Færslur: Persónuupplýsingar

Meta sektað um 17 milljónir evra
Írska persónuverndarstofnunnin (DPC) hefur sektað Meta Platforms Ireland Limited, sem hét áður Facebook Ireland Limited áður en nafni fyrirtækisins var breytt, um 17 milljónir evra, eða tæpa tvo og hálfan milljarð króna, fyrir brot á persónuverndarlögum. Staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd segir að ákvörðunin sé líklega sú fyrsta í röð ákvarðana um fyrirtækið. 
Skamma Europol fyrir umfangsmikla gagnasöfnun
Löggæslusamvinnustofnun Evrópusambandsins, Europol, verður gert að eyða stórum hluta umfangsmikils safns síns af persónulegum upplýsingum um Evrópubúa.
Google og Facebook sektuð um milljarða króna
Persónuverndarstofnun Frakklands sektaði tæknirisana Google og Facebook í dag um samtals 210 milljónir evra, andvirði um 30 milljarða króna. Þar af var Google sektað um meirihlutann, eða 150 milljónir evra. The Guardian greinir frá þessu.
06.01.2022 - 18:31
Upplýsingaleki hjá Vinnumálastofnun öðru sinni á árinu
Persónuvernd hefur borist erindi vegna öryggisbrests í meðferð persónuuppplýsinga hjá Vinnumálastofnun. Það er í annað sinn það gerist á þessu ári.
Þrjótar kunna að hafa læst klóm í tölvupóst starfsmanna
Hætt er við því að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Háskólans í Reykjavík í árás sem gerð var á póstþjón skólans í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Frá því í júní hafa tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna skólans. 
22.10.2021 - 16:26
Viðtal
Ekki heimilt að geyma upplýsingar í meira en 2 vikur
Forstjóri Persónuverndar segir að fyrir smitrakningu sé veitingahúsum og krám aðeins heimilt að fá nafn, símanúmer og kennitölu viðskiptavina sinna. Þessum upplýsingum þurfi síðan að eyða eftir tvær vikur. Ekki sé heimild fyrir því að safna þessum upplýsingum í markaðsskyni. 
Óbreytt miðlun persónuupplýsinga til Bretlands um sinn
Ísland, Evrópusambandið og Bretland hafa komist að samkomulagi um tímabundið óbreytta tilhögun miðlunar persónuupplýsinga til Bretlands. Samkomulagið mun taka gildi um áramót að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.
Facebook lokar á spjalleiginleika í Evrópu
Til að bregðast við breyttum reglum Evrópusambandsins um persónuvernd hefur Facebook fjarlægt ýmsa eiginleika í samskiptaforritinu Messenger og samfélagsmiðlinum Instagram. Enn er þó hægt að senda skilaboð og hringja hljóð- og myndsímtöl.
„Fara býsna nálægt því að brjóta þagnarskyldu“
Dagbjört Hákonardóttir, persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir umhugsunarvert hvernig fósturforeldrar og starfsfólk sveitarfélaga segi ítarlega frá högum barna í þáttunum Fósturbörn á Stöð 2.
Vinnsla lögreglu á upplýsingum um Aldísi Schram ólögmæt
Vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi Schram samrýmdist hvorki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga né reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar.
Notendur Garmin óánægðir með viðbrögð eftir tölvuárás
Þjónusta Garmin er nú orðin aðgengileg á ný eftir að hafa legið niðri í fimm daga vegna tölvuárásar. Tæknitímaritið The Verge greinir frá þessu. Á vef Garmin segir þó að þjónusta Garmin Connect sé enn takmörkuð vegna árásarinnar en notendur hafa staðfest að þjónustan sé komin í lag. Margir notendur Garmin hafa gagnrýnt lélegt samskiptaflæði fyrirtækisins í kjölfar árásarinnar.
Myndbirting af börnum var gegn samþykki foreldra
Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í vikunni eftir frumkvæðisathugun að myndbirting Arion banka á ljósmyndum af liðum í Arion banka-mótinu í fótbolta barna í fyrra hafi verið gegn samþykki foreldra og forráðamanna. Er það niðurstaða Persónuverndar vegna þess að lágmarksfræðslu hafi verið ábótavant.
03.07.2020 - 09:41
Mátti ekki veita upplýsingar um fyrndar kröfur
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbankanum hafi ekki verið heimilt að veita Creditinfo upplýsingar um fyrndar kröfur á hendur einstaklingi.
18.04.2020 - 18:34
Myndskeið
Skoða hvort persónuleikapróf var í samræmi við umsókn
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að gögn sem Íslensk erfðagreining sendi inn með umsókn sinni um að leggja persónuleikapróf fyrir almenning hafi ekki borið skýrt með sér að hægt yrði að deila niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Hún segir að þetta verði að skoða.
