríski tæknirisinn Apple vinnur nú að hugbúnaði sem fyrirhugað er að koma fyrir í öllum iPhone-símum sem seldir eru í Bandaríkjunum og á að auðvelda yfirvöldum að koma upp um vörslu barnaníðs.
05.08.2021 - 21:22
Ekki tekið afstöðu til lögmætis Microsoft Teams
Fjarfundarbúnaður getur falið í sér margvíslega áhættu um öryggi persónuupplýsinga, segir forsvarsmaður Persónuverndar. Þeir sem ákveða að nota búnaðinn verði að meta hvort hann samræmist persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fjarfundakerfið Microsoft Teams standist evrópsk persónuverndarlög. Í Svíþjóð hafa margar stofnanir hætt að nota forritið því persónuleg gögn um notendur eru geymd í Bandaríkjunum. 
04.08.2021 - 18:24
Skylda starfsfólk til bólusetningar við COVID-19
Bandarísk stórfyrirtæki, alríkið, einstök ríki og borgir ætla eða hafa þegar tekið upp bólusetningarskyldu starfsmanna. Verkalýðsfélög og fleiri telja það brot á persónuréttindum fólks.
Persónuvernd fær mörg erindi tengd myndbandsupptökum
Reglur um myndbandsupptökur eru skýrar að mati Persónuverndar en talsvert skortir á að fólk geri sér grein fyrir hverjar þær eru. Fjölmörg erindi og kvartanir berast vikulega til Persónuverndar vegna þessa.
Hætta að afhenda lögreglu vottorð hælisleitenda
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er hætt að afhenda lögreglu bólusetningarvottorð hælisleitenda.
Stjórnendur ísbúðarinnar Huppu biðjast afsökunar
Greint var frá því á þriðjudag að Persónuvernd hafi sektað Ísbúð Huppu um fimm milljónir króna vegna rafrænnar vöktunar í starfsmannarými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, hafa fataskipti. Stjórnendur ísbúðarinnar segja eingöngu öryggissjónarmið hafa legið að baki vöktuninni. Myndavélarnar hafi eingöngu verið settar upp til þess að gæta öryggis starfsmanna, fyrirtækisins og þeirra sem ættu erindi inn á lagerinn.
01.07.2021 - 09:56
Persónuvernd sektar Ísbúð Huppu um fimm milljónir
Persónuvernd hefur sektað Ísbúð Huppu um fimm milljónir króna vegna rafrænnar vöktunar í starfsmannarými í einni af ísbúðum fyrirtækisins. Starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, hafa fataskipti í rýminu sem myndavélin er.
29.06.2021 - 18:44
Birting efnis úr myndavélum þarf að hafa skýran tilgang
Sviðsstjóri Persónuverndar segir það grundvallaratriði að tilgangur vinnslu upplýsinga úr búkmyndavélum lögreglumanna sé skýr áður en hún fer fram. Ekki er ljóst hvort eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafi mátt birta númer lögreglumanna í skýrslu sinni.
Persónuvernd áminnir Icelandair fyrir seinagang
Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir seinagang við að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að persónuupplýsingum sem fyrirtækið hafði um hann. Fyrirtækinu var ekki gerð sekt vegna málsins.
23.06.2021 - 15:24
Hafði betur hjá Persónuvernd og fer fram á 75 milljónir
Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur stefnt félaginu og fer fram á að það greiði honum 75 milljónir króna; tæpar 56 milljónir vegna vangoldinna launagreiðslna og lögfræðikostnaðar, 11 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og 8 milljónir í miskabætur.
Máttu ekki breyta lykilorði starfsmanns fyrirvaralaust
Persónuvernd hefur úrskurðað að félagasamtök hafi brotið gegn persónuverndarlögum með því að breyta lykilorði að tölvupósti starfsmanns, sem þá var í veikindaleyfi.
21.06.2021 - 17:44
Persónuvernd skoðar nafnbirtingar á vefsíðum dómstóla
Hæstiréttur birti dag nauðgunardóm þar sem nafn fórnarlambsins, ungrar stúlku, hafði ekki verið afmáð. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir Persónuvernd hafa óskað eftir upplýsingum frá dómstólunum um birtingu persónuupplýsinga í dómsúrlausnum.
Snjalldyrasímar ógna friðhelgi einkalífs
Snjalldyrasímar auka togstreitu milli öryggisgæslu og friðhelgi einkalífs, segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Vinsældir slíkra tækja virðast hafa aukist hérlendis á síðustu árum.
Kastljós
Greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum
Stjórnmálaflokkar geta með aðstoð Facebook flokkað kjósendur tiltölulega nákvæmt með svokallaðri „örnálgun“ eða microtargeting. Þá er tækninni beitt til þess að greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að finna út hvaða áhugamál eða hagsmuni hver kjósandi hefur og í kjölfarið búa til sérsniðin skilaboð sem er beint að tilteknum hópi kjósenda.
Myndskeið
Flokkar kortleggja kjósendur fyrir kosningar
Forstjóri Persónuverndar segir að þverpólitískt frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnmálaflokka vegna vinnslu persónuupplýsinga kjósenda gangi ekki nógu langt. Stjórnmálaflokkarnir hafi fæstir sinnt skyldum sínum nægilega samkvæmt lögum um persónuvernd fyrir síðustu kosningar og þurfi að breyta verklagi sínu.
Viðtal
Ekki heimilt að geyma upplýsingar í meira en 2 vikur
Forstjóri Persónuverndar segir að fyrir smitrakningu sé veitingahúsum og krám aðeins heimilt að fá nafn, símanúmer og kennitölu viðskiptavina sinna. Þessum upplýsingum þurfi síðan að eyða eftir tvær vikur. Ekki sé heimild fyrir því að safna þessum upplýsingum í markaðsskyni.