Færslur: Perlan

Opnuðu Fluglínuna í Perlunni
Fjöldi fólks lagði leið sína í Perluna í Öskjuhlíð í dag en þar hefur ein stærsta svifbraut landsins, Fluglínan, verið opnuð. Mikil stemning var á útsýnispalli Perlunnar á meðan að gestir biðu spenntir eftir því að röðin kæmi að þeim.
19.06.2021 - 18:37
Vatn í öllum sínum myndum í Perlunni
„Húsið er jú upphaflega hannað fyrir vatn og gegnir ennþá því hlutverki að geyma það þannig að tengslin við þema sýningarinnar, vatnið í náttúru Íslands, eru góð. Rýmið er mjög spennandi, þessi bogadregnu form - vatnið er jú mjúkt og sveigjanlegt þannig að það gengur vel upp,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands sem opnaði 1. desember síðastliðinn í Perlunni.
07.12.2018 - 12:20
Perlan: Eldurinn rakinn til logsuðu á tanki
Talið er að eldurinn sem kviknaði í Perlunni í gær hafi kviknað út frá logsuðutæki. Unnið var hörðum höndum að því að hreinsa í dag. Skemmdir virðast mestar á einum vatnstankanna og á hluta útsýnispalls. „Ein af verstu stundum lífs míns var í gær, að horfa á Perluna brenna“, segir forstjóri Perlunnar. Hann gleðst í dag enda skemmdir mun minni en útlit var fyrir.
25.04.2018 - 20:37
Gagnrýni
Skinka dauðans og skuggahliðar netfrægðarinnar
Gagnrýnandi Víðsjár segir Perluna fjalla um muninn á ímynd og staðreynd, og um smættun og hlutgervingu kvenna í samtímanum ásamt skuggahliðum netfrægðarinnar. Það sé þó hvorki kafað djúpt né hugmyndum bylt og allt á léttum nótum.