18.02.2020 - 20:51
Myndskeið
Facebook getur notað niðurstöðurnar sé þeim deilt þar
Tugþúsundir hafa tekið persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar og um leið leyft fyrirtækinu að fá upplýsingar um heilsufar. Forstjóri Persónuverndar segir brýnt að fólk átti sig á að upplýsingar eru verðmæt vara.
15.02.2020 - 19:31
Þýskur morðingi fær að „gleymast“ á netinu
Þýskur maður sem var dæmdur fyrir morð árið 1982 á rétt á því að óska eftir að nafn hans verði fjarlægt úr umfjöllun á netinu, samkvæmt úrskurði hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag.
27.11.2019 - 21:12
Persónuvernd barna til umræðu
Norrænir sérfræðingar í persónuvernd fjalla á ráðstefnu eftir hádegi um hvort börn njóti nægrar persónuverndar í stafrænum heimi. Rædd verða áhrif vinnslu persónuupplýsinga á vettvangi stjórnsýslu, skóla og dómstóla.
18.10.2019 - 12:00
Eftirlit með ferðum starfsmanna í lagi
Persónuvernd telur í lagi að Mannvirkjastofnun fylgdist með ferðum starfsmanna á bíl stofnunarinnar. Til dæmis er fylgst með því hvar bíllinn er hverju sinni og hvert honum hefur verið ekið. Tilgangur þessa var meðal annars að vakta nýtingu opinbers fjár og afla upplýsinga um notkun og ástand ökutækisins.
17.09.2019 - 07:05
Bára borgar ekki sekt en þarf að eyða upptökum
Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög með því að taka upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember og um rafræna vöktun hafi verið að ræða að hennar hálfu. Þetta er niðurstaða stjórnar Persónuverndar sem úrskurðaði um málið í dag. Báru er ekki gert að greiða sekt en hún þarf að eyða umræddum upptökum.
22.05.2019 - 21:15
Alvarlegur öryggisbrestur í Whatsapp
Persónuvernd hefur tilkynnt um alvarlegan öryggisveikleika í samskiptaforritinu WhatsApp eftir ábendingu frá persónuverndarstofnun Írlands.
14.05.2019 - 15:39
Facebook býr sig undir risasekt
Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook eru viðbúnir því að þurfa að greiða á bilinu þrjá til fimm milljarða dollara í sekt vegna persónuverndarbrota. Það er andvirði um 360 til 600 milljarða króna. Bandaríska Neytendastofnunin, Federal Trade Commission, hefur rannsakað brot fyrirtækisins á reglugerð frá 2011 um notendavernd. Í nýjasta ársfjórðungsuppgjöri Facebook segir að þrír milljarðar dollara hafi verið lagðir til hliðar á fyrsta ársfjórðungi vegna sekta sem þykja líklegar.
24.04.2019 - 22:43
Ný lög um notkun lögreglu á persónuupplýsingum
Lögreglan á Suðurnesjum segir að það hafi reynst erfiðara að fá upplýsingar eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi. Persónuvernd segir aftur á móti að ekkert í nýju persónuverndarlögunum ætti að hindra lögreglu við vinnslu persónuupplýsinga. Tilskipun um notkun farþegalista í löggæslutilgangi hefur ekki verið lögfest hér á landi.
#10yearchallenge má nýta til gagnaöflunar
Nú fer ný áskorun um samfélagsmiðla undir formerkjunum #10yearchallenge þar sem notendur bera saman myndir af sér í dag og fyrir 10 árum. Sumir vilja meina að markmiðið sé að taka sitt eldra sjálf í sátt en aðrir hafa bent á að hér sé fullkomið tækifæri fyrir stórfyrirtæki, sem þróa hugbúnað sem ber kennsl á andlit, til að þróa aldursgreiningar-algrím.
Myndskeið
Vafi hvort hægt sé að slökkva á staðsetningu
Flest fólk er meðvitað um að snjalltæki kortleggja ferðir okkar. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að það sé þó algengara en fólk gerir sér grein fyrir og að jafnvel sé ekki hægt að slökkva á staðsetningaþjón síma. Forstjóri Persónuverndar segir að tæknin sé orðin afburða góð.
Myndskeið
Hægt að njósna um ferðir barna með snjallúrum
Neytendastofa hefur farið fram á innköllun á snjallúrum sem eru markaðssett sem öryggistæki fyrir börn. Talið er að um 300 slík tæki séu í notkun hér á landi. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að hver sem er, hvar sem er, geti njósnað um þann sem er með úrið með hlerunum og fylgst með staðsetningu þess sem það ber